Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1916-1919

1916 - Kaldal kom, sá og sigraði

Keppendur í fyrsta Víðavangshlaupi ÍR að leggja af stað á Austurvelli árið 1916

Hundrað ár eru í dag frá því fyrsta Víðavangshlaupi ÍR var ætlað að fara fram. Í febrúar 1915 auglýsti félagið, að það myndi gangast fyrir hlaupi á sumardaginn fyrsta. Samtímis birtust greinar frá ÍR í bæjarblöðunum. Annars vegar þar sem gerð var grein fyrir hlaupum af þessu tagi og vinsældum í Englandi. Hinsvegar grein með leiðbeiningum um hvernig búa mætti sig sem best undir slíkt hlaup með æfingum.

Lesa meira >>

1917 - Hráslagalegur og úfinn á svip

Sjö keppendur af níu í fyrsta Víðavangshlaupi ÍR: (f.v.) Guðmundur Kr. Guðmundsson, Tómas Guðjónsson, Ottó B. Arnar, Ólafur Sveinsson, Jón Kaldal, sem sigraði bæði 1916 og 1917, Ágúst Ármann og Jón Þorkelsson.

Sumardagurinn fyrsti 1917 rann upp hráslagalegur og úfinn á svip. Bleytusnjór hafði fallið daginn áður og krapaelgur var því á öllum götum bæjarins. Loftið var drungalegt og grúfðu úrkomuský rétt yfir höfðum manna, en allstinn suðvestangola var og hélt hún úrfellinu uppi að mestu leyti.

Lesa meira >>

1918 - Fegursta veður og fjöldi manns viðstaddur

Ólafur Sveinsson tekur fram úr Bjarna Jónssyni rétt fyrir markið og vinnur Víðavangshlaup ÍR árið 1918.

Veðrið var hið ákjósanlegasta á fyrsta sumardegi eftir frostaveturinn mikla. Hægviðri og hæfilega hlýtt var í borginni og eigi alltof mikil bleyta á leið hlauparanna. Þessar aðstæður ýttu undir borgarbúa sem skunduðu ofan í bæ stórum straumum til að fylgjast með þriðja Víðavangshlaupi ÍR.

Lesa meira >>

1919 - Múgur og margmenni fylgdist með

Ólafur Sveinsson fyrstu annað árið í röð

Ólíkt síðustu árum, er keppendur voru fleiri, tóku ekki nema átta menn þátt í fjórða Víðavangshlaupi ÍR, árið 1919. Einn þeirra heltist úr lestinni á leiðinni og komu því sjö í mark. Þar sem ekki var um sveitakeppni að ræða og keppendur aðeins frá ÍR, kom ekki til þess, að verðlaunabikar Einars Péturssonar yrði afhentur, því hann var ekki einstökum mönnum ætlaður.

Lesa meira >>