Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1942

Ármenningar vinna sinn fyrsta sigur

Ármann vann að þessu sinni sinn fyrsta sveitarsigur í víðavangshlaupinu og var hann glæsilegur því félagið átti þrjá fyrstu menn í mark. Hafði félagið ekki áður unnið sveitakeppnina en einu sinni hafði Ármenningur þó unnið hlaupið. Var það árið 1925 er Hallgrímur Jónsson varð fyrstur að marki.

Ármenningarnir sem unnu Víðavangshlaup ÍR 1942 (efri röð f.v.) Garðar S. Gíslason þjálfari, Hörður Hafliðason, Halldór Sigurðsson og Jónatan Jónsson. Neðri röð (f.v.) Haraldur Þórðarson, Sigurgeir Ársælsson og Árni Kjartansson.„Hér er um glæsilegan sigur að ræða, sem lýsir öruggri og góðri þjálfun þátttakendanna,“ sagði vikublaðið Fálkinn, en Ármenningar höfðu þjálfað sig vel og skipulega fyrir hlaupið undir stjórn nýs þjálfara félagsins, Garðars Gíslasonar fyrrum afreksmanns í spretthlaupum. Hlaut sveit félagsins sex stig, en það er lægsta stigatala, sem hægt er að fá.

Víðavangshlaupið var fámennt að þessu sinni og var skuldinni m.a. skellt á Bretavinnuna en mikil atvinna var í bænum vegna framkvæmda tengdum veru hersveita í landinu á stríðstímanum. Aðeins hafði einu sinni áður verið jafn léleg þátttaka í hlaupinu, en þá voru þátttakendur 10. Höfðu 12 þátttakendur verið skráðir nú en af þeim mættu níu og einn þeirra heltist úr lestinni. Var hann frá K.R. en það hafði aðeins þrjá menn í hlaupinu að honum meðtöldum. Því kom sveit KR ekki til útreiknings, til þess þarf þrjá menn að marki. Ármann tefldi fram sex keppendum og átti því einnig aðra sveit að stigum.

Þrátt fyrir fámennið létu bæjarbúar sig ekki vanta og horfðu margar þúsundir manna á keppnina, eins og venja hafði verið til á sumardaginn fyrsta.

Hlaupin var nær sama 4,4 km leið og í fyrra en Morgunblaðið sagði hlaupið hefjast fyrir framan Alþingishúsið og yrði síðan hlaupið „í nágrenni bæjarins“. Þar var átt við Melana og Vatnsmýri, svæði sem byggðust upp fyrir margt löngu en voru sem dreifbýli í Reykjavík 1942.

Blöðin spáðu „alveg sérstakelga harðri keppni“ því meðal hlauparanna yrðu þeir Óskar Á. Sigurðsson og Indriði Jónsson úr KR, sem hlutu 1. og 2. sætið í fyrra, Haraldur Þórðarson, sem sigraði 1940, og hinir þekktu brautarhlauparar Sigurgeir Ársælsson og Árni Kjartansson, allir þrír úr Ármanni.

Þegar hlaupið var yfir túnin hjá Háskólanum var Halldór Sigurðsson úr Ármanni fyrstur. Hann var ungur og efnilegur hlaupari og kappsfullur. En fór heldur geyst fyrst í hlaupinu sem kom honum í koll þegar girðingar og aðrar hindranir tóku við á Vatnsmýrarsvæðinu. Reyndust þær þessum unga hlaupara erfiður ljár í þúfu og dróst hann því aftur úr er á leið.

Þegar komið var upp á Bergsstaðastræti, voru þeir Sigurgeir og Indriði fremstir, en þá komu Haraldur Þórðarson, Árni og Hörður Hafliðason, einnig úr Ármanni. Greikkaði Sigurgeir skrefið og komst á auðan sjó og sigraði örugglega þótt aðrir væru eigi langt undan. Á ógæfuhliðina seig hjá Indriða undir lokin, missti hann Ármenningana Harald og Árna fram úr sér og endaði í fjórða sæti.

Ármann átti fyrsta, annan, þriðja, fimmta, sjötta og áttunda mann að marki. Sigurgeir hljóp á 14:33,2 mín., Haraldur varð annar á 14:37,8, Árni þriðji á 14:44,4 og Indriði var á 14:47,8 mín. Ármann vann þannig „Egilsflöskuna“ sem KR hafði unnið tvisvar og hefði fengið til fullrar eignar, ef það félag hefði unnið að þessu sinni.

Þessi sigur Sigurgeirs Ársælssonar var talinn mjög glæsilegur. Sigurgeir hafði getið sér besta orðstír í millivegalengdum. Hann var Íslandsmeistari í 400, 800 og 1500 metra hlaupum en vann nú 4.400 metra hlaup á ágætum tíma.

Þetta var í 27. sinn, sem Víðavangshlaupið fór fram. KR hefur unnið það langsamlega oftast, eða 13 sinnum alls. ÍR og Afturelding og Drengur (þ. e.sameinað lið úr Kjós og Mosfellssveit) 6 sinnum, ÍR 4 sinnum og Íþróttafélag Borgfirðinga þrisvar.

Á sinn hluta af heiðrinum


Oft kemur grátur eftir skellihlátur


Úrslitin 1942