Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1943

Unnu þrefalt þótt sá besti væri veikur í fæti

Fyrirfram var búist við harðri og spennandi keppni um bæði hver yrði fyrstur að marki og hvaða sveit sigraði í 28. Víðavangshlaupi ÍR. Ástæðan var sú, að besta mann vantaði í sveit Ármanns vegna fótameiðsla auk þess sem ÍR tefldi fram harðsnúinni sveit ungra hlaupara. Hafði ÍR ekki sent keppendur í þetta hlaup um langt árabil.

ÍR tefldi fram sveit 1943 eftir langt hlé. Á myndinni eru (f.v.) Gunnar Hjaltason, Hörður Björnsson, Jóhannes Jónsson, Sigurður Gunnar Sigurðsson, Óskar Jónsson og Sigurgísli Sigurðsson.Af þessum sökum þótti erfitt að segja fyrir um sigur. Ármenningar unnu árið áður, 1942, með yfirburðum, en nú vantaði þá Sigurgeir Ársælsson, er þá var fyrstur. Hann var veikur í fæti, sem talið var að yrði Ármenningum mikill hnekkir. Þeir stilltu upp Haraldi Þórðarsyni úr Dölunum, Árna Kjartanssyni og Herði Hafliðasyni meðal annarra, sem þótti vænleg sveit. Móti þeim tefldu KR-ingar Óskari Sigurðssyni, Indriða Jónssyni og Kristni Sigurjónssyni, en Indriði hafði verið meiddur í fæti lengi undanfarið og var ekki að vita hvað hann gat í harðri samkeppni. ÍR-ingar sendu meðal annarra fram bræðurna Sigurgísla og Gunnar Sigurðssyni og var þeim spáð sætum framarlega.

En þótt Sigurgeir vantaði þá unnu Ármenningar hlaupið glæsilega. Tríó Ármmenninga, sem saman hafði staðið gegnum þunnt og þykkt í fjöldamörg ár – Sigurgeir, Árni og Hörður – átti hauk í horni, þar sem Haraldur og fyllti hann meira en vel upp í skarðið. Léku Ármenningar nú aftur sama leik inn og í fyrra, tóku öll verðlaunin. Var það rösklega gert.

Ágæt frammistaða ÍR-tríósins vakti þó eiginlega meiri athygli, en svo var kölluð sveit ÍR, sem vann drengjahlaup Ármanns í fyrra. Þóttu þeir standa sig vel á móti öðrum eins körlum og Ármenningunum sem höfðu um skeið verið einráðir á millivegalengdunum. Tóku ÍR-ingarnir nú í fyrsta sinn þátt í Víðavangshlaupinu. Tveir þeirra voru enn á drengjaaldri, en tríóið kom í mark strax á eftir Ármenningunum, sem sáu þar skæða keppinauta er fram myndu líða stundir.

Sigursveit Ármanns í Víðavangshlaupi ÍR 1943. Standandi frá vinstri eru Steinn Þorfinnsson og Jónatan Jónsson. Sitjandi f.v. eru þrír fyrstu menn í mark, Hörður Hafliðason, Haraldur Þórðarson og Árni Kjartansson.ÍR-ingarnir voru í fylkingarbrjósti suður á tún, en þá fóru Ármenningar að fikra sig fram og tóku forystuna. Upp Njarðargötuna tók að teygjast úr lestinni og úr því hélst röðin breytingarlítið í mark. Eins og í fyrra sigraði Ármann með 6 stigum, átti 1., 2. og 3. mann. A-sveit ÍR varð næst með 15 stig, (átti 4., 5. og 6. mann). KR-ingar döluðu í hlaupinu, fengu einu stigi meira en B-sveit ÍR, eða 31, urðu í 8., 10. og 13. sæti. B-sveit ÍR hlaut 32 stig (átti 9., 11. og 12. mann). Ármann vann því Egils-flöskuna í annað sinn.

Hlaupið var tæpum kílómetra styttra en undanfarin ár, eða um og rúmlega 3,5 km. Hlaupið hófst Alþingishúsið en þaðan lá leiðin um um Kirkjustræti, Tjarnargötu, Bjarkargötu, síðan í krókinn austan háskólalóðarinnar, þaðan í stefnu á Nýja Stúdentagarðinn, suður fyrir hann og þaðan yfir túnin í krókinn að horni Njarðargötu og Hringbrautar, meðfram Hringbrautinni að Kennaraskólanum, þaðan Laufásveg, Þingholtsstræti niður Bankastræti og endað í Austurstræti hjá Ísafoldarprentsmiðju.

Eins og venjulega var mannmargt á götum bæjarins á meðan hlaupið fer fram. Sextán keppendur hófu hlaupið sem fór fram í leiðinlegu veðri, sunnan roki og rigningarsúld. Var vindurinn í fang hlauparanna fyrri hluta leiðarinnar og heltust tveir úr leik á leiðinni. Snjó hafði að mestu tekið upp en daginn fyrir hlaup leit út fyrir að þetta yrði annað hlaupið af 28 sem hlaupið yrði í snjó. Víðavangshlaup ÍR hafði nú verið háð frá árinu 1916, eða 28 sinnum alls, við hin ólíkustu skilyrði, án þess að hlaupastjórnin hafi þurft að fresta því um dag eða mínútu.

Ellimörk á ungum mönnum


Hvar eru nú röskir smalar


Kvikmyndaði ÍR-hlaupið


Boðberi sumarsins


ÍR með eftir langt hlé


Verði „víðavangshlaup“


Úrslitin 1943


Leikskrá