Landsbankinn

atlas

Hreysti

Leiksport

Hagabakarí

World Class

Gáski

Nings

jako

Lesa frétt
2.10.2016

Fyrsti fundur vetrarins

Um helgina fór fram fyrsti fundur vetrarins með meistaraflokki. Fundurinn var á léttu nótunum þar sem Þorvaldur Þórsson (Olli grindahlaupsþjálfari) hélt frábæran fyrirlestur um ferðir hans upp á 100 hæstu tinda Íslands. Hann fór þessa 100 tinda á innan við einu ári sem telst til mikilla afreka. Hann tengdi reynslu sína á þessu ári við það sem íþróttafólk fer í gegnum á sínum íþróttaferli og tókst honum vel til með myndrænum og skemmtilegum fyrirlestri. Íþróttafólkið spreytti sig svo á ýmsum þrautum sem meistaraflokksráð hafði skipulagt og gekk hópunum misvel í þrautunum sem voru alveg ótengdar frjálsíþróttum, en keppnisfólkið gerði að sjálfsögðu sitt besta og hafði gaman af. Það er glæsilegur blandaður hópur af margreyndu íþróttafólki jafnt sem efnilegum óreyndari einstaklingum sem fara af stað inn í undirbúningstímabilið saman.