Landsbankinn

atlas

Hreysti

Leiksport

Hagabakarí

World Class

Gáski

Nings

jako

Fyrirkomulag keppninnar
Keppendum er skipt upp í 7 hópa sem hefja keppni í kúluvarpi (2 hópar), langstökki (4 hópar) og 60m hlaupi (1 hópur). í þessum þrem greinum á sama tíma. Tímaseðill er unninn samkvæmt númerum nemenda þannig að auðvelt er að vita á hverjum tíma hvar hver á að vera að keppa. Um leið og keppni er lokið í þessum þrem greinum hefst keppni í 600m hlaupi. Boðhlaupin fara svo fram þegar keppni er lokið í öllum einstaklingsgreinunum. Nemendafjöldi í hverfinu er um 200 í hverjum árgangi og miðað við þann fjölda tekur þessi keppni 3 klst. Hver nemandi stekkur þrjú langstökk, kastar kúlunni þrisvar og hleypur 60m og 600m hlaup á þessum þrem tímum. Verðlaunaafhending fer fram strax að keppni lokinni.