Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1922

Fjórir fyrstu undir metinu

Hlaupið 1922 auglýst í Morgunblaðinu 6. aprílSvo sem áður er um fjallað í frásögn af fimmta Víðavangshlaupi ÍR útvegaði Íþróttafélag Reykjavíkur leyfi til þess að ungmennafélögin Afturelding í Lágafellssókn og Drengur í Kjós (AD) mættu keppa saman sem eitt félag í hlaupinu 1920. Stjórn ÍSÍ leyfði þessa undanþágu frá reglum sínum til að efla hlaupið sem íþróttaviðburð.

En ímugust höfðu einhverjir á þessu. Virtist svo sem Reykjavíkurfélögunum hafi farið að finnast sveitafélögin vera nokkuð sterk. Og víst er að tilraunir voru gerðar til þess að fá stjórn ÍSÍ til að fella niður þessa undanþáguheimild. Virtist einnig sem hún hafi hallast að því að gera það, þar sem undanþágan hafi ekki átt að gilda árum saman. En talsmenn AD sýndu fram á, að óréttlátt væri að leyfa ekki félögunum að verja handhafarétt sinn á verðlaunagrip þeim sem þeim hefði verið með undanþágunni veittur réttur til að keppa um. Á móti þessu varð ekki mælt og því slegið föstu, að undanþágan gilti þar til að AD annað hvort mistu verðlaunagripinn eða ynnu hann til eignar.

Þrátt fyrir leiðindaveður í Reykjavík á fyrsta degi sumars 1922 voru þátttakendur í sjöunda Víðavangshlaupi ÍR fleiri en nokkru sinni áður, eða 38. Sögðu bæjarblöðin að hlaupið hafi að flestu leyti verið hið merkasta allra þeirra víðavangshlaupa, sem háð hefðu verið. Auk þátttökumets hefðu og margir af keppendunum náð hraða, sem var undir fyrra meti á þessari vegalengd, þrátt fyrir slæma aðstöðu, bæði hvað veður og færð snerti.

Morgunblaðið hafði spáð því að mikið kapp yrði lagt á hlaupin að þessu sinni því teflt yrði til úrslita um hvort bikarinn sem um var keppt skyldi verða varanleg eign íþróttafélaganna í Mosfellssveit og Kjós, sem unnið höfðu hann tvö síðustu árin í röð. En hvorki ÍR né KR fengu rönd við sókn aðkomumanna reist. Yfirburðasigur sameinaðs liðs ungmennafélaganna Drengs og Aftureldingar vakti mikla athygli.

„Eins og áður hefir verið frá skýrt, unnu sveitafélögin enn – í þriðja sinn í röð – Víðavangshlaup ÍR, bæði einstaklings og flokkssigurinn. Og nú með langmestum yfirburðum yfir hinum öðrum keppendum. Með þessum sigri unnu þeir til fullrar eignar bikar þann, sem hingað til hefir verið keppt um, og má segja þá vel að honum komna,“

sagði Vísir í ítarlegri umfjöllun um hlaupið.

Besti hlaupari nærsveitarmanna og Íslands, Guðjón Júlíusson frá Reynivöllum í Kjós., vann hlaupið örugglega, annað árið í röð. Var hálfri mínútu á undan næsta manni og 45 sekúndum undir gamla metinu á hinni fjögurra rasta keppnisleið. Var afrek hans frækilegt og framförin mikil.

„Einstaklingssigur Guðjóns Júlíussonar var og með svo miklum yfirburðum yfir aðra keppendur, að vel hefði mátt launa sigur hans með eins stigs frádrætti frá stigatölu flokks hans; svo miklir sem yfirburðirnir í flokkssigrinum eru, samkvæmt stigatölunni, væru þeir þó enn meiri, ef tekið væri tillit til slíks. Raðstigatalan er ekki ætíð nákvæmur mælikvarði á yfirburði einstaklinga eins flokks yfir annars,“

bætti Vísir við.

Krökkt var af fólki venjulega í miðbænum til að fylgjast með keppni í Víðavangshlaupi ÍR.  A-sveit Aftureldingar og Drengs (AD) fékk 24 stig, B-sveitin hlaut 65 stig og í þriðja sæti varð flokkur ÍR með 70 stig. Tveimur stigum á eftir honum varð sveit Ármanns, fékk 72 stig,. Í fimmta sæti varð sveit KR með 120 stig og lestina rak svo b-sveit Ármanns með 154 stigum.

Tími var að eins tekinn á þremur mönnunum, þeim Guðjóni Júlíussyni, (13:19,5 mín.), Magnúsi Eiríkssyni (13:50 mín.) og Þórarni Arnórssyni (13:53,8 mín.). Talið var víst að fjórði maður, Jón Þorsteinsson hafi einnig verið undir fyrra meti, sem var 14:05,2 mínútur. Það voru miklar framfarir á einu ári og bar vott um að mikla atorku og alúð við æfingar undir hlaupið. Þakka mátti sigurvegaranum að miklu leyti þann góða tíma sem keppinautar hans náðu því auðveldari var eftirsóknin en forystan. Af sömu ástæðu mátti gera ráð fyrir, að ef Guðjón hefði haft hæfari keppendur og betri færð hefði hans tími orðið mun betri en varð. „All orkudjörf voru síðustu skref hans og ekki mikill veikleiki sjáanlegur,“ sagði Vísir um endasprett hans.

Ósviknir hæfileikar


Leiðindaveður


Stórviðburður í íþróttalífinu


Myndir frá hlaupinu


Ungar og fríðar meyjar safna fé


Til óvæntrar gleði


Auðæfð íþrótt


Sumarfagnaður um kvöldið


Úrslitin 1922


Leikskrá