Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1924

„Skrítinn“ sigur í tvísýnni sveitakeppni

Við hina miklu sigra Íþróttafélags Kjósarsýslu (ÍK) í Víðavangshlaupi ÍR undanfarin ár virtist færast deyfð yfir Ármann og ÍR. Eitthvert vonleysi virtist færast yfir Reykjavíkurfélögin. Þó gerðu þau tilraun árið 1924 til að kasta af sér með sameiginlegu átaki þessu sigurfargi aðkomufélagsins. Söfnuðu þau því nú undir einu merki þeim hlaupakröftum sem þau gátu skrapað saman. Kepptu því í þetta sinn í hlaupinu undir KR-nafni menn sem áður höfðu keppt bæði sem Ármenningar og aðrir sem ÍR-ingar.

Auglýsing í Vísi daginn fyrir hlaup 1924Minnstu munaði að Reykvíkingum tækist ætlunarverk sitt. Einstaklega jafnri keppni um sigur í sveitakeppni hlaupsins lauk hins vegar með ein stigs sigri ÍK. Var sigur Kjósverja eiginlega að þakka sjötta manni þeirra, Guðjóni Ólafssyni. Renndi hann sér á síðustu tveimur til þremur skrefunum fram fyrir Sigurjón Jörundsson KR-ing og fékk því sjálfur lægri raðtölu. Gaf hann með þessu félagi sínu hreinan sigur. Má því segja, að í þessu hlaupi hafi komið skýrt í ljós, að einnig varamenn einhvers félags geta haft veruleg áhrif á úrslitin með því að renna sem flestum keppendum annarra félaga aftur fyrir sig

Það var sárabót fyrir Knattspyrnufélag Reyjavíkur (KR), að Geir Gígja kennari, ættaður frá Marðarnúpi í Vatnsdal í Húnavatssýslu, fór með sigur af hólmi í hlaupinu, þann fyrsta af mörgum..

Geir Gígja vinnur sinn fyrsta sigur af fjórum í Víðavangshlaupi ÍR og fyrsta einstaklingssigur KR. Annar í hlaupinu var Karl Pétursson frá Blómsturvöllum í Kræklingahlíð við Eyjafjörð sem keppti fyrir KR og þriðji Bjarni Ólafsson frá Vindási í Kjós. Karl hét fullu nafni Guðmundur Karl Pétursson og var lengi yfirlæknir Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Hlaupið var þreytt í 5 manna sveitum og fékk fyrsti maður eitt stig, annar maður tvö o.s.frv. Fólst því sigur félags í því að fá sem fæst stig. Úrslitin urðu þau, að ÍK vann með 28 stigum, en KR fékk 29 stig. Var því mjórra á milli þeirra en nokkru sinni áður í sveitakeppni hlaupsins.

KR átti tvo fyrstu menn en ÍK tvo næstu. Þriðji KR-ingurinn varð fimmti og virtist þá sem stefndi í augljósan sigur Reykvíkinganna. Svo varð þó ekki því 6, 7., 8. og 9. maður voru allir frá ÍK, og réð það úrslitunum. Þeir tveir menn sem KR vantaði til að fylla sveit sína urðu nr. 10 og 11.

Fyrirfram þótti ríkja mikil óvissa um sigur í sveitakeppninni og reyndist það rétt. Reykvíkingar höfðu aldrei verið nær því að vinna hlaupið en nú. Hlaut sveit ÍK Hjaltestedbikarinn í annað sinn. Hann var kenndur við Pétur Hjaltested úrsmið er gaf Íþróttafélagi Reykjavíkur hann til keppninnar. Bikarinn gat því aðeins unnist til eignar að félag ynni hann þrjú ár í röð.

„Það skrítnasta við sigur „sveitamannanna“ í þetta sinn er, að hann er að mestu eða öllu leyti að þakka 6. manninum í flokki þeirra, sem þó ekki getur talist til sjálfs flokksins; hann hækkar stigatölu KR um 2, og það var nóg til þess að hrifsa sigurinn úr höndum þess,“ sagði Vísir í umfjöllun um hlaupið.

Og Vísir bætti við:

„Leiðinlegt var, að þátttaka var ekki frá fleiri bæjarfélaganna, eins og undanfarið hefir verið, en þess gleðilegri og lofsverðari er áhugi og dugnaður KR-manna; er það vel, að þeim hefir skilist, að hlaupin eru eitt aðal undirstöðuatriði knattspymunnar, geri ráð fyrir að þeir æfi hlaupin með tilliti til þess, þó hlaupaíþróttin ein sé nægt tilefni.“

Hlaupin var sama leið og áður, byrjað var á Austurvelli og síðan farið sem leið lá suður Laufásveg inn að Öskjuhlíð, yfir túnin, út á Laugaveg á móts við Gasstöðina, niður Laugaveg, Bankastræti og numið staðar á Austurstræti. Þegar hlaupararnir fóru inn á túnin með torfærum var röðin þannig: Axel Guðmundsson ÍK fyrstur, Geir Gígja annar og Axel Gunnarsson þriðji. Á seinni helmingi leiðarinnar hertu Geir og Karl Pétursson ferðina og háðu mikið einvígi sem eftir var. Á lokasprettinum reyndist Geir öflugri. Munaði rétt röskri sekúndu á þeim í markinu.

Af 19 hlaupurum sem innritaðir voru, komu 15 á viðbragðsvöll, sex frá ÍK og níu frá KR, og enduðu þeir allir hlaupið í besta standi og hlupu hressir í gegnum markið. Munaði 2:39 mínútum á fyrsta manni og hinum síðasta. Voru keppendur allir úr tveimur framangreindum félögum, ÍK og KR.

Sigurtíminn var hvergi nærri eins góður og síðast, munaði 13 sekúndum. Samanburðurinn þótti ósanngjarn mælikvarði á afrekin sakir þess hve miklu verri aðstaðan var nú. Var veður mjög óhagstætt til útiíþrótta, vindur allhvass í fangið yfir mýrina, norðanstormur og kuldi, sem var erfiðasti hlutinn. Var mikill hluti af leiðinni farið gegn köldum vindinum.

 

Skarpleitur og hvikur á fæti


Leikskrá seld


Úrslitin 1924


Leikskrá