Landsbankinn

atlas

Hreysti

Leiksport

Hagabakarí

World Class

Gáski

Nings

jako

Lesa frétt
21.8.2016

Bikarkeppni 15 ára og yngri, lið ÍR í 2. sæti 1 1/2 stigi á eftir HSK

Keppni er nú lokið í Bikarkeppni 15 ára og yngri sem fram fór á Laugardalsvelli í dag, 21. ágúst. Lið ÍR A hafnaðir í 2. sæti 1 1/2 stigi á eftir HSK A eftir harða og jafna keppni. ÍR A hlaut alls 184 stig á móti 185,5 stigum HSK A. Piltalið ÍR A sigraði lið HSK A með 2 stiga mun en stúlknalið HSK A sigraði stigakeppnina með 92,5 stig en lið ÍR A hlaut 89 stig. Bæði liðin hlutu jafn marga bikarmeistaratitla eða 4 talsins. Lið UFA/UMSE varð í 3. sæti með 161 stig og 5 bikarmeistaratitla.

Bikarmeistarar úr röðum ÍR-inga voru:

Ingvar Freyr Snorrason sem sigraði með yfirburðum í kringlukasti með 36.51m. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sem sigraði í 100m og 80m grindahlaupi. Í 100 m setti Guðbjörg Jóna mótsmet auk þess að bæta sinn besta árangur þegar hún hljóp á 12.33 sek í löglegum vindi. Í grindahlaupinu setti hún mótsmet 12.54 sek einnig í löglegum vindi. Ingibjörg Sigurðardóttir sigraði í 400m á 61.91 sek en það var gaman að sjá hversu margar stúlkur voru að bæta sinn besta árangur í 400m. 

Næst á dagskrá hjá þessum aldurshópi er meistaramót Íslands 15-22 ára sem haldið verður helgina 26. - 27. ágúst í Hafnarfirði, þangað mun lið ÍR mæta og ljúka keppnistímabilinu með glans.