Landsbankinn

atlas

Hreysti

Leiksport

Hagabakarí

World Class

Gáski

Nings

jako

Keppnisgreinar og reglur
Í 4. og 5. bekk er keppt eftir nýju kerfi alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Keppnin er liðakeppni þar sem liðin fara á milli þrauta. Árangur er skráður niður og skólarnir fá stig eftir því hvernig gengur að gera þrautirnar að teknu tilliti til nemendafjölda í árgangi. Það er því mikilvægt að allir taki þátt. Nánari upplýsingar um fjölþraut barna má finna hér á síðunni.

Í 6. og 7. bekk er um hefjðbundna frjálsíþróttakeppni að ræða. Keppt er í fjórum einstaklingsgreinum og boðhlaupi. Strákar keppa sér og stelpur sér. Dómarar í hverri grein útskýra keppnisreglur fyrir nemendum og leiðbeina þeim eftir þörfum á meðan á keppni stendur.

60 m hlaup
Hlaupið er í riðlum. Mest átta keppendur í hverjum riðli. Tímatakan er rafræn og tímarnir gilda. Ekki er hlaupið úrslitahlaup. Allir keppendur hlaupa í vestum sem eru mismunandi á litinn til að auðvelda greiningu á markmyndinni.
600m hlaup
Sextán keppendur í hverjum riðli og tíminn ræður úrslitum. Handvirk tímataka með strimilklukku.
Langstökk
Hver keppandi fær þrjú stökk og lengsta stökkið gildir.
Kúluvarp
Hver keppandi kastar þrisvar sinnum og aðeins lengsta kastið mælt.
5 x 60 m boðhlaup
Hver skóli sendir eina drengjasveit og eina stúlknasveit í boðhlaupið. Sveitirnar eru skipaðar fimm nemendum. Hlaupið er fram og til baka fimm spretti og boðhlaupskefli notað.

Síðast uppfært 11.8.2011