Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1940-1949

1940 - Haraldur sló stjörnurnar út

ÍR-ingar gerðu sér dagamun í tilefni 25. Víðavangshlaupsins og héldu það á uppstigningardag, 2. maí. Hlaupið hafði alltaf farið fram á sumardaginn fyrsta og sett sinn sérstaka svip á daginn. Nú skyldi hins vegar haldin mikil hátíð með skemmtunum í báðum kvikmyndahúsunum og í Iðnó þar sem þrír ráðherrar töluðu, sinn í hverju húsi.

Lesa meira >>

1941 - Óskar og Indriði stungu af

Hlaupararnir á ferð úti í Vatnsmýrinni 1941.

Víðavangshlaup ÍR í sumarbyrjun 1941 varð að pólitísku bitbeini. Gagnrýnt var að það fengi að fara fram meðan aðrir mannfagnaðir voru bannaðir vegna stríðsástands. Til dæmis voru hópgöngur barna á degi þessum ekki leyfðar. Dró þetta ekki úr áhuga bæjarbúa sem sýndu mikinn áhuga fyrir hlaupinu nú sem fyr og safnaðist mikill mannfjöldi saman í Austurstræti og Bankastræti til að sjá lokasprett hlauparanna.

Lesa meira >>

Ármenningarnir sem unnu Víðavangshlaup ÍR 1942 (efri röð f.v.) Garðar S. Gíslason þjálfari, Hörður Hafliðason, Halldór Sigurðsson og Jónatan Jónsson. Neðri röð (f.v.) Haraldur Þórðarson, Sigurgeir Ársælsson og Árni Kjartansson.

1942 - Ármenningar vinna sinn fyrsta sigur

Ármann vann að þessu sinni sinn fyrsta sveitarsigur í víðavangshlaupinu og var hann glæsilegur því félagið átti þrjá fyrstu menn í mark. Hafði félagið ekki áður unnið sveitakeppnina en einu sinni hafði Ármenningur þó unnið hlaupið. Var það árið 1925 er Hallgrímur Jónsson varð fyrstur að marki.

Lesa meira >>

1943 - Unnu þrefalt þótt sá besti væri veikur í fæti

ÍR tefldi fram sveit 1943 eftir langt hlé. Á myndinni eru (f.v.) Gunnar Hjaltason, Hörður Björnsson, Jóhannes Jónsson, Sigurður Gunnar Sigurðsson, Óskar Jónsson og Sigurgísli Sigurðsson.

Fyrirfram var búist við harðri og spennandi keppni um bæði hver yrði fyrstur að marki og hvaða sveit sigraði í 28. Víðavangshlaupi ÍR. Ástæðan var sú, að besta mann vantaði í sveit Ármanns vegna fótameiðsla auk þess sem ÍR tefldi fram harðsnúinni sveit ungra hlaupara. Hafði ÍR ekki sent keppendur í þetta hlaup um langt árabil.

Af þessum sökum þótti erfitt að segja fyrir um sigur. Ármenningar unnu árið áður, 1942, með yfirburðum, en nú vantaði þá Sigurgeir Ársælsson, er þá var fyrstur. Hann var veikur í fæti, sem talið var að yrði Ármenningum mikill hnekkir. Þeir stilltu upp Haraldi Þórðarsyni úr Dölunum, Árna Kjartanssyni og Herði Hafliðasyni meðal annarra, sem þótti vænleg sveit. Móti þeim tefldu KR-ingar Óskari Sigurðssyni, Indriða Jónssyni og Kristni Sigurjónssyni, en Indriði hafði verið meiddur í fæti lengi undanfarið og var ekki að vita hvað hann gat í harðri samkeppni. ÍR-ingar sendu meðal annarra fram bræðurna Sigurgísla og Gunnar Sigurðssyni og var þeim spáð sætum framarlega.

Lesa meira >>

Margar regnhlífar voru á lofti þegar Sigurgeir Ársælsson kom fyrstur í mark, rétt á undan félaga sínum Herði Hafliðasyni úr Ármanni.

