Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1920

Mátti ekki í milli sjá hver sigra mundi

Víðavangshlaupið var sú skemtun sem Reykvíkingar gáfu mestan gaum sumardaginn fyrsta 1920. Það var sumarlegt að þessu sinni og sólskin og blíða lokkaði fjölda fólks niður að Austurvelli. Þá höfðu þúsundir manna skipað sér tveim megin Bankastrætis og Austurstrætis til að horfa á keppendur þegar þeir komu af hlaupinu. Færðin á skeiðinu var þó ekki hin ákjósanlegasta, sem sjá mátti á hlaupurunum, er þeir komu að marki, forugir upp á herðar.

Keppendur í fimmta Víðavangshlaupi ÍR, árið 1920, á rásmarki á Austurvelli. Svo sem sjá má var buxnatískan þá svipuð og nú.Þátttakan í þessu hlaupi var meiri en verið hefir nokkurntíma áður. Hlupu 23 menn skeiðið og allir komust í mark, þó misjafnlega væru þeir á sig komnir þegar þangað kom. Þrjú félög sendu sveitir í hlaupið, ÍR, Ármann og AD, sameiginlegt keppnislið ungmennafélaganna í Kjósarsýslu, Aftureldingar og Drengs, sem mættu fyrir beiðni stjórnar ÍR.

Leiðin var nákvæmlega sú sama og í fyrra, en þó var ekki hægt að bera saman úrslit þessa árs og hins því færðin var aldrei nákvæmlega eins.

Vegalengdin var nálægt 4 kílómetrar og var hlaupin í fyrra á 14 mín. 27 sek. og hafði aldrei verið hlaupin á svo skömmum tíma áður. Nú runnu tveir menn skeiðið á mun styttri tíma. Og mátti að öllu samanlögðu telja úrslit kapphlaupsins þau bestu er verið höfðu í fimm ára sögu þess.

Metið nýja var 14 mín. 15 sek. og setti það Þorgils Guðmundsson, 24 ára hlaupari frá Valdastöðum í Kjós. Hljóp hann af sér 22 menn og þar þótti á ferð mikið íþróttamannsefni. Annars var kapp fráustu hlauparanna mikið og mátti ekki í milli sjá hver sigra mundi fyrr en komið var að skeiðsenda.

Hlaupararnir héldu vel hópinn suður allan Laufásveg, en er þeir komu á túnin fór hópurinn að dreifast. Voru þar ótal hindranir, til dæmis 2 grjótgarðar, 5 skurðir, 3 gaddavírsgirðingar og 4 girðingar aðrar með sléttum vír.

Ingimar Jónsson, bakari í Reykjavík, réði ferðinni. Hann var fyrstur mestan hluta skeiðsins, en Konráð Kristjánsson frá Litlu-Tjörnum í Ljósavatnsskarði næstur, en hann varð þriðji í fyrra. Þegar þeir komu í Bankastræti fór Konráð fram úr Ingimar og varð síðan fyrstur að Landsbankanum. En þá kom Þorgils til sögunnar, sem hafði haldið sig í miðjum hópnum, og fór fram úr Konráði rétt við endamörkin. Var síðasti spretturinn hraður og mjótt á munum.

Minnstu munaði að Konráð yrði fyrstur nú. Var Þorgils á eftir honum þangað til á síðasta augnabliki, að hann vatt sér fram fyrir hann og náði marki tveimur sekúndubrotum á undan. Geymdi Þorgils, eins og vera ber, nokkuð af orku sinni til hins síðasta, og neytti hennar á síðustu föðmunum að marki. Konráð mun hafa haldið sig öruggan og virtist fremur lina á sprettinum á síðustu metrunum. Hefði honum eflaust verið gefið að sigra, hefði hann gáð sín.

Ingimar varð svo þriðji, örstutt á undan fjórða manni, Magnúsi Árnasyni Blöndal frá Grjóteyri í Kjós. Þess má geta um Ingimar að hann varð veikur á Laugavegi og gat ekki beitt sér úr því. Þá tafðist Einar Magnússon stórum við að fannarspöng í skurði á túnunum milli Eskihlíðar og Gasstöðvarinnar brast undan honum og féll hann í skurðinn.

Þegar gert var út um hlaupið, kom það upp úr kafinu, að ungmennafélögin höfðu sigrað. Drengur og Afturelding hlaut 37 stig, ÍR 40 og Ármann 47. Að launum hlutu þau „Víðavangshlaupabikarinn“ gefinn í fyrra af Einari Péturssyni kaupmanni, til verðlauna því félagi, sem best ætti hlauparana. Var hann ekki afhentur í fyrra vegna þess að þá tók aðeins eitt félag þátt í víðavangshlaupinu, ÍR. Auk bikarsins hlutu þrír fyrstu menn í mark heiðurspening, sem Einar gaf sömuleiðis.

Eftirtektavert þótti, að aldrei hafði náðst eins góður hraði í hlaupinu. Skeiðið var í fyrra runnið af Ólafi Sveinssyni á 14 mín. og 27 sek. Þótti það hvöt fyrir reykvíska íþróttamenn, að herða sig meira en þeir gerðu við íþróttaiðkanir, að tveir fyrstu hlaupararnir voru sveitamenn. Því var spáð, að þessi ósigur reykvískra íþróttamanna yrði til þess að hvetja þá til starfa, en ekki yrði sigur ungmennafélaganna síður til að hvetja þeirra menn til þess að halda því, sem unnið var. Þegar kappið væri komið, gengi allt betur. Þá mátti það merkilegt heita, að knattspyrnumenn skyldu ekki taka þátt í þessu hlaupi, þar sem það var vitanlegt, að besti stuðningur þeirrar íþróttar væru hlaup. Á þessu átti eftir að verða breyting strax árið eftir.

Veri ekki til trafala


Merkilegasta hlaupið?


Íþróttahróður í húfi


Æðarslögin mæld


Kveið hlaupinu


Hugulsemi borgarstjórans


Leiðarlýsing í leikskrá


Bæjarbúum að skapi


Úrslitin 1920


Leikskrá