Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1925

Heilsað með miklum fögnuði

Sumardagurinn fyrsti árið 1925 rann upp bjartur og heiður, en ekki að sama skapi hlýr. Stóð norðan kaldi utan af Flóanum og gerði svalt í bænum. En Reykvíkingar fögnuðu sumri engu síður með blaktandi fána á hverri stöng og óvenjulega mikilli umferð og fjöri í bænum. Þá spilti ekki fyrir, að víðavangshlaupararnir voru á ferðinni á þeim slóðum, sem umferðin var mest.

Geir Gígja varð að lúta í lægra haldi fyrir Hallgrími Jónssyni Skaftfelling 1925 en sigraði síðan þrjú næstu árin.Á Austurvell var fyrir mikill fjöldi manna er hlaupararnir komu inn á völlinn til keppni í 10. Víðavangshlaupi ÍR. Keppendur voru skráðir 26, 6 frá Glímufélaginu Ármann (Á), 6 frá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur (KR) og 14 frá Íþróttafélagi Kjósarsýslu (ÍK). Sex þeirra vantaði á rásmarkið, allir úr ÍK, en þeir sem mættu komu allir að marki og voru lítið þrekaðir að því er séð varð. Var þeim heilsað með miklum fögnuði af áhorfendum, sagði Morgunblaðið.

Hlaupaleiðin var sú sama og áður og vegalengdin tæpir 4 km. Hlaupið hófst frá Austurvelli, þaðan farið um Kirkjustræti, Pósthússtræti, Skólabrú, Lækjargötu, Bókhlöðustíg, farið suður Laufásveg að Hlíð, þaðan beint norður yfir túnin, yfir garða og girðingar, út á Laugaveg rétt norðan við gasstöðina. Síðan var hlaupið niður Laugaveginn, Bankastrætið og staðnæmst í Austurstræti hjá Ísafoldarprentsmiðju.

Færðin var slæm á Laufásveginum en batnaði er á leið skeiðið. Geir Gígja kennari úr KR, sigurvegarinn frá í fyrra, fór fram úr keppinautum sínum snemma og varð fyrstur á túnin. Rétt á eftir fóru Magnús Eiríksson ÍK, Páll Helgason ÍK og Hallgrímur Jónsson, Skaftfellingur er keppti fyrir Ármann. Er á leið sleit sá síðastnefndi sig frá öðrum og kom fyrstur að markinu, var 13 mínútur og 35,8 sekúndur á milli marka.

Hallgrímur, sem var frá Prestbakkakoti á Síðu, hljóp mjög frækilega og var lítt þreyttur er að marki kom. Hann hafði aldrei hlaupið þetta hlaup áður og hefur enginn unnið það á betri tíma í fyrsta sinn.

Met Guðjóns Júlíusson úr Íþróttafélagi Kjósarsýslu stóð því óhaggað en hann hljóp þetta skeið á 12:59,4 mínútum árið 1923. Annar varð Geir Gígja KR á 13:46 mín og þriðji Magnús Eiríksson 13:49,4 mín.

Íþróttafélag Kjósarsýslu ætlaði sér stóran hlut í hlaupinu og mætti staðráðið til leiks með átta nokkuð jafna og röska keppendur. Takmark þeirra var að halda upp á tíunda ÍR-hlaupið með sigri í sveitakeppninni sem fyrr. Keppnin um Hjaltestedsbikarinn var og tvísýn og spennandi en á endanum fóru leikar svo að ÍK hlaut 34 stig, KR 39 og Ármann 55. Þetta var sjötti sigur Íþróttafélag Kjósarsýslu í sveitakeppninni í röð; sigurganga sem var einsdæmi í sögu íslenskra íþrótta. Var þetta og í þriðja sinn sem félagið hampaði Hjaltestedsbikarnum og vann það hann því til fullrar eignar nú. Mátti því segja að vel hafi verið að verki staðið hjá Kjósársýsluhlaupurunum.

Tíunda hlaupið


Afgangur af hlaupinu


Bara ÍR-ingar framan af


Eigi hirt um torfærur


Æfingin fengin í smalamennsku


Úrslitin 1925


Leikskrá