Landsbankinn

atlas

Hreysti

Leiksport

Hagabakarí

World Class

Gáski

Nings

jako

Starfsmannaþörf
Til þess að svona fjölmennt mót rúlli liðugt er nauðsynlegt að það sé vel mannað. Mikilvægt er að allir starfsmenn hafi tímaseðilinn og geti leiðbeint nemendum um hvert þeir eiga að fara þegar keppni lýkur í einni grein. Lágmarksmönnun er eftirfarandi
  • Kúluvarp (2 hringir) 2 reyndir dómarar ásamt 2 aðstoðarmönnum. Samtals 4 reyndir og 4 til aðstoðar.
  • Langstökk (4 gryfjur) 2 reyndir dómarar ásamt 2 aðstoðarmönnum. Samtals 8 reyndir og 8 til aðstoðar.
  • 60m hlaupið, ræsir, hlaupstjóri og 2 tímatökumenn ásamt 2 aðstoðarmönnum. Samtals 4 reyndir og 2 aðstoðarmenn
  • 600m hlaupið: ræsir, hlaupstjóri, tímatökumaður, hringateljari, 3 brautarverðir, ritari í markinu, 3 til að gera röð í markinu ef á þarf að halda. Samtals 8 reyndir.
  • Þulur og mótsstjóri ásamt 2 til 3 reyndum einstaklingum sem geta farið í hvað sem er og vita hvar allir eiga að vera hverju sinni.
  • Úrslitavinnsla unnin af þeim sem eru í tímatöku og svo bætast fleiri við eftir því sem greinarnar klárast.
  • Ljósmyndari ef mögulegt er
Lágmarksmönnun er því 20 reyndir fullorðnir einstaklingar, þar af 2 til 3 sem þekkja á allar greinar og eru vel að sér í mótahaldi sem þessu og að minnsta kosti 1 sem hefur góða skyndihjálpar-kunnáttu og 16 til aðstoðar sem koma úr hópi grunnskólanemenda. Fleira fólk þýðir bara auðveldari framkvæmd.