1944 - Ármenningar eignast Egilsflöskuna

Þau tímamót urðu á hátíðarárinu 1944, að sú breyting var gerð á hlaupinu, að það hófst utan bæjarins, í stað þess að undanfarið hafði það mest farið fram inni í bænum. Var þetta gert til þess að hlaupið yrði meira „víðavangshlaup“ en „götuhlaup“.

Því var sneitt hjá malbikuðu og hörðu götunum. Losnuðu keppendur við að arka eftir hörðum malbikuðum götum sem hafa um of einkennt víðavangshlaupið síðustu árin og létu allir keppendur vel yfir breytingunni.

Sem fyrr heillaði Víðavangshlaup ÍR þúsundir manna út á götuna á sumardaginn fyrsta, eins og það hafði gert síðastliðin 25 ár. Naut mannfjöldinn hlaupsins og dagsins í ríkum mæli. Reykjavíkurfélögin þrjú ÍR, KR og Ármann sendu öll sína bestu keppendur, en utanbæjarfélögin sáust hvorki nú sem nokkur hin fyrri ár. Alþýðublaðið sagði það stafa af því hve samkeppnin var orðin harðvítug.

Lesa meira >>

Haraldur Björnsson KR og Óskar Jónsson ÍR koma að marki 1945 eftir jafna og harða keppni.

1945 - Fyrsti sigur ÍR í aldarfjórðung

Það var hryssingslegt utandyra er Reykvíkingar vöknuðu sumardaginn fyrsta, er efnt var til þrítugasta Víðavangshlaps ÍR hinn 19. apríl 1945. Veður var óhagstætt, alskýjað og vindur hvass af norðvestan, um 6 vindstig. Lofthiti var 5,4 stig og slydduskúrir gengu yfir öðru hvoru. Þannig hélst það yfir daginn og höfðu hlaupararnir vindinn mest megnis í fangið. Mátti því telja tíma keppenda ágætan en vegalengdin var um 4 km.

[Í starfsbók ÍR var skráð um hlaupið: Veður og færð: Allan síðari hluta aðfararnætur hellirigndi og allt til kl. 10 árdegis. Færð því mjög þung og blaut. Varð því á kafla, t.d. byrja frá viðbragðsmerki, að fara hitageymaveginn að Reykjanesbraut. Færðist nú víða lítið norðar yfir há-vestur vindur mikill og það hvass að flögg stóðu. Meðan keppendurnir hlupu austur frá Golfskálanum gerði skarpa krapadembu og hélst hún á meðan þeir hlupu í norður og var svo á móti þeim eftir túnum og meðfram Miklubraut. Síðan var þurrt, en vindur hélst. Allir komu ómeiddir að marki, en síðasti maður virtist hafa tekið nokkuð nærri sér.“ ]

Fjórtán hlauparar boðuðu komu sína í þetta afmælishlaup og þrettán spreyttu sig. Náðu þeir allir að marki og var í fyrsta sinn tekinn tími á þeim öllum í stað aðeins þriggja fyrstu. Eins og að undanförnu var hlaupið sveitarkeppni. Upphaflega voru minnst fimm manna sveitir, en frá því árið 1937 hafa þær verið þriggja manna. Mest var þátttakan í hlaupinu árið 1922, en þá voru 38 keppendur.

Lesa meira >>

Þórður Þorgeirsson kom á óvart með sigrinum í Víðavangshlaupi ÍR 1946, sínu fyrsta hlaupi í Reykjavík.

1946 - Þórður spretti hart úr spori

Sex hlauparar blönduðu sér lengst af í keppnina um fyrsta sætið í 31. Víðavangshlaupi ÍR. Gegn fremur óhagstæðu veðri mest alla leiðina, frostköldum og hvössum vindi á móti, höfðu þeir skorið sig úr eftir einn kílómeter og skilið sig allverulega frá hinum hópnum.

