Landsbankinn

atlas

Hreysti

Leiksport

Hagabakarí

World Class

Gáski

Nings

jako

Kristín Birna Ólafsdóttir

 

Nafn:  

Kristín Birna Ólafsdóttir

Gælunafn:

“iceland” “the machine” “the ice machine”

Þjálfari(ar):  

Michael LoBue, Þráinn Hafsteinsson

Í hvaða skóla ert þú, á hvaða braut  og á hvaða ári:

Ég er að útskrifast með B.A. í sálfræði í maí frá San Diego State University.

Uppáhalds fög í skóla:

Heilsusálfræði og vinnusálfræði

Á hvaða skóla stefnir þú í framhaldinu:

Það er óvíst eins og er. En ég stefni á meistaranám í lýðheilsufræði

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst 6 ára: 

Flugfreyja eða lögga

Í dag: 

Ef ég bara vissi!! Eithvað sem tengis heilsu og því að hjálpa fólki.

Hvaða tungumál talar þú:

Íslensku og ensku. Einhvern tíman lærði ég nú dönsku og frönsku en þarf meiri æfingu í þeim tungumálum J

Lífsmottó:

“Það sem ekki drepur þig, styrkir þig”. Hvað sem gerist, og hvernig sem lífið gengur, minni ég mig á hvað lífið er yndislegt, hvað ég er heppin að vera heilbrygð og að eiga yndislega að!

Hjátrú:

Engin. Ég trúi á mig og fólk í kringum mig.


Íþróttir:

Frjálsar íþróttir.

Ég hef reyndar gaman af því að fylgjast með flestum öðrum íþróttagreinum og þá helst fimleikum.

Hvenær byrjaðir þú í frjálsum:

Ég byrjaði þegar ég var 11 ára

Uppáhalds greinin þín:

Sjöþraut ;)

Aðal keppnisgreinar:

Sjöþraut (100m grind, hástökk, kúluvarp, 200m, langstökk, spjótkast, 800m) og

400m grind

Besti löglegi árangur þinn í þínum keppnisgreinum: 
Sjöþraut: 5402stig.

100mgrind: 13.96sek.

Hástökk: 1.65m.

Kúluvarp: 11.18m.

200m: 25.12sek.

Langstökk: 5.85m.

Spjótast: 37.51m.

800m: 2.13.7mín.
400m grind: 58.82sek.

Fyrirmynd:

Æj það er fullt af fólki sem ég virði mikið og vildi nefna hér. Helstu fyrirmyndir hafa verið mamma og pabbi, og þjálfarar sem ég hef haft í gegnum tíðina.


 

Uppáhalds íþróttamaður:

Roman Sebrle

Aðrar íþróttagreinar sem þú hefur æft eða keppt í:

Fótbolti og handbolti

Eftirminnilegasta keppnin þín og hvers vegna:

Svæðismeistaramótið 2006 þar sem ég jafnaði Íslandsmet mitt í sjöþraut og bætti mig í 100mgrind og 400mgrind. Ég keppti stanslaust í 4 daga í röð í mismunandi greinum (sjöþraut, þar á eftir í 100mgrind, langstökki, hástökki og 400mgrind).  Ég náði að gera allt þetta meidd á hné og ökkla. Þar sem ég var ótrúlega ákveðin, einbeitt, og viljug kláraði ég keppnina þrátt fyrir meiðsli og var í hugarástandi sem ég get ekki lýst. Þetta var eftirminnilegasta mótið mitt því það minnir mig á það hvað er mögulegt þegar viljinn er fyrir hendi.

Áhugamál annað en íþróttir:  

Síðan ég flutti til San Diego hef ég verið að leika mér á brimbretti af og til og það er æði!

Uppáhalds leikari:

Á engann uppáhalds leikara

Uppáhalds sjónvarpsþáttur:

Family Guy og How it´s Made

Uppáhalds tónlistarflytjandi:

Á engann einn uppáhalds tónlistarflytjanda.

Ég hlusta á allskonar tónlist, fer eftir skapi og stund.

Uppáhalds matur og Drykkur:

Maturinn hennar mömmu og vatn.

Annað:

Áfram ÍR!