Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1920-1929

1920 - Mátti ekki í milli sjá hver sigra mundi

Keppendur í fimmta Víðavangshlaupi ÍR, árið 1920, á rásmarki á Austurvelli. Svo sem sjá má var buxnatískan þá svipuð og nú.

Víðavangshlaupið var sú skemtun sem Reykvíkingar gáfu mestan gaum sumardaginn fyrsta 1920. Það var sumarlegt að þessu sinni og sólskin og blíða lokkaði fjölda fólks niður að Austurvelli. Þá höfðu þúsundir manna skipað sér tveim megin Bankastrætis og Austurstrætis til að horfa á keppendur þegar þeir komu af hlaupinu. Færðin á skeiðinu var þó ekki hin ákjósanlegasta, sem sjá mátti á hlaupurunum, er þeir komu að marki, forugir upp á herðar.

Lesa meira >>

1921 - Slæm færð vegna snjókomu

Jörð var snævi þakin fyrsta sumardag 1921 en hér leggja keppendur af stað við Austurvöll.

Óskemmtileg sjón blasti við keppendum í sjötta Víðavangshlaupi ÍR er þeir vöknuðu að morgni sumardagsins fyrsta 1921. Snjóað hafði um nóttina og eins og fannhvít sæng hafði verið breidd yfir allt. Reyndist færðin í hlaupinu því ekki góð.

Til keppni höfðu 35 þátttakendur gefið sig fram, eða fleiri en nokkru sinni áður. Sex gengu úr skaftinu á síðustu stundu, þar á meðal sigurvegarinn frá í fyrra, Þorgils frá Valdastöðum. Voru því 29 á ráslínunni er Andreas J. Bertelsson, stofnandi ÍR, ræsti keppendur af stað á Austurvelli. Aðstæður áttu sinn þátt í að tveir þeirra komu ekki að marki svo alls luku 27 hlaupinu.

Lesa meira >>

1922 - Fjórir fyrstu undir metinu

Hlaupið 1922 auglýst í Morgunblaðinu 6. apríl

Svo sem áður er um fjallað í frásögn af fimmta Víðavangshlaupi ÍR útvegaði Íþróttafélag Reykjavíkur leyfi til þess að ungmennafélögin Afturelding í Lágafellssókn og Drengur í Kjós (AD) mættu keppa saman sem eitt félag í hlaupinu 1920. Stjórn ÍSÍ leyfði þessa undanþágu frá reglum sínum til að efla hlaupið sem íþróttaviðburð.

Lesa meira >>

1923 - Þriðji sigur Guðjóns í röð

Erfitt gat verið fyrir keppendur að komast að marki þar sem áhorfendur áttu til að þrengja um of að þeim.

Víðavangshlaupið 1923 fór fram í besta veðri og að viðstöddu miklu fjölmenni í bænum. Vegna þrengsla sem vildu jafnan verða við markið hjá Ísafoldarprentsmiðjunni í Austurstræti bentu blöðin fólki á að vera á Lækjartorgi og meðfram Bankastræti ef það vildi sjá vel til hlauparanna.

Lesa meira >>

1924 - „Skrítinn“ sigur í tvísýnni sveitakeppni

Auglýsing í Vísi daginn fyrir hlaup 1924

Minnstu munaði að Reykvíkingum tækist ætlunarverk sitt. Einstaklega jafnri keppni um sigur í sveitakeppni hlaupsins lauk hins vegar með ein stigs sigri ÍK. Var sigur Kjósverja eiginlega að þakka sjötta manni þeirra, Guðjóni Ólafssyni. Renndi hann sér á síðustu tveimur til þremur skrefunum fram fyrir Sigurjón Jörundsson KR-ing og fékk því sjálfur lægri raðtölu. Gaf hann með þessu félagi sínu hreinan sigur. Má því segja, að í þessu hlaupi hafi komið skýrt í ljós, að einnig varamenn einhvers félags geta haft veruleg áhrif á úrslitin með því að renna sem flestum keppendum annarra félaga aftur fyrir sig.

Lesa meira >>

1925 - Heilsað með miklum fögnuði

Geir Gígja varð að lúta í lægra haldi fyrir Hallgrími Jónssyni Skaftfelling 1925 en sigraði síðan þrjú næstu árin.

Sumardagurinn fyrsti árið 1925 rann upp bjartur og heiður, en ekki að sama skapi hlýr. Stóð norðan kaldi utan af Flóanum og gerði svalt í bænum. En Reykvíkingar fögnuðu sumri engu síður með blaktandi fána á hverri stöng og óvenjulega mikilli umferð og fjöri í bænum. Þá spilti ekki fyrir, að víðavangshlaupararnir voru á ferðinni á þeim slóðum, sem umferðin var mest.

