Landsbankinn

atlas

Hreysti

Leiksport

Hagabakarí

World Class

Gáski

Nings

jako

Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir

Nafn: Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir

Þjálfari: Þráinn Hafsteinsson

Í hvaða skóla ert þú, á hvaða braut  og á hvaða ári: Ég er á fyrsta ári í Íþróttafræði í Háskólanum í Reykjavík.

 

Uppáhalds fög í skóla: Þar sem ég er ekki lengur í Myndment þá verð ég að segja flest allt sem tengist líffræði eða lífeðlisfræði.

 

Á hvaða skóla stefnir þú í framhaldinu: Ég stefni á að klára Bs í Íþróttafræði og svo er aldrei að vita nema maður skelli sér í eitthvað meira nám.

 

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú værir orðin(n) stór,

Þegar þú varst 6 ára: Ætlaði að verða kassadama þar til mér var sagt að ég ætti ekki  peninginn í kassanum.

Í dag: Frammúrskarandi íþróttamaður, íþróttafræðingur og vonandi eitthvað meira.

Hvaða tungumál talar þú: Ég tala nokkuð góða íslensku, skil enskan texta, veit hvað danska er og get sagt hvað ég heiti á frönsku.

Lífsmottó: If you are going through hell, keep going.

Hjátrú: Lýsi á hverjum degi.


Íþróttir: Í tómstundum er ég áhugaþjálfari í keilu, einnig hef ég gaman að handbolta og boccia.

Hvenær byrjaðir þú í frjálsum: Ég byrjaði árið 2006.

Uppáhalds greinin þín: Erfitt að velja á milli kúlunnar og 100m en ætli 100m taki þetta ekki.

Aðal keppnisgreinar: Ég keppi helst í 100m og 200m en þótt ótrúlega megi virðast þá er planið að fara að keppa í 400m og grind.

 

Besti löglegi árangur þinn í þínum keppnisgreinum: Ég hef aldrei geta munað besta árangurinn minn en Afreksskráin segir að ég eigi 12,32 s í 100m, 25,04 s í 200m og 6,86 m í kúluvarpi og það hlýtur að vera nokkið rétt.

Fyrirmynd: Ég held að ég verði að segja pass....

Uppáhalds íþróttamaður: Usain Bolt

Aðrar íþróttagreinar sem þú hefur æft eða keppt í: Æfði handbolta í nokkur ár áður en ég fór að æfa frjálsar.

Eftirminnilegasta keppnin þín og hvers vegna: Þegar ég lenti í 3. sæti í 200m á Smáþjóðarleikunum árið 2009

Áhugamál annað en íþróttir: Ég á mér voða lítið líf fyrir utan íþróttir, þegar ég er ekki á æfingu er ég oftast að læra um íþróttir og hreyfingu en þegar tími gefst til að gera eitthvað annað er það bara þetta venjulega, hanga í ísbúðinni, kaupa skó og hitta fólk sem í flestum tilvikum æfir íþróttir.

Uppáhalds leikari: Því miður er enginn í augnablikinu sem tekur þennan titil.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Grey's Anatomy, Burn notice, Keeping up with the Kardashians og bara þetta heitasta.

Uppáhalds tónlistarflytjandi: Þeir helstu eru Kings of Leon, Ensími og Blaz en annars klikkar X-ið ekki.

Uppáhalds matur og Drykkur: Humar og vatn eða sódavatn