Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1918

Fegursta veður og fjöldi manns viðstaddur

Veðrið var hið ákjósanlegasta á fyrsta sumardegi eftir frostaveturinn mikla. Hægviðri og hæfilega hlýtt var í borginni og eigi alltof mikil bleyta á leið hlauparanna. Þessar aðstæður ýttu undir borgarbúa sem skunduðu ofan í bæ stórum straumum til að fylgjast með þriðja Víðavangshlaupi ÍR.

Það mátti heita ágæt þátttaka í hlaupinu, því að f jórtán menn gáfu sig fram. Í fyrra voru þeir ekki nema tíu og þótti þó vel að verið. En fjórir forfölluðust á síðustu stundu svo í mark komu 10 hlauparar, sem og í fyrra.

Ólafur Sveinsson tekur fram úr Bjarna Jónssyni rétt fyrir markið og vinnur Víðavangshlaup ÍR árið 1918.Hlaupið hófst frá Austurvelli kl. 2 síðdegis að viðstöddu fjölmenni. Runnu keppendur þaðan suður Laufásveg, inn undir Öskjuhlíð og þaðan þvert í norður yfir vegleysur og torfærur niður á Laugaveg gegnt gasstöðinni. Þaðan lá svo leiðin niður Laugaveg og léttu keppendur eigi fyrr á hlaupunum en í miðju Austurstræti, við hús Nathan & Olsen.

Gísli Sigurðsson hélt forystu rúmlegan fyrri helming hlaupsins. Þá tók Bjarni Jónsson við af honum og var fyrstur að Íslandsbanka. Þar spretti Ólafur Sveinsson prentari fram úr og kom fyrstur að markinu eftir 15 mínútna og 50 sekúnda kapphlaup. Hlaut hann fyrstu verðlaun, gullpening. Annar varð Bjarni Jónsson beykir og þriðji Sigurjón Eiríksson verslunarmaður en þeir hlutu báðir silfurpening fyrir annað og þriðja sæti.

Í röð á eftir þeim þremur fræknustu komu Þorgeir Halldórsson verslunarmaður, Gísli Sigurðsson rakari, Jón Arnórsson rakari, Þórarinn Arnórsson skrifari, Ágúst Ármannsson verslunarmaður, Kristján Gestsson verslunarmaður og Einar K. R. Einarsson, múrari, sem lauk hlaupi á 16:45 mínútum, eða 55 sekúndum á eftir Ólafi.

Var síðasti spretturinn góður hjá flestum hlaupurunum sem sýndi að þeir voru vel æfðir. Eins og undanfarin ár vann II-sveitin hlaupið með 21 stigi á móti 34 stigum I-sveitarinnar.

Í umfjöllun um Víðavangshlaupið sagði Morgunblaðið það vera að mörgu leyti heppilegt að binda íþróttakappleika við vissa daga, „og þá auðvitað helst einhverja tyllidaga, því að það er bezt bæði keppendum og áhorfendum. Og af öllum tyllidögum virðist sumardagurinn fyrsti best til þess fallinn að við hann sé eitthvert íslenskt íþróttamót bundið, þar sem hann er alíslenskur helgidagur. ÍR hefir nú helgað deginum þá íþrótt, sem hér er tiltölulega ný, en það er víðavangshlaupið.“

Endaspretturinn gerði útslagið


Styrkjandi íþrótt


Æfði vel og mikið


Úrslitin 1918