Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1929

KR vinnur glæsilegan sigur

„Á sumardaginn fyrsta var víðavangshlaupið háð að vanda í Reykjavík, en dofnir fara nú að gerast fætur ungra manna hér um slóðir, ef ályktanir skal draga af því, að aðeins eitt félag gat sent fullskipaðar sveitir á þetta mót. Þetta félag var KR, en hin félögin voru ÍR og UMF Afturelding.“

KR-ingar áttu sex fyrstu menn í mark í Víðavangshlaupi ÍR 1929. Keppendur þeirra voru: f.v. sitjandi: Ásmundur Vilhjálmsson, Þosteinn Jósepsson, Jón Þórðarson og Jakob Sigurðsson. Standandi f.v.: Haraldur Matthíasson, Ingimundur Eyjólfsson, Haukur Einarsson, Thor Cortes, Magnús Guðbjörnsson og Einar Einarsson.Þannig hefst frásögn Íþróttablaðsins af fjórtánda Víðavangshlaupi ÍR, árið 1929. Leist því eigi sem best á framvinduna og saknaði sveitakeppninnar. Fyrirfram þótti ekki gott að segja til um úrslit hlaupsins. Spáði Morgunblaðið tvísýnni keppni um bikar fimm manna sveitarinnar. „Í. K. menn [keppendur Aftureldingar] eru hér óþekktir, en oft hafa komið þaðan hinir mestu hlaupagikkir og má búast við, að þessir láti ekki sinn hlut fyrr en í fulla hnefana,“ sagði blaðið um mótherja KR-inga í sveitakeppninni.

Tveir menn gengu úr skaftinu og luku ekki hlaupinu. Var annar þeirra úr ÍR og hinn úr Aftureldingu. Hafði félagið því ekki lengur heilum flokki á að skipa. Þar með var KR eina félagið sem hafði nægan fjölda keppenda og var því verðlaunabikarinn sjálfdæmdur því áður en keppendurnir 17 voru ræstir af stað.

„Vitanlega vann KR mótið og þar á ofan með mikilli sæmd, því sex fremstu mennirnir voru allir úr því félagi. Fékk KR hina bestu stigatölu sem unnt er að fá, aðeins 15 stig. Fljótastur að marki var Jón Þórðarson barnakennari á 13 mín. 28,5 sek., þá Þorsteinn Jósefsson, 12 mín. 30,6 sek. og þriðji Jakob Sigurðsson, 13 mín. 31,8. sek. Skeiðið er rúmar þrjár rastir, en nákvæm mæling á því er ekki til, og er það óskiljanlegt hirðuleysi,“

sagði hinn gagnrýni skrifari í Íþróttablaðinu.

Á óvart kom hversu slök frammistaða Kjósverja var, miðað við árin á undan. Átti Afturelding aðeins 10., 13. og 15. mann í mark. „Hafa þeir orðið aftur úr að þessu sinni, en þess er vænst, að þeir komi að ári og njóti sín þá betur,“ sagði í umfjöllun Morgunblaðsins um hlaupið.

Aftur var hlaupið á gömlum slóðum. Lagt var af stað hjá Alþingishúsinu, hlaupið suður Laufásveg, beygt til vinstri hjá Suðurpól og austur yfir túnin og svo stefnt vestan við Gasstöðina niður á Laugaveg, hlaupið niður hann og Bankastræti, en hjá Pósthúshorninu lauk hlaupunum.

Veður var nokkuð gott þegar hlaupið fór fram en nokkuð svalt og mótvindur á túnunum. Tími hlauparanna var góður þótt ekki félli brautarmetið. Margt manna var að horfa á hlaupið. Beið mikill mannfjöldi hlauparanna í Austurstræti og Bankastræti.

Aðrir keppendur KR en þeir þrír fyrstu voru Ásmundur Vilhjálmsson, Haraldur Matthíasson, Ingimundur Eyjólfsson, Haukur Einarsson, Thor Cortes, Einar Einarsson og hinn mikli þolhlaupari Magnús Guðbjörnsson, sem kunnastur var þessara manna.Keppendur Aftureldingar voru Páll Helgason, Karl Guðlaugsson, Halldór Guðmundsson, Grímur Norðdal og Ólafur Pétursson. Og fyrir ÍR hlupu Guðmundur Sölvason, Lárus Hjaltalín og Andrés Jónsson.

Eiga vera sem flestir


Má ekki fara í hundana


Mæting í baðhúsinu


Úrslitin 1929