Þessir sexmennignar voru Þór Þóroddsson, UMSK, sem leiddi hlaupið mestalla leið, Óskar Jónsson og Jón Bjarnason ÍR og KR-ingarnir Haraldur Björnsson, Þórður Þorgeirsson og Indriði Jónsson.

Þegar inn í Hljómskálagarðinn kom var Jón Bjarnason fyrstur en á hæl­um hans Þórður. En þegar um 350 metrar voru í mark spretti Þórður svo úr spori, að enginn hinna gat fylgst með, hvað þá dregið hann uppi. Á þessu stutta skeiði sem eftir var náði hann nokkurra tuga forskoti á annan mann og vann hlaupið óvænt og örugglega.

Lesa meira >>

1947 - Sveit Ármanns „sló í gegn“

Ármenningarnir sem unnu sveitakeppni Víðavangshlaups ÍR 1947; f.v.: Yrjo Nora þjálfari, Rafn Eiríksson, Hörður Hafliðason og Sigurgeir Ársælsson.

Slagurinn um sigur í Víðavangshlaupi ÍR harðnaði á fimmta áratugnum eftir að KR hafði mikið til ráðið ríkjum á þriðja og fjórða áratugnum. Ármenningar sóttu í sig veðrið í byrjun fimmta áratugarins og rimmur þeirra og KR-inga voru rammar. Jókst óvissan svo til muna um úrslit er ÍR-ingar mættu á ný með vaskar sveitir um miðjan fimmta áratuginn.

Til hlaupsins 1947 mættu flestir bestu hlauparar bæjarins. Af 24 skráðum mætti 21 til leiks en 20 luku keppninni. Ármann sendi 10 þátttakendur, þ. á m. Sigurgeir Ársælsson, Árna Kjartansson, Hörð Hafliðason, Stefán Gunnarsson og Harald Þórðarson. ÍR sendi 7 manns, þar á meðal ÍR-tríóið svonefnda og Jón Bjarnason. KR sendi 7 og meðal þeirra voru Haraldur Björnsson og Þórður Þorgeirsson, sigurvegararnir í fyrra og hitteðfyrra, Indriða Jónsson, Pál Halldórsson og Oddgeir Sveinsson. Sú nýbreytni var tekin upp að nú var hlaupið bæði í 3ja og 5 manna sveitum.

Lesa meira >>

1948 - Áhorfendur flæktust fyrir einvíginu

Ármenningarnir í hlaupinu 1948; f.v.: Elínberg Konráðsson (8), Hörður Hafliðason (3), Stefán Gunnarsson (1), Njáll Þórodsson (4) og Stefán Hjaltalín (11). Sigursveitina skipuðu Stefán, Hörður og Njáll.

Þrátt fyrir litla þátttöku – aðeins 11 keppendur mættu til leiks – var 33. Víðavangshlaup ÍR spennandi alla leið í mark. Ármenningar styrktu stöðu sína í langhlaupunum verulega í hlaupinu. Ekki var það einasta að Stefán Gunnarsson sigraði, heldur vann Ármannssveitin bæði Vísisbikarinn fyrir bestu þriggja manna sveitina og Coca-Cola bikarinn í keppni í 5 manna sveitum.

Lesa meira >>

1949 - Harðviðri og flensa knúðu fram frestun

Stefán Gunnarsson vann Víðavangshlaupið annað árið í röð 1949 og félagar hans Njáll Þóroddsson og Hörður Hafliðason urðu í öðru og þriðja sæti.

Tímamót urðu í sögu Víðavangshlaups ÍR árið 1949, í 44. hlaupinu. Vegna harðviðrisútlits og inflúensufaraldurs í Reykjavík var fallið frá því að halda hlaupið 1. sumardag. Var því slegið á frest til sunnudagsins 8. maí en þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem hlaupinu hafði verið frestað. Aðeins einu sinni áður hafði það ekki farið fram á sumardaginn fyrsta. Var það árið 1940 en í það skiptið ákváðu ÍR-ingar að gera sér dagamun; héldu hlaupið 2.maí og efndu til skemmtana sama dag í kvikmyndahúsum borgarinnar.

Lesa meira >>