Landsbankinn

atlas

Hreysti

Leiksport

Hagabakarí

World Class

Gáski

Nings

jako

Lesa frétt
28.8.2016

ÍR-ingar Íslandsmeistarar félagsliða í flokki 15 til 22 ár 13. árið í röð

Unglingar ÍR-inga í frjálsíþróttum láta ekki sitt eftir ligga. Þeir lönduðu Íslandsmeistaratitli félagsliða 13. árið í röð nú um helgina. ÍR liðið fékk samtals 368 stig en lið FH sem kom næst á eftir hlaut 217 stig. Guðbjörg Jóna lék sama leikinn og í gær og setti Íslandsmet í flokki 15-17 ára en nú var það í 200m hlaupinu. ÍR-ingar fengu samtals 34 gull á mótinu, 40 silfur og 33 brons. Fjölmargar persónulegar bætingar litu dagsins ljós og ÍR-ingar settu fjölmörg mótsmet.

Í flokki pilta 15 ára sigraði lið ÍR með 78 stig en lið UFA varð í öðru sæti með 27 stig. Í 16-17 ára flokki pilta urðu ÍR-ingar einig hlutskarpastir með 45 stig en lið FH varð í öðru sæti með 39 stig. Í flokki 18-19 ára pilta var hörku keppni og aðeins 4 stig skildu að lið ÍR sem varð í 5 sæti með 22 stig og lið FH sem sigraði með 26 stig. Í elsta flokknum, 20-22 ára varð ÍR liðið í öðru sæti með 29 stig en lið Breiðabliks sigraði með 49 stig.

Í stúlknaflokki 15 ára báru ÍR stúlkur höfuð og herðar yfir önnur lið. Þær fengu 75 stig en HSK/Selfoss sem varð í öðru sæti fékk 31 stig. 16-17 ára stúlkurnar báru einnig sigur úr bítum með 70 stig en lið FH varð í öðru sæti með 57 stig. Í 18-19 ára flokknum sigruðu ÍR stúlkur einnig. Þær hlutu 45 stig en UFA var í örðu sæti með 26 stig. ÍR átti fáa keppendur í flokki 20 til 22 ára stúlkna en þær höfnuðu í 6. sæti með 4 stig.

 

Þeir sem urðu Íslandsmeistarar í sinni grein á seinna degi mótsins eru:

S15 ára
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, 200m hlaup, 24,71 sek. sem er nýtt aldursflokkamet í flokki 15-17 ára ásamt því að vera mótsmet
Helga Margrét Haraldsdóttir, 80m grindahlaup, 12,29 sek.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, langstökk, 5,53m sem er mótsmet
Stella Kristjónsdóttir Sullca, stangarstökk, 2,70m

S16-17 ára
Dagbjört Lilja Magnúsdóttir, 800m hlaup, 2:33,49 mín.
Agnes Kristjánsdóttir, 3000m hlaup, 17:43,63 mín.

S18-19 ára
Thelma Lind Kristjánsdóttir, kringlukast, 44,54m sem er mótsmet 

P15 ára
Þorvaldur Tumi Baldursson, 200m hlaup, 24,94 sek.
Mikael Daníel Guðmarsson, 3000m hlaup, 14:49,07 mín. 

P16-17 ára
Árni Haukur Árnason, 110m grindahlaup, 15,77 sek. 
Axel Máni Steinarsson, stangarstökk, 2,80m
Andri Már Hannesson, 3000m hlaup, 9:56,90 mín. 

P20-22 ára
Guðni Valur Guðnason, kringlukast, 59,93m sem er mótsmet
Guðni Valur Guðnason, spjótkast, 55,11m

Við óskum öllum keppnendum ÍR og þjálfurum þeirra til hamingju með frábæra helgi.