Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1933

Sekúndubrot á milli Bjarna og Oddgeirs

„Eftir öllum sólarmerkjum að dæma má í dag búast við einhverri hörðustu keppni sem enn hefir farið fram í þessu hlaupi,“ spáði Morgunblaðið í umfjöllun um 18. Víðavangshlaup ÍR að morgni sumardagsins fyrsta 1933. Og þar rataðist blaðinu rétt orð á munn því aðeins sjónarmunur skildi að fyrstu tvo menn, Bjarna Bjarnason úr Borgarfirði og Reykvíkinginn Oddgeir Sveinsson.

Gísli Albertsson var fyrstur alla leiðina og stefndi að því er virtist til sigurs. En svo hrasaði hann og datt skammt frá endamörkum og missti þá tvo fram úr sér.Spenna ríkti fyrir hlaupið því Knattspyrnufélag Reykjavíkur (KR) hafði unnið „Silla og Valda“-bikarinn fjögur ár í röð og átti því möguleika á að vinna hann til eignar með fimmta sigrinum. KR-ingar höfðu fullan hug á að sleppa ekki jafn góðum grip fyrr en í fulla hnefana. Tefldu þeir fram sínum völdustu mönnum og vissu sjálfir best, að þeir myndu fá harða mótspyrnu frá Borgfirðingum og Kjósverjum. Þaðan kom margur knár karlinn og Kjósverjar höfðu löngum átt marga bestu mennina í hlaupinu á undanförnum árum og unnið tvo bikara í hlaupinu til eignar.

Vestmanneyingar, sem stóðu sig vel í fyrra og áttu fyrsta manninn, sendu enga sveit nú. Heldur ekki Glímufélagið Ármann né Ungmennafélagið Vísir á Hvalfjarðarströnd, sem bæði tóku þátt í hlaupinu í fyrra einnig. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma þótti mega búast við einhverri hörðustu keppni sem enn hafði farið fram í hlaupinu.

Og það urðu orð að sönnu því aðeins tíundi partur úr sekúndu skildi að þá Bjarna Borgfirðing og Oddgeir KR-ing eftir fjögurra kílómetra eitilharða og jafn rimmu. Bjarni varð fyrstur á milli marka á 13 mín. 26,6 sek., en Oddgeir fetinu á eftir á 13 mín. 26,7 sek.

Gísli Albertsson úr ÍB varð þriðji á 13 mín. 29 sek. Hann var fyrstur alla leiðina og stefndi að því er virtist til sigurs. En svo hrasaði hann og datt skammt frá endamörkum og er hann reis upp fóru þeir Bjarni og Oddgeir fram úr honum á of mikilli ferð til að hann ætti möguleika á að endurheimta fyrsta sæti. Fjórði að markinu varð Sverrir Jóhannesson KR, fimmti Bjarni Gestsson Íþróttafélagi Kjósarsýslu (ÍK) og sjötti Magnús Guðbjörnsson KR, en alls luku 19 hlauparar keppni.

Þrjú félög tóku að þessu sinni þátt í hlaupinu. Frá Íþróttafélagi Borgfirðinga mættu 5 keppendur, frá Íþróttafélag Kjósarsýslu 7 og einnig 7 frá Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Úrslit urðu þau, að KR bar sigur úr býtum í sveitakeppninni; sigraði með 31 stigi, átti 2., 4., 6., 8. og 11. mann. Var það fimmti sigur félagsins í röð í Víðavangshlaupinu og hlaut því til fullrar eignar hinn fagra silfurbikar, sem „Silli og Valdi“ gáfu til verðlauna í hlaupinu. Þótti það frækilega gert að vinna hlaupið fimm ár í röð – en KR-ingar höfðu ekki enn sungið sitt síðasta í því. Borgfirðingar fengu 44 stig, áttu 1., 3., 7., 14. og 19. mann. ÍK. fekk 49 stig, átti 5., 9., 10., 12 og 13. mann. Annað verður ekki sagt en að KR-ingar hafi unnið frækilegt afrek með sigrinum.

Veturinn kvaddi með logni og bjartviðri um mest allt Ísland og veður var sömuleiðis gott á þessum þjóðlegasta hátíðisdegi Íslendinga er hlaupið fór fram, hægviðri, nokkuð skýjað, en úrkomulaust. Þrátt fyrir aðsteðjandi krepputíma lyftu bæjarbúar sér upp á þessum degi og streymdu í átt til miðborgarinnar að fylgjast með ÍR-hlaupinu. Áhugi bæjarbúa fyrir þessu hlaupi var meiri en almennt gerist um aðrar greinar íþróttanna því meira fjölmenni horfði á hlaupið í þetta sinn en nokkru sinni áður.

Um eftirmiðdaginn hélt ÍR samsæti fyrir keppendurna og starfsmenn mótsins. Þar afhenti Benedikt G. Waage, forseti ÍSÍ sigurvegurum verðlaunin með ræðu.

Munaði ekki um að villast


Þéttskipað á götum bæjarins


Gestrisnir ÍR-ingar


Vill sjá myndirnar


Úrslitin 1933