Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1919

Múgur og margmenni fylgdist með

Ólíkt síðustu árum, er keppendur voru fleiri, tóku ekki nema átta menn þátt í fjórða Víðavangshlaupi ÍR, árið 1919. Einn þeirra heltist úr lestinni á leiðinni og komu því sjö í mark. Þar sem ekki var um sveitakeppni að ræða og keppendur aðeins frá ÍR, kom ekki til þess, að verðlaunabikar Einars Péturssonar yrði afhentur, því hann var ekki einstökum mönnum ætlaður.

Ólafur Sveinsson fyrstu annað árið í röðVeður var hið ákjósanlegasta og fór hlaupið vel og reglulega fram í besta sumarveðri. Var múgur og margmenni samankomið til þess að horfa á og fylgjast með því. Óslitin röð var af fólki beggja megin akbrautarinnar – og úti á henni líka – frá því vestarlega á Austurstræti og langt upp eftir Bankastræti. Og þegar fyrsti hlauparinn kom niður í Bakarabrekkuna, glumdu við fagnaðarópin frá ungum og gömlum. Má segja að sumardagurinn hafi staðið undir nafni, veður hið besta, en næsta dag var kominn norðan rosi með miklu frosti um allt land er hélst í þrjá daga.

Skeiðið var 4 kílómetrar - sami vegur og í fyrra. Fljótastur allra hlauparanna varð Ólafur Sveinsson prentari, sem rann hann skeiðið á 14 mín. 27 sek. Var hann því hlaupagikkur Íslands fram að næsta víðavangshlaupi. Hafði hann yfirburði því næsti maður, Þorgeir Halldórsson bryti, varð annar á 14 mín. 36 sek. Hann var aðeins 18 ára, hljóp léttilega og þótti harður á brúnina pilturinn sá og sérlega efnilegur hlaupari.

Konráð Kristjánsson fimleikakennari varð svo þriðji á 14 mín. 59 sek. Í næstu sætum urðu síðan Björn Ólafsson á 15 mín. 4 sek. Kristján Jónsson á 15 mín. 17 sek. Þórður Kjartansson á 15 mín. 36 sek. og Sigurjón Eiríksson á 15 mín. 36,1 sek. Áttundi maðurinn, Sigurjón Guðnason, náði sem fyrr segir ekki að marki, varð fyrir áfalli á leiðinni.

Ólafur varð einnig hlutskarpastur í fyrra og hljóp þá á 15 mín. 50 sek. Framförin var því afar mikil. Og í þetta sinn hafði hann orðið talsvert fljótari en Jón Jónsson [Kaldal], sem fljótastur varð 1917, og rann þetta skeið þá á 15 mín. Var og vegalengdin um 200 metrum lengri en þá og um 100 metrum lengri en í fyrra, sem munar talsverðu. Þá munu girðingar hafa nú verið orðnar fleiri á leiðinni en áður. Aftur á móti nutu keppendur þess, að færið var mun betra og þeim hagstæðara í ár en í fyrra.

Þorgeir Halldórsson var fjórði maður í fyrra á 16 mín. 10 sek., en nú annar. Björn Ólafsson var 3. maður í hlaupinu 1917 og hljóp þá skeiðið á 15 mín. 30 sek. Í fyrra hljóp hann ekki. Sigurjón Eiríksson var 3. maður í fyrra á 15 mín. 58 sek. Framför er því augljós hjá öllum, en mest hjá þeim Ólafi, eða 1 mín. 23 sek. og Þorgeiri, 1 mín. 34 sek. En æfingar höfðu líka verið stundaðar af meira kappi en áður og voru byrjaðar í febrúarmánuði.

„Verðlaunapeninga fengu þrír fyrstu mennirnir og verður ekki annað sagt, en að þeir hafi unnið vel fyrir þeim. Er það fullyrt af fróðum mönnum, að erlendir hlauparar séu ekki mikið snarpari á sprettinum,“ sagði Vísir í umfjöllun um hlaupið.

Og blaðið sparaði ekki lofið á sigurvegarann. „Fjöldi manna horfði á upphaf og endir hlaupsins og fagnaði vel hlaupurunum, þegar þeir komu aftur niður „Bakarabrekkuna“ og dáðust einkum að því, hve fallega Ólafur Sveinsson hljóp. Það var nú einmitt hann, sem átti að vera þarna í broddi fylkingar.

Gaf vandaðan silfurbikar


Kappið eigi minna en í fyrra


Innsöfnunarbaukar


Æskulýðurinn verði ekki gamall fyrir tímann


Kveið hlaupinu


Kaffi og súkkulaði


Smalar gætu reynt fráleik sinn


Eigi sama hvernig hlaupið er


Úrslitin 1919