Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1921

Slæm færð vegna snjókomu

Jörð var snævi þakin fyrsta sumardag 1921 en hér leggja keppendur af stað við Austurvöll.Óskemmtileg sjón blasti við keppendum í sjötta Víðavangshlaupi ÍR er þeir vöknuðu að morgni sumardagsins fyrsta 1921. Snjóað hafði um nóttina og eins og fannhvít sæng hafði verið breidd yfir allt. Reyndist færðin í hlaupinu því ekki góð.

Til keppni höfðu 35 þátttakendur gefið sig fram, eða fleiri en nokkru sinni áður. Sex gengu úr skaftinu á síðustu stundu, þar á meðal sigurvegarinn frá í fyrra, Þorgils frá Valdastöðum. Voru því 29 á ráslínunni er Andreas J. Bertelsson, stofnandi ÍR, ræsti keppendur af stað á Austurvelli. Aðstæður áttu sinn þátt í að tveir þeirra komu ekki að marki svo alls luku 27 hlaupinu.

Keppendur bíða rásmerkis fyrir framan Alþingishúsið við upphaf hlaupsins 1921. Fram til þátttöku höfðu gefið sig Glímufélagið Ármann, Íþróttafélag Reykjavíkur, Knattspyrnufélag Reykjavíkur og Ungmennafél. Drengur í Kjós og Afturelding í Mosfellssveit. Þetta var í fyrsta skifti sem knattspyrnufélag sendi keppendur á víðavangshlaup ÍR. Þótti það vel farið og hinum til eftirbreytni, að það var elsta knattspyrnufélagið sem reið á vaðið, KR.

Sjötta Víðavangshlaup ÍR var fyrsta frjálsíþróttakeppnin sem KR tók þátt í. Fram til þess tíma hafði félagið aðeins lagt stund á knattspyrnu. Aðalhvatamaður að því, að KR tók þátt í hlaupinu og upphafsmaður að frjálsíþróttum í félaginu, Kristján L. Gestsson. Hvatti hann þá félaga sína til að einskorða sig ekki við knattspyrnu, heldur ætti félagið að starfa á víðtækari grundvelli. Við vertíðarlok fótboltans haustið 1920 byrjuðu hlaupaæfingar undir hans stjórn. Gáfu sig fram nær 30 menn til slíkra æfinga og fóru þær fram á hverjum sunnudagsmorgni allan veturinn.

Fremstu menn komnir upp á og hlaupa suður Laufásveg skömmu eftir startiðKR vann þó engan stórsigur í Víðavangshlaupinu 1921. Fyrsti maður félagsins varð 13. (af 29 keppendum). Á næsta aldarfjórðungi vann KR Víðavangshlaupið hins vegar oftast allra félaga eða 14 sinnum. Frjálsíþróttadeild KR minntist þessa merka atburðar í sögu félagsins með hófi í VR fyrsta sumardag 1946, þegar 25 ár voru liðin frá þessari fyrstu frjálsíþróttakeppni félagsins.

Múgur og margmenni var saman komið til þess að horfa á hlaupið og var að sjá mikinn áhuga meðal áhorfenda fyrir hlaupinu. Spurningin sem heitast brann á vörum þeirra var hvaða félag myndi sigur bera af hólmi.

Sigursveit Aftureldingar og Drengs í Víðavangshlaupi ÍR 1921. Á myndinni standa f.v. (keppnisnúmer viðkomandi í sviga)  Jón Jónsson frá Varmadal (31), Elendínus Guðbrandsson (29), Magnús Eiríksson (9) og Axel Grímsson (4). Fyrir framan sitja Þorvarður Guðbrandsson (26) Guðjón Júlíusson (35) og Ágúst Jónsson (17).Fyrstur varð að markinu Guðjón Júlíusson frá Reynisvatni. Hljóp hann vegalengdina, um fjóra km, á 14 mín 5,2 sek. og betri tími hafði ekki náðst. Að vísu var leiðin þó heldur styttri en í fyrra, eða 10 til 15 metrar.

Flokkur ungmennafélaganna „Afturelding“ og „Drengur“ vann sveitakeppnina eins og í fyrra og hafa því Reykvíkingar aftur borið skarðan hlut frá borði fyrir Kjósarmönnum og Mosfellssveitar. Verður bikarinn eign félaganna ef þau vinna hann næsta ár. „Mega Reykvíkingar því vera varir um sig,“ sagði Morgunblaðið í umfjöllun sinni um hlaupið og leist ekki á frammistöðu reykvísku hlauparanna. Hlaut sveit DA 37 stig, ÍR 40 og Ármann 47. B-sveit Ármanns fékk 93 stig.

 


Ætla stöðva aðkomumenn


KR ríður á vaðið


Selja blað og leikskrá


Úrslitin 1921


Leikskrá