Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1917

Hráslagalegur og úfinn á svip

Sumardagurinn fyrsti 1917 rann upp hráslagalegur og úfinn á svip. Bleytusnjór hafði fallið daginn áður og krapaelgur var því á öllum götum bæjarins. Loftið var drungalegt og grúfðu úrkomuský rétt yfir höfðum manna, en allstinn suðvestangola var og hélt hún úrfellinu uppi að mestu leyti.

Sjö keppendur af níu í fyrsta Víðavangshlaupi ÍR: (f.v.) Guðmundur Kr. Guðmundsson, Tómas Guðjónsson, Ottó B. Arnar, Ólafur Sveinsson, Jón Kaldal, sem sigraði bæði 1916 og 1917, Ágúst Ármann og Jón Þorkelsson.Þannig heilsaði þá sumarið ærið úlfúðlega og væri betur að það yrði eigi allt svo, sagði í Morgunblaðinu á öðrum degi sumars, 20. apríl.

„En sumardagurinn fyrsti er þó, og verður alltaf uppáhaldsdagur okkar Íslendinga. Og við höfum ærna ástæðu til þess að fagna sumrinu, og svo mikið er eftir í okkur af sóldýrkunareðlinu, að við fórnum sólunni fyrsta degi sumarsins – vörpum frá okkur öllum áhyggjum og geymum alvarleg störf til morguns. Og fá tímamót eru þýðingarmeiri fyrir okkur heldur en þá er veturinn er liðinn og sumarið gengur í garð með ljós og yl. Auðvitað verður það þá mikið undir veðrinu komið hvernig við getum helgað daginn, og í gær var fátt hægt til gamans að gera.
Helsta skemtunin var víðavangshlaupið, sem Íþróttafélag Reykjavíkur hefir ákveðið að fram skuli fara hvern fyrsta sumardag. Tíminn er ekki heppilega valinn, og sást það best í gær. Undanfarna daga höfðu verið stormar og ill veður og hlaupagarparnir höfðu þess vegna ekki haft tækifæri til að æfa sig. Og svo var færið svo vont, að frágangssök mátti það heita að þreyta kapphlaup. Engin félög treystust til þess að taka þátt í hlaupinu önnur en ÍR, en úr því félagi kepptu 11 menn.“

Enn sem komið er höfðu einungis félagsmenn ÍR tekið þátt í Víðavangshlaupinu. Þessu vildi félagið breyta og hafði úti tilraunir í þá veru. Þannig fékk ÍR leyfi ÍSÍ til að skólarnir mættu taka þátt í hlaupinu. Var frá þessu greint í auglýsingu í Morgunblaðinu 9. desember 1916. „Er því hérmeð skorað á alla skóla að senda minst fimm manna flokk til hlaups þessa. Sömuleiðis er skorað á öll íþróttafélög að taka þátt í hlaupinu,“ sagði þar.

Í Sumarblaðinu, sem út kom fyrsta sumardag 1917, er að þessum vanda vikið. „Ennþá er ekki knattspyrnufélögum hér eða öðrum félögum vaxinn svo fiskur um hrygg, að þau geti tekið þátt í hlaupi þessu. Mest mun samt tómlæti manna valda því að engin er þátttaka félaga hér i bænum. Hér er lítið um áhuga og lítið um íþróttamenn. Vonandi fer nú að rætast úr þessu og menn fari að æfa sig meira að hlaupa en alment er gert nú, því óneitanlega væri gaman að sjá, þótt ekki væri nema nokkra tugi röskra drengja, taka þátt í næsta víðavangshlaupi, sem fer fram 1. sumardag að ári.“

Þrátt fyrir leiðinlegt veður varð úr hlaupinu. Skeiðið var nokkru lengra en í fyrra, eða um 3.900 metrar. Var það hringferð frá Austurvelli, suður Laufásveg að Hlíð, þar yfir garða og girðingar norður tún austan við Skólavörðuholtið og út á Laugaveg á móts við Gasstöðina. Þaðan var svo hlaupið sem leið lá niður á Austurvöll.

Eins og árið áður varð Jón Jónsson Kaldal fyrstur. Hlaupið þreyttu 10 ÍR-ingar en ekki voru aðrir keppendur en þeir. Reyndar var Kristján L. Gestsson KR-ingur en fékk enga félaga sína í lið með sér og varð að keppa fyrir ÍR því reglur voru þannig að menn urðu að vera í sveitum en máttu ekki keppa sem einstaklingar.

Gangfærið var slæmt og entust því sumir hlaupagarparnir miður en annars hefði verið. Rann Jón Kaldal það á 15 mínútum. Eins lítil og æfing Jóns Kaldal var í hlaupinu 1916 þá var hún þeim mun meiri og betri árið eftir, enda tími gefist til æfinga. Gerði hann þær að reglu eftir fyrsta hlaupið. Því var munurinn sá er sumardagurinn fyrsti 1917 rann upp, að Jón var vel æfður. Þurfti hann ekki að beita kænsku á lokakaflanum eins og árið áður þar sem hann sagði fljótt skilið við keppinautana og kom langfyrstur í mark á 15 mínútum sléttum.

„Þegar svo næsta víðavangshlaup fór fram var ég betur undir það búinn. Í því hlaupi lögðum við af stað frá Austurvelli, hlupum upp Bókhlöðustíginn og suður Laufásveg, suður fyrir Hafnarsmiðjuna sem þar var syðst. Þar var síðan beygt og haldið yfir Norðurmýrina í áttina að Gasstöðinni. Þarna var ekkert hús nálægt, en slæmir skurðir, sem við urðum að hoppa yfir, enda þótt þeir væru fullir af vatni. Meðfram sumum skurðunum voru gaddavírsgirðingar, svo að þetta var hálfgert torfæruhlaup á köflum.
Á túnunum þarna á milli skurðanna komst ég á undan félögum mínum og hélt forystunni alla leið í mark, töluvert langt á undan næsta manni. Ekki man ég þó tímann. Þetta hlaup endaði fyrir framan verslun Haraldar Árnasonar, en þar var mikill fjöldi fólks saman kominn.“ (Jón Kaldal í viðtali í bókinni Fram til orrustu).

Sáu ekki sólina


Fá gjaldið til baka


Sköruðu fram úr


Önnur sveit vann


Úrslitin 1917