Á Austurvell var fyrir mikill fjöldi manna er hlaupararnir komu inn á völlinn til keppni í 10. Víðavangshlaupi ÍR. Keppendur voru skráðir 26, 6 frá Glímufélaginu Ármann (Á), 6 frá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur (KR) og 14 frá Íþróttafélagi Kjósarsýslu (ÍK). Sex þeirra vantaði á rásmarkið, allir úr ÍK, en þeir sem mættu komu allir að marki og voru lítið þrekaðir að því er séð varð. Var þeim heilsað með miklum fögnuði af áhorfendum, sagði Morgunblaðið.

Lesa meira >>

1926 - Túnin nokkuð þur og sæmileg yfirferðar

Hlaupið 1926 var kyrfilega auglýst í blöðum bæjarins. Þessi auglýsing birtist í Morgunblaðinu tæpum tveimur mánuðum fyrir hlaup, eða 28. febrúar.

Þegar tíu ár voru liðin frá því Víðavangshlaup ÍR fór fyrst fram var ljóst, að það hafði öðlast mikilla vinsælda og var tvímælalaust einn stærsti íþróttaviðburður ársins. Mannfjöldi streymdi í miðborgina til að fylgjast með. Ellefta hlaupið var þar engin undantekning því mergð áhorfenda fylgdist af mikilli athygli með för hlauparanna þar sem því varð við komið.

Lesa meira >>

1927 - KR-ingar vinna þrefalt

Keppendur KR (f.v.) Helgi Tryggvason, Magnús Guðbjörnsson, Jón Þórðarson, Geir Gígja, Helgi Guðmundsson, Þorsteinn Jósepsson, Sigurður Ólafsson og Sigurður Jafetsson.

Oft höfðu ÍR-ingar rætt það sín á meðal, að gaman mundi vera að leggja hlaupaleið Víðavangshlaupsins þannig, að helst allir áhorfendurnir gætu séð til keppendanna alla leið. Því var gerð tilraun með þetta 1927, í tólfta hlaupinu, og var nýju leiðinni rækilega lýst í leikskrá.

Var breytingin og líka gerð vegna þess að síðustu árin á undan höfðu hlauparar orðið fyrir áföllum og ekki notið sín nálægt markinu sökum þrengsla og troðnings hjá mannfjöldanum sem safnaðist þar saman.

Lesa meira >>

1928 - Tveir Danir tóku þátt

Geir Gígja kemur í mark 1928.

Sá sögulegi atburður átti sér stað í 14. Víðavangshlaupi ÍR, árið 1928, að tveir Danir tóku þátt í hlaupinu, Martin Frederiksen og William Aagesen. Kepptu þeir undir merkjum Glímufélagsins Ármanns.

Eigi ógnuðu þeir öðrum hlaupurum því annar þeirra varð langseinastur en hinn kom ekki að marki. Sá bar númerið 13 en tæpast hefur það verið orsök þess að hann gafst upp á leiðinni.

Fyrstur á milli marka í hlaupinu í fjórða sinn varð Geir Kristjánsson Gígja kennari og náttúrufræðingur á 13:03,0 mínútum. Var það aðeins þremur sekúndum lakari tími en brautarmet Guðjóns Júlíussonar. Í næstu tveimur sætum urðu félagar Geirs úr KR, Jón Þórðarson um 80 metrum eftir á 13:17,4 og Þorsteinn Jósefsson þriðji á 13:26,0 mín. Allt þekktir hlaupagarpar sem áður höfðu hlotið verðlaun í víðavangshlaupinu.

Lesa meira >>

1929 - KR vinnur glæsilegan sigur

KR-ingar áttu sex fyrstu menn í mark í Víðavangshlaupi ÍR 1929. Keppendur þeirra voru: f.v. sitjandi: Ásmundur Vilhjálmsson, Þosteinn Jósepsson, Jón Þórðarson og Jakob Sigurðsson. Standandi f.v.: Haraldur Matthíasson, Ingimundur Eyjólfsson, Haukur Einarsson, Thor Cortes, Magnús Guðbjörnsson og Einar Einarsson.

„Á sumardaginn fyrsta var víðavangshlaupið háð að vanda í Reykjavík, en dofnir fara nú að gerast fætur ungra manna hér um slóðir, ef ályktanir skal draga af því, að aðeins eitt félag gat sent fullskipaðar sveitir á þetta mót. Þetta félag var KR, en hin félögin voru ÍR og UMF Afturelding.“

Lesa meira >>