Landsbankinn

atlas

Hreysti

Leiksport

Hagabakarí

World Class

Gáski

Nings

jako

Saga Gamlárshlaups ÍR

Gamlárshlaup ÍR hefur farið fram árlega frá 1976. Hlaupaleiðin var nokkurn vegin sú sama í rúmlega 20 ár og var rás- og endamark við ÍR-húsið sem þá var við Túngötu. Hlaupinu var breytt í 10 km hlaup árið 1998 (var áður um 9,3 km) og fram til 2010 var rás- og endamarkið við Ráðhús Reykjavíkur. Síðan 2011 hefur núverandi braut verið hlaupin sem hefst og endar fyrir framan Hörpuna.

Fyrsta árið voru þátttakendur 10 en árið 1991 voru þátttakendur í fyrsta sinn fleiri en 100. Síðan hefur þátttakan aukist mikið og 2014 var metþátttaka þegar 1.236 hlauparar tóku þátt. Flestir bestu hlauparar landsins hafa tekið þátt í hlaupinu en á síðari árum hefur fjölgað mjög þeim hlaupurum sem ljúka árinu með því að skokka 10 km í góðum hópi án þess að vera að hugsa um að bæta sinn tíma, og þá gjarnan mætt í skrautlegum búningum og mynda hálfgerða festival stemmingu.

GIRtil2014