hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Fréttir
10.11.2016 Árni Birgisson

Tveir ÍR-ingar á úrtaksæfingar

Tveir leikmenn úr nýstofnuðum 3.flokki hjá ÍR hafa verið valdir til þátttöku í úrtaksæfingum hjá U-16 ára landsliði karla í knattspyrnu

Þetta eru þeir Kristján Jóhannesson og Róbert Andri Ómarsson, strákar sem eru fæddir árið 2002.

Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Sverrissonar þjálfara, helgina 11-13. nóvember. 

Óskum við þessum efnilegu piltum innilega til hamingju með þennan áfanga og óskum þeim góðs gengis á æfingunum.

Áfram Ísland og ÍR!

5.11.2016 Þráinn Hafsteinsson

Ingunn Einarsdóttir sigursæl frjálsíþróttakona úr ÍR látin

Ingunn1Látin er eftir erfið veikindi ein skærasta frjálsíþróttastjarna Íslands á áttunda áratugnum, Ingunn Einarsdóttir. Ingunn var fædd árið 1955 og því 61 árs er hún lést í Hollandi þar sem hún var búsett síðustu árin.  

Fyrstu keppni hóf Ingunn árið 1968, aðeins 13 ára gömul og á fermingarárinu 1969 sló hún í gegn, setti alls 10 Íslandsmet. Fjögur í grindahlaupum, tvö í 400 metra hlaupi, tvö í 800 metrum, eitt í 200 m hlaupi og það tíunda í fimmtarþraut. 

15.10.2016 Margrét Héðinsdóttir

Mikil gleði á Bronsleikum ÍR

bronsleikarBronsleikar ÍR fóru fram í 7. sinn í Laugardalshöll í dag. Bronsleikar ÍR eru haldnir ár hvert til að minnast þess að Vala Flosadóttir fékk bronsverðlaun í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000.

4.10.2016 Bergþóra Eiðsdóttir

Ný yfirlýsing aðalstjórnar ÍR vegna aðstöðuuppbyggingar og lóðaúthlutunar

Yfirlýsing frá aðalstjórn ÍR 

Aðalstjórn ÍR fagnar stuðningi og áhuga Breiðholtsbúa sem fram hefur komið á íbúðafundum nýlega um að hafist verði handa sem allra fyrst við byggingu íþróttamiðstöðvar fyrir ÍR.
Aðalstjórn ÍR lítur svo á að samþykkt borgarráðs frá 15. september 2016 um stofnun starfshóps borgarinnar og ÍR um framtíðaruppbyggingu á ÍR svæðinu sé mikilvægt skref til að flýta upphafi framkvæmda við íþróttamiðstöðina. 
Jafnframt ítrekar stjórnin andstöðu sína við hugmyndir um að skerða svæðið í Suður-Mjódd sem hingað til hefur verið skilgreint sem útisvistarsvæði samanber yfirlýsingu stjórnarinnar frá 11.mars 2016.

Samþykkt á fundi aðalstjórnar ÍR 28. september 2016

28.9.2016 Bergþóra Eiðsdóttir

Yfirlýsing íbúafundar í Breiðholti um aðstöðuuppbyggingu fyrir ÍR og lóðaúthlutun fyrir atvinnustarfsemi í Suður-Mjódd.

Á fjölmennum íbúafundi sem haldinn var í hátíðarsal Breiðholtsskóla, mánudaginn 26. september 2016, í kjölfar upplýsinga um að meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur stefnir að því að samþykkja viljayfirlýsingu fyrir úthlutun lóðar í Suður-Mjódd undir atvinnustarfsemi. Um er að ræða 24 þúsund fermetra lóð undir bílaumboð með tilheyrandi þjónustu. Lóðin er við uppbyggingasvæði Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) sem setið hefur eftir í uppbyggingu íþróttamannvirkja samanborið við íþróttafélög annarra hverfa Reykjavíkur.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt einróma á fundinum:

27.9.2016 Bergþóra Eiðsdóttir

ÍR-ingar 2. deildarmeistarar í knattspyrnu

2flokkur

Meistaraflokkslið ÍR- karla í fótbolta lauk keppnistímabilinu með glæsibrag á laugardaginn með 3-1 sigri á Aftureldingu.  Lið sigraði 2. deildina með yfirburðum og hlaup 54 stig eða 11 stigum meira en næsta lið.  Vann 17 leiki, gerði 3 jafntefli og tapaði tveimur.  Liðið skoraði 47 mörk og fékk á sig 19.  Markakóngur deildarinnar varð svo með miklum yfirburðum ÍR-ingurinn Jón Gísli Ström sem skoraði 22 mörk í 21 leik.

Að loknum leiknum á laugardag afhenti formaður KSÍ Geir Þorsteinsson ÍR-ingum bikarinn á Hertz-vellinum í Mjóddinni við mikinn fögnuð fjölmargra áhorfenda. 

Til hamingju leikmenn, þjálfarar, stjórnendur, sjálfboðaliðar og stuðningsmenn.   

27.9.2016 Bergþóra Eiðsdóttir

Hið árlega golfmót Í.R

Golfmót

Hið árlega golfmót Í.R. fór fram í dásemlegu veðri á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ sunnudaginn, 25. september.
Það er skemmst frá því að segja að nýr golfmeistari ÍR fyrir árið 2016 var krýndur og var það enginn annar
en Eggert Sverrisson.  Eggert vann næsta auðveldlega sem sýnir að það er ekki  tilviljun að hann er ekki
aðeins meðlimur í Einherjaklúbbnum og heldur nálgast hann óðfluga 9 í forgjöf!