Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1935

Allt er þegar þrennt er fyrir Gísla frá Hesti

Vetur var úr bæ og landsmenn fögnuðu þeim góða gesti, sem sumardagurinn fyrsti er. Konungarnir úr norðrinu, Snær og Frosti, höfðu að vísu ekki enn slept heljartökum sínum af landinu. Það voraði seint og byggðir og vegir enn víða undir fönn. En sumardagurinn fyrsti ber þau boð að brátt myndi vora og landið birtast grænt undan fönnum. Íþróttamenn myndu fyllast fjöri og þrótti; varpa af sér dofakufli vetrarins, fyllast fjöri og þrótti og finna vorhug vakna í sál og sinni.

Réttstundis klukkan 14 hófst 20. Víðavangshlaup ÍR frá Alþingishúsinu fyrsta sumardag 1935. Þúsundir manna fylgdust með því af miklum áhuga á þessum degi bjartsýni og framtíðarvona. Spurningin sem brann á vörum var hvorir færu með sigur af hólmi, Reykvíkingar eða Borgfirðingar. Bæjarbúar veltu fyrir sér hvort reykvísku hlaupararnir myndu spjara sig og sýna að þeir stæðu ekki lengur Borgfirðingum að baki.

Meðal keppenda beggja voru ýmsir hlauparar sem getið höfðu sér frægðarorð og var talið að búast mætti við allharðri keppni. Talið var ósýnt um hvorir sigur bæru úr býtum í keppninni um Morgunblaðsbikarinn. Í hópi hlauparanna voru Borgfirðingarnir Gísli Albertsson frá Hesti og Bjarni Bjarnason, en meðal KR-inga Magnús Guðbjörnsson og einnig þeir Einar S. Guðmundsson og Haraldur Matthíasson, sem fyrstir voru í Skólahlaupinu fyrr í apríl.

Þátttakendur voru aðeins frá þessum tveimur félögum, sex frá Íþróttafélagi Borgfirðinga (ÍB) og sjö frá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur (KR). Með öllu voru nú horfnir Kjósverjar sem voru lengi áttu bestu hlaupara lansdins og unnu sveitakeppnina á árunum 1920 til 1925. Það mun hafa vakað fyrir þeim, sem fyrstur hreyfði máls á þessu hlaupi, að það yrði tekið upp víða um land, en því miður hafði sú von ekki ræst. Frá Alþingishúsinu var hlaupið um Laufásveg að Eskihlíðarbæ, þaðan norður yfir túnin, niður Laugaveg, Bankastræti og um Austurstræti að skrifstofu Morgunblaðsins.

Í Austurstræti var mikið fjölmenni til þess að fylgjast með því þegar hlaupararnir kæmu að marki. Prílaði fólk upp á tröppur og stalla til þess að fá sem best útsýni. Ljóst mátti vera, að Víðavangshlaupið væri að verða einhver eftirtektarverðasta íþróttakeppni ársins.

Ekki varð þó keppni um fyrstu sætin spennandi eins og mörg undanfarin ár. Engu að síður var fyrsta manni að marki, Gísla Albertssyni, hinum frækna hlaupara, tekið með miklum fagnaðarlátum, og síðan hverjum hinna af öðrum. Var það auðfundið, að almenningur fylgdi víðavangshlaupinu með mikilli athygli og lét sér ekki á sama standa hver færi þar með sigur af hólmi.

Gísli hafði verið sigurstranglegur í fyrri hlaupum en haft óheppni með sér tvö síðustu ár í röð. Allt er þegar þrennt er því nú stakk hann aðra bókstaflega af. Hljóp á 13 mín. 15,1 sek. og var 12 sekúndum á undan félaga sínum Hjörleifi Vilhjálmssyni sem var 13 mín. 27,1 sek. milli marka. Þriðji varð svo kempan Sverrir Jóhannesson KR á 13 mín. 40,3 sek. Tími Gísla mátti teljast ágætur, enda var hagstætt veður og góð færð. Keppendur voru 13, vegalengdin um 4 km, og náðu allir keppendur að marki.

Íþróttafélag Borgfirðinga vann Morgunblaðsbikarinn annað árið í röð. Átti 1., 2., 5., 6. og 11. mann og hlaut 25 stig. KR hlaut 31 stig, átti 3., 4., 7., 8. og 9. mann. Því blasti við, að bæjarbúar myndu fylgjast með því af mikilli athygli að ári hvernig færi um hlaupið; hvort Borgfirðingar ynnu Morgunblaðsbikarinn þriðja sinni og þá til eignar, ellegar hvort reykvísku félögin myndu girða sér brók og ná fram sigri.

Fjögur félög hafa unnið hlaupið


Sumardagurinn fyrsti


Fyrstu verðlaun margra


Ætti að æfast við alla skóla


Úrslitin 1935


Leikskrá