Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1927

KR-ingar vinna þrefalt

Oft höfðu ÍR-ingar rætt það sín á meðal, að gaman mundi vera að leggja hlaupaleið Víðavangshlaupsins þannig, að helst allir áhorfendurnir gætu séð til keppendanna alla leið. Því var gerð tilraun með þetta 1927, í tólfta hlaupinu, og var nýju leiðinni rækilega lýst í leikskrá.

Keppendur KR (f.v.) Helgi Tryggvason, Magnús Guðbjörnsson, Jón Þórðarson, Geir Gígja, Helgi Guðmundsson, Þorsteinn Jósepsson, Sigurður Ólafsson og Sigurður Jafetsson.Var breytingin og líka gerð vegna þess að síðustu árin á undan höfðu hlauparar orðið fyrir áföllum og ekki notið sín nálægt markinu sökum þrengsla og troðnings hjá mannfjöldanum sem safnaðist þar saman.

Hlaupið hófst á vegamótum Suðurgötu og Skothússvegar. Þaðan var farið Skothúsveg yfir Tjarnarbrúna upp á Laufásveg, suður hann að Kennaraskólanum, þar beygt til hægri og hlaupið niður á gömlu járnbrautarteinana, yfir sunnanvert við Vatnsmýrina og beint yfir á melinn fyrir austan Skóga (svarta húsið, sem stóð spölkorn norðaustur af vegamótum Shellvegar og Þvervegar í Skerjafjarðarbyggðinni). Þaðan var haldið áfram eftir neðri veginum – sem lá nokkurn veginn samhliða og austan við Reykjavíkurveg og syðsta hluta Melavegar – og inn á Íþróttavöll um suðurhliðið sem var á vallarhorninu næst Loftskeytastöðinni. Endað var með tæplega einum skeiðhring á vellinum og var vegalengdin um fjórir kílómetrar.

Til leiks mættu 14 keppendur þótt skráðir væru 21 í leikskrá, þ.e. 3 frá ÍR, 8 frá ÍK og 10 frá KR. Vegna óvæntra forfalla komu aðeins þrír af hlaupagörpum Íþróttafélags Kjósarsýslu (ÍK) og frá KR vantaði tvo. „Er leitt til þess að vita, að félög séu að innrita menn til hlaupa og svo vantar meira en helminginn, eins og t.d. frá ÍK, þar vantaði 5 af 8,“ sagði í Félagsblaði ÍR vorið 1927. Voru keppendur ÍR þeir Aðalsteinn Hallsson, sem kom inn fjórði, Björn Halldórsson, er varð ellefti, og Agnar Magnússon er eigi komst alla leið í mark.

Fyrstu þrír í mark 1927, f.v.: Þorsteinn Jósepsson, Geir Gígja og Magnús Guðbjörnsson.Steindór Björnsson frá Gröf skaut keppendum af stað en hann kom mjög að framkvæmd Víðavangshlaups ÍR svo áratugum skipti. Geir Gígja kennari úr KR rauk af stað og hélt forystunni alla leið í mark. Var það þriðji sigur hans í ÍR-hlaupinu. Rann hann skeiðið á 13 mínútum og 8,5 sekúndum. Annar að marki varð félagi hans Þorsteinn Jósefsson á 13 mín. og 30,4 sek. og þriðji Magnús Guðbjörnsson, einnig úr KR sem hinir, á 13 mín. og 32,3 sek. Komu svo aðrir keppendur hver af öðrum með litlu millibili, nema tveir sem komust ekki að marki.

Þar sem hvorki ÍR né ÍK tefldi fram heilli fimm manna sveit urðu úrslitin þau, að KR vann keppnina um Hreinsbikarinn með 17 stigum. Hafði KR þar með unnið hann tvisvar, en vinna varð hann þrisvar í röð til fullrar eignar. Þar sem KR mætti eitt félaga með fullskipaða sveit átti félagið sigur vísan áður en hlaupið hófst. Það hafði ekki gerst áður í sögu hlaupsins.

Mikill mannfjöldi horfði á hlaupið og voru menn samdóma um það, að sú leið er farin var væri miklu betri í alla staði en hin, sem farin var áður. Gátu þeir sem á horfðu svo að segja fylgt hlaupagörpunum alla leið frá marki til marks.

Að úrslitum hlaupsins 1927 fengnum spáði Morgunblaðið því, að líklega myndu önnur félög æfa flokka sína vel fyrir hlaupið ári seinna svo KR reynist ekki jafn auðvelt og í þetta sinn að vinna Hreinsbikarinn.

KR-ingar vilja fregna af breytingum


Sér og félaginu til sóma


Harla lítið um ÍR-inga í hlaupinu


Sjálfsagður undirbúningur


Fyrirlestur í útvarpinu


Sést allt frá íþróttavellinum1


Úrslitin 1927


Leikskrá