Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1916

Kaldal kom, sá og sigraði

Hundrað ár eru í dag frá því fyrsta Víðavangshlaupi ÍR var ætlað að fara fram. Í febrúar 1915 auglýsti félagið, að það myndi gangast fyrir hlaupi á sumardaginn fyrsta. Samtímis birtust greinar frá ÍR í bæjarblöðunum. Annars vegar þar sem gerð var grein fyrir hlaupum af þessu tagi og vinsældum í Englandi. Hinsvegar grein með leiðbeiningum um hvernig búa mætti sig sem best undir slíkt hlaup með æfingum.

Keppendur í fyrsta Víðavangshlaupi ÍR að leggja af stað á Austurvelli árið 1916Frá nýári æfði félagið tvo fimm manna flokka, er þreyta áttu hlaupið ef einhver félög gæfu sig fram til að keppa. Þegar þátttökufresturinn var útrunninn hafði ekkert félag tilkynnt þátttöku. Eigi að síður ætlaði félagið að láta þá tvo flokka hlaupa, sem það hafði á að skipa, til þess að láta hlaupið ekki falla niður með öllu. En daginn sem hlaupið átti að fara fram, var svo mikil ófærð og illt veður í Reykjavík, að ómögulegt var að láta menn þreyta kapphlaup í slíku. Var hlaupið flautað af og verður það því ekki fyrr en á næsta ári, 2016, að öld verður liðin frá fyrsta hlaupinu.

Morgunblaðið vandaði íþróttafélögunum í borginni ekki kveðjurnar er það skýrði frá því að hlaupið hefði fallið niður vegna þátttökuleysis. „Er það meira en meðalskömm öllum þeim íþróttafélögum, sem eru hér í bæ. En vildu þau nú draga af sér slenið getur vel verið að kapphlaupið verði þreytt 17. júní í sumar,“ sagði blaðið. Ónóg var að bíða til 17. júní, biðin stóð í eitt ár, til 1916.

Þótt svona tækist til í fyrsta skifti, var samt ákveðið að hætta ekki við hlaupið að svo stöddu. Í október 1915 var að nýju auglýst, að víðavangshlaup færi fram fyrsta sumardag 1916. Til þess að þátttakan i hlaupinu yrði sem mest, var fengið leyfi hjá ÍSÍ, að allir skólar í Reykjavík mættu taka þátt í því, þó að slíkt væri ekki samkvæmt lögum sambandsins. En svo leið allur tíminn að engir flokkar gáfu sig heldur fram til þess að þreyta hlaupið 1916.

„Fálæti og áhugaleysi manna hér í bæ fyrir íþróttum, ríður ekki við einteyming. En maður trúir því ekki fyrr en í síðustu lög, að enginn skóli og ekkert félag hér, sem íþróttir iðkar, sé svo statt, að það geti sent einn fimm manna flokk til kapphlaups,“ sagði í Sumarblaðinu, sem ÍR gaf út sumardaginn fyrsta 1916. „ Þau félög hér í bænum, sem íþróttir iðka, ættu ekki að láta undir höfuð leggjast næsta ár, að taka þátt í hlaupi þessu,“ bætti blaðið við.

Eins og árið áður hafði ÍR æft tvo flokka, sem það ætlaði að láta hlaupa. Félagið hafði verið í miklum uppgangi og fjöldi félagsmanna vaxið. Ekki voru þar eingöngu upprennandi æskumenn, heldur einnig rosknir og ráðsettir borgrar. Starfaði ÍR einna ötullegast allra félaga í bænum, að sögn Morgunblaðsins, og færði út starfsemi sína. „Félagið hefir fengið breytt aldarandanum, svo nú eru margir farnir að sjá að maður verður seint svo gamall að hann megi vanrækja líkama sinn algerlega,“ sagði Morgunblaðið.

Víðavangshlaupið var svo háð fyrsta sinni á sumardaginn fyrsta, skírdag 1916, eins og til stóð. Var múgur manna umhverfis Austurvöll til þess að horfa á það. Einn keppenda var veikur, Einar Pétursson, og gat því eigi hlaupið. Var hlaupið því þreytt í fjögurra manna flokkum.

Fyrstur varð Jón Jónsson Kaldal, myndsmíðanemi, þá Ólafur Sveinsson, prentari, þá Ottó Bj. Arnar, símritari og síðan hver af öðrum. Múgurinn hreifst með og allir vildu komast í tæri við þá fyrstu. Er þeir voru komnir til marksins þyrptist fólk í veg fyrir hina sem á eftir komu og tafði þá mjög.

Sigurvegarinn, Jón Kaldal, tók fyrir tilviljun þátt í hlaupinu, hann var ekki í hópum þeim sem ÍR hafði æft fyrir hlaupið. Fékk hann að vera með á síðustu æfingu ÍR-inga og ekki varð aftur snúið. Var það upphafið að glæsilegum afreksferli og stórum sigrum í langhlaupum á erlendri grundu.


Grein Jóns í tilefni 25. Víðavangshlaups ÍR


Leiðbeiningar í Vísi


Úrslitin 1916