Landsbankinn

atlas

Hreysti

Leiksport

Hagabakarí

World Class

Gáski

Nings

jako

Fréttir
29.1.2016 Bergþóra Eiðsdóttir

Verðlaunahátíð ÍR

Í kvöld föstudagskvöld 29. janúar kl. 20:00 verður árleg verðlaunahátíð ÍR haldin í ÍR-heimilinu.  Á hátíðinni verða heiðraðir bestu íþróttamenn allra deilda félagsins í karla og kvennaflokki árið 2015.  Úr þeim hópi hefur aðalstjórn félagsins valið íþróttakonu og íþróttakarl ÍR fyrir árið 2015 sem verða heiðruð við sama tækifæri.  Það verður því fjöldi afreksmanna ÍR sem fá verðskuldaðar viðurkenningar á hátíðinni fyrir frábæran árangur í íþróttasviðinu árið 2015. 

Allir ÍR-ingar velkomnir á hátíðina. 

7.12.2015 Bergþóra Eiðsdóttir

Æfingum aflýst í dag

Ágætu ÍR-ingar og aðstandendur 

Vegna slæmrar veðurspár og tilmæla  frá  lögreglu um að fólk sé ekki á ferðinni seinni partinn er öllum íþróttaæfingum á vegum ÍR aflýst í dag.

Gert er ráð fyrir að æfingar verði með eðlilegum hætti þriðjudaginn 8. desember. 

F.h. ÍR

Þráinn Hafsteinsson
Íþróttastjóri

7.10.2015 Bergþóra Eiðsdóttir

Skyndihjálparnámskeið ÍR

ÍR býður öllum þjálfurum sínum og starfsfólki á skyndihjálparnámskeið þriðjudagskvöldið 13. október í ÍR-heimilinu frá 19:30-22:30. Kennari verður Ólafur Ingi Grettisson slökkviliðsmaður sem fór á kostum á námskeiðinu í fyrra og kom efninu frá sér á skemmtilegan og áhugaverðan hátt.

Nýir þjálfarar ÍR sem hófu störf í haust og þeir sem ekki nýttu sér námskeiðið s.l. haust eru sérstaklega hvattir til að mæta. 

Umsjónarþjálfarar flokka eru vinsamlegast beðnir að koma boðum á aðstoðarþjálfara sína og hvetja þá til þátttöku.

Vinsamlega skráið ykkur til þátttöku á ir@ir.is

23.12.2014 Helgi Björnsson

Gleðileg jól

jolakort2014

15.12.2014 Disill Administrator

Fyrsta fimleikasýning ÍR-inga í þrjátíu ár

IMG_6296Í haust hófust fimleikaæfingar að nýju undir merkjum ÍR eftir rúmlega 30 ára hlé. Byrjað var á grunnuppbyggingu en þrjátíu 5-7 ára börn hafa æfta af kappi í allt haust undir stjórn Sigríðar Fanndal aðalþjálfara og íþróttafræðings og Katrínar Róbertsdóttur aðstoðaþjálfara....

18.8.2014 Margrét Héðinsdóttir

Fimleikar endurvaktir hjá ÍR

Þegar Íþróttafélag Reykjavíkur var stofnað árið 1907 voru fimleikar aðalgrein félagsins. Saga fimleikaiðkunar hjá ÍR stóð til árins 1983 þegar fimleikadeildin var lögð niður. Núna 31 ári seinna hefur verið tekin sú ákvörðun að endurvekja fimleika hjá félaginu og munu þeir fyrst um sinn verða fóstraðir í frjálsíþróttadeild félagsins. Þessar tvær íþróttagreinar áttu lengi samleið í ódeildaskiptu félaginu í upphafi síðustu aldar og vel við hæfi að svo verði einnig nú fyrst um sinn. 

Sigríður Ósk Fanndal íþróttafræðingur hefur verið ráðin yfirþjálfari fimleika hjá ÍR og fyrst um sinn verða í boði æfingar í tveimur aldursflokkurm. 6 og 7 ára flokkur og 5 ára og yngri börn. Æfingar verða einu sinni í viku fyrir leikskólabörnin en tvisvar í viku fyrir eldri hópinn.