Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1931

Sjónarmunur milli nýrra manna

Kunnugir sögðu að Víðavangshlaup ÍR árið 1931 yrði með því besta víðavangshlaupi, sem haldið hefði verið því keppa myndu 36 menn frá fjórum félögum; Ármanni, KR, Íþróttafélagi Kjósarsýslu (ÍK) og ÍR. Aðeins einu sinni áður voru fleiri tilkynntir til keppni, eða 1922 er þeir voru 46. Því var búist við sérstaklega skemmtilegu hlaupi.

Oddgeir Sveinsson KR kemur þremur sekúndubrotum á undan Ármenningnum Jóhanni Ólafssyni í mark 1931. Á hólminn gengu þó ekki allir, 7 mættu ekki og hlupu því 29, sem var engu að síður næstmesti fjöldi í Víðavangshlaupi ÍR frá upphafi. Þeim skaut af stað Sigurliði Kristjánsson, betur þekktur sem Silli í firmaheitinu Silli & Valdi, en hann var formaður ÍR 1932 til 1934. Tveir keppendur komust ekki alla leið í mark, annar frá ÍR og hinn frá Ármanni. Fyrir KR hlupu 12, fyrir ÍK 7 og 5 frá hvoru félagi Ármanni og ÍR.

Nú voru tvö félög með í keppninni sem ekki sendu menn í fyrra. ÍK, sem var sigursælt á árum áður, og ÍR. Meðal keppenda gestgjafa hlaupsins var Viggó Jónsson sem sigraði í fyrra. KR sendi fram 14 menn enda ætlaði það ekki að láta hinn góða grip, sem keppt var um og félagið hafði unnið undanfarin tvö ár, ganga sér úr greipum. Í þetta sinn naut félagið þó ekki þriggja til fjögurra af sínum bestu mönnum frá undanförnum árum.

Því höfðu hin félögin fullan hug á að spjara sig nú. Þótti ekki sýnt hvaða félag myndi sterkast verða þar sem í sveit ÍK voru sagðir afbragðsgóðir hlauparar, eins og á árum áður er félagið vann tvo bikara í Víðavangshlaupi ÍR. Sveitapiltar ólust upp við hlaup og því oft mjög seigir í víðavangshlaupi. Hverjir yfirburði hefðu að þessu sinni myndi þó ekki fást úr skorið fyrr en í hlaupinu sjálfu.

Áhorfendur skiptu þúsundum og veður gott þennan sumardag. Vegalengdin var að vanda fjórir kílómetrar. Þrátt fyrir væntingar um annað varð lokaspretturinn ekki eins tilþrifamikill hjá hlaupurunum og búast mátti við. Mest var það vegna þess hve mikil þröng var í Austurstræti og við markið. Gættu áhorfendur sín ekki á því að halda sig á gangstéttinni, hlaupurunum til gagns og sjálfum sér til gleði. Í staðinn ruddust þeir fram á götuna þegar hlaupararnir komu og gerðu þeim erfitt um vik að komast í mark.

KR-ingar unnu sveitakeppnina sjöunda árið í röð. Hér eru 12 af 14 keppendum sem félagið tefldi fram í ár, 1931.Fyrstur á milli marka varð efnilegur og aðeins 21 árs hlaupari, Oddgeir Sveinsson KR, á 13 mín. 44,1 sek. Fálkinn sagði að hann væri barnfæddur í Reykjavík, málaranemi að iðn og hefði einkar fallegt hlaupalag. Vann hann nauman sigur á Jóhanni Ólafssyni úr Ármanni sem var aðeins tveimur brotum úr sekúndu á eftir á 13 mín. 44,4 sek. Jóhann var líka efnilegur hlaupari, sem aldrei hafði áður hlaupið opinberlega í Reykjavík. Þriðji var Jóhann Jóhannesson, oft nefndur „Jói long“, einnig úr Ármanni, á 13 mín. 53,2 sek. Og fjórði Magnús Guðbjörnsson KR, sem nefndur var Þingvallahlaupari.

Úrslit urðu þau að KR vann hlaupið með 25 stigum; átti 1., 4., 5., 6. og 9. keppandann. Næsta sveit var frá Íþróttafélagi Kjósarsýslu, fékk 49 stig; átti 7., 8., 10., 11. og 13. keppandann. Önnur sveit úr KR. fékk 78 stig. ÍR og Ármann komust ekki á blað í sveitakeppninni því aðeins fjórir frá hvoru félagi af fimm keppendum komu að marki, en fullskipuð sveit voru 5 menn. Með þessu vann KR hlaupið sjöunda árið í röð og „Silla & Valda“-bikarinn eftirsótta þriðja árið, en til að eignast hann varð félagið að vinna hann tvisvar til viðbótar í röð, eða sjö sinnum alls.

Meira en meðalskömm


Fyrstu slysin í hlaupinu


Óleyfilegt stjak


Seigla Oddgeirs


Sama leið og undanfarið


Frumkvöðlum þakkað


Hlaupi sem lengst


Hlaupið vakti mesta athygli


Læknir hlaupsins


Sölumanna leitað


Úrslitin 1931