jako

Fréttir

3.9.2015

Barnadansar

Dansdeildin hefur æfingar þann 19 september 2015. Boðið verður uppá barnadansa fyrir 2-3 ára (fædd 2012 og 2013) 11.900 Börn 4-5 ára (fædd 2010 og 2011) gjald fyrir haustönn 15 er 11.900.-

 Æfingarnar fara fram í ÍR-heimilinu á 2. hæð.

20.5.2015

Opið fyrir umsóknir í Magnúsarsjóð

IR_logoÁrleg úthlutun úr Magnúsarsjóði, menntunar- og afrekssjóði ÍR fer fram í byrjun júní. Opið er fyrir umsóknir til og með 27. maí og skal þeim skilað til Þráins Hafsteinssonar íþróttastjóra ÍR á skrifstofu félagsins. Áhugasömum umsækjendum er bent á að fylla út sérstakt umsóknareyðublað sjóðsins sem má nálgast á heimasíðu félagsins: http://www.ir.is/media/PDF/Magnusarsjodur_Umsoknareydublad.pdf

Nánar um markmið sjóðsins með því smella HÉR.

28.4.2015

Aðalfundur Íþróttafélags Reykjavíkur

Aðalfundurinn verður haldinn miðvikudaginn 29. apríl 2015  kl. 20:00 í félagsheimili ÍR  Skógarseli 12 Reykjavík. 

IR_logo

Dagskrá aðalfundar: 

1. Kosning þriggja manna kjörbréfanefndar.

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

3. Skýrsla stjórnar um starfsemi ársins.

4. Lesnir og skýrðir endurskoðaðir reikningar.

5. Lagabreytingar.

6. Ákveðin árgjöld.

7. Lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun næsta starfsárs.

8. Kosinn formaður.

9. Kosnir aðrir stjórnarmenn og varastjórnarmenn.

10. Kosnir tveir skoðunarmenn.

11. Önnur mál. 

Léttar veitingar verða boðnar að loknum fundi. 

Stjórnin

7.1.2015

Íþróttamenn ársins 2014 hjá ÍR

IR_logoSunnudaginn 11. janúar kl 15:00 verður kosning íþróttamanna ársins kynnt í félagsheimil ÍR við Skógarsel 12.

Það er von stjórnar ÍR að sem flestir ÍR-ingar sjái sér fært að vera viðstaddir.

23.12.2014

Flugeldasala

ir-flugeldar2

8.8.2014

Skráningar fyrir haustönn hefjast 18. ágúst

IR_logoMánudaginn 18. ágúst verður opnað fyrir skráningar í allar íþróttagreinar sem ÍR býður upp á haustið 2014. Æfingar hefjast svo hjá flestum deildum af fullum krafti mánudaginn 1. september. 

HÉR má finna upplýsingar um þær greinar sem í boði eru 

26.3.2014

Þráinn Hafsteinsson ráðinn íþróttastjóri hjá ÍR.

thrainnÞráinn er íþróttafræðingur og hefur víðtæka reynslu af stjórnun, þjálfun og kennslu á sviði íþrótta. Eftir farsælann ferli í tugþraut hefur Þráinn unnið sem íþróttakennari, landsliðþjálfari, frístundaráðgjafi, yfirþjálfari hjá ÍR og sem háskólakennari.ÍR býður Þráin velkominn til starfa og væntir mikils af frekari störfum hans í þágu félagsins.

8.1.2014

Íþróttamenn ársins 2013 hjá ÍR

IR_logoSunnudaginn 12. janúar kl 17:30 verður kosning íþróttamanna ársins kynnt í félagsheimil ÍR við Skógarsel 12. Auk þess verða viðurkenningar fyrir störf og afrek í nafni félagsins veitt. 

Það er von stjórnar ÍR að sem flestir ÍR-ingar sjái sér fært að vera viðstaddir.