Landsbankinn

atlas

Hreysti

Leiksport

Hagabakarí

World Class

Gáski

Nings

jako

Aðstoð og námsvinna á mótsstað
Mót sem þetta gefur endalausa möguleika til samþættingar námsgreina. Þeir nemendur sem ekki vilja eða geta tekið þátt í keppninni geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Kennarar geta notað mótið sem innblástur í ýmis verkefni. Kennarar eru auðvitað bestir í að finna út úr þessu en okkur datt eftirfarandi í hug:

Aðstoð við framkvæmd mótsins felst til dæmis í eftirfarandi verkum
 • Skrifa niður árangur í keppni
 • Sjá um að áhöld og búnaður sé á sínum stað. Til dæmis rúlla kúlunni til baka, raka sandinn sléttan eftir stökk og fara með vestin af hlaupurunum til baka eftir hlaup.
 • Koma upplýsingum um árangur í keppninni til áhorfenda með því að setja hann upp á þar til gerð spjöld.
 • Aðstoða dómara eftir þörfum.
Námstengd verkefni á mótsstað
 • Taka myndir á mótsstað.
 • Vera íþróttafréttamaðurinn á staðnum og undirbúa fréttir af mótinu í Breiðholtsblaðið, skólablaðið eða sérstakt blað um mótið sem skólinn gæfi út og til að senda á dagblöðin.
Námstengd verkefni fyrir og eftir mótið
 • Íslenska / Samfélagsfræði / Tungumál
  Vinna fréttapistla um undirbúning mótsins og mótið í ýmsa fjölmiðla til dæmis Breiðholtsblaðið, skólablað, búa til sérstakt blað um mótið á öllum móðurmálstungumálum nemenda skólans (virkja innflytjendur). Mótið mætti nota sem ritgerðarefni með tengingu við sögu ÍR sem finna má á heimasíðu félagsins. Gera mætti dagskrá sem farið væri með á elliheimilin í hverfinu til dæmis fyrir jólin. Leikrit: skemmtileg uppákoma/atriði á árshátíð frá mótinu.
 • Stærðfræði / tölfræði
  Óendanlegir möguleikar í vinnslu úrslita; besta bætingin, hvaða skóli stökk lengst samtals, hvert var meðalkastið á mótinu o.s.frv. Öll úrslit frá mótunum má finna í mótaforriti Frjálsíþróttasambands Íslands.
 • List- og verkgreinar 
  Verðlaunagripi t.d. efnilegasti aðilinn, besti bekkur skólans. Vinna myndefni af mótinu; ljósmyndum, teikningar, saumar, smíðar, leirskúlptúr...
 • Heimilisfræði
  Næring fyrir mótið. Hvað er best að borða? Hverju brenndum við?
 • Líffræði
  Uppbygging mannslíkamans til að hreyfa sig. Hvað gerist þegar við hreyfum okkur ekki nóg? Er fólk með harðsperrur eftir mótið? Hver er munurinn á þeim sem fá harðsperrur og hinum sem ekki fá þær? Hvað eru harðsperrur? Skoða hvað vöðvarnir heita sem mest eru notaðir í hverri grein.
 • Lífsleikni
  Hér eru endalausir möguleikar til að fjalla um liðsheildina, hvatningu, að standa saman og þá staðreynd að allir eru mikilvægir.