Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1944

Ármenningar eignast Egilsflöskuna

Þau tímamót urðu á hátíðarárinu 1944, að sú breyting var gerð á hlaupinu, að það hófst utan bæjarins, í stað þess að undanfarið hafði það mest farið fram inni í bænum. Var þetta gert til þess að hlaupið yrði meira „víðavangshlaup“ en „götuhlaup“.

Margar regnhlífar voru á lofti þegar Sigurgeir Ársælsson kom fyrstur í mark, rétt á undan félaga sínum Herði Hafliðasyni úr Ármanni.Því var sneitt hjá malbikuðu og hörðu götunum. Losnuðu keppendur við að arka eftir hörðum malbikuðum götum sem hafa um of einkennt víðavangshlaupið síðustu árin og létu allir keppendur vel yfir breytingunni.

Sem fyrr heillaði Víðavangshlaup ÍR þúsundir manna út á götuna á sumardaginn fyrsta, eins og það hafði gert síðastliðin 25 ár. Naut mannfjöldinn hlaupsins og dagsins í ríkum mæli. Reykjavíkurfélögin þrjú ÍR, KR og Ármann sendu öll sína bestu keppendur, en utanbæjarfélögin sáust hvorki nú sem nokkur hin fyrri ár. Alþýðublaðið sagði það stafa af því hve samkeppnin var orðin harðvítug.

Ármann sendi í eldinn sömu sveit og vann svo glæsilega árið á undan með því að raða sér í þrjú fyrstu sætin, þá Harald Þórðarson, Hörð Hafliðason og Árna Kjartansson. En auk þess Sigurgeir Ársælsson sem ekki var vanur að hafa þessa þrjá fyrir framan sig.

ÍR-ingar voru í fyrra skæðustu keppinautar Ármenninga og tóku næstu þrjú sæti í Hlaupinu. Nú sendu þeir fram tvo skeinuhætta menn, þá Óskar Jónsson og Sigurgísla Sigurðsson, en auk þeirra 3 óreynda menn. Þeir Óskar og Sigurgísli voru vel æfðir og var spáð sætum mjög framarlega. Alls voru skráðir keppendur 15.

Því var spáð í fjölmiðlum, að sveitakeppnin yrði ekki eins spennandi og stundum fyrr, en að einstaklingskeppnin yrði því harðvítugri og ómögulegt að segja þar fyrir um úrslitin. Fjórtán þeirra lögðu af stað og komu allir að marki nema einn.

Með því að eiga þrjá af fyrstu fjórum keppendum í mark varð sigur Ármanns í sveitakeppni hlaupsins auðveldur. Í fremri röð eru (f.v.) Hörður Hafliðason, Sigurgeir Ársælsson og Árni Kjartansson. Í aftari röð (f.v.) Haraldur Þórðarson, Gunnar Valdimarsson og Steinar Þorfinnsson.ÓskarHlaupið hófst á Háaleitisvegi fyrir innan bæinn en vegna þessa var keppendum ekið á bíl að rásmarki frá ÍR-húsinu við Túngötu. Þaðan var farið um Seljalandsveg, síðan fyrir sunnan smágarðahverfið í Kringlumýri, í stefnu á Reykjahlíð, þaðan hlaupið á Miklubraut, yfir Hringbraut, Laufásveg og Hljómskálagarðinn og endað fyrir framan Miðbæjarskólann. Þessi leið hafði ekki verið hlaupin áður og var nokkru lengri en venjulega hafði verið hlaupið, eða nær 4½ km. Með henni var sneitt hjá malbikuðum og hörðum götum.

Sigurðsson úr KR leiddi hlaupið til að byrja með. Á túnunum voru flestir hlaupararnir í hnapp, en þar tóku þeir Sigurgeir Ársælsson og Hörður Hafliðason úr Ármanni að sér forystuna og leiddu hlaupið það sem eftir var alla leið í mark.

Þetta var í þriðja skipti í röð sem Ármann vinnur hlaupið og vann því félagið „Egilsflöskuna“, sem um var keppt, til eignar. Ármenningar hafa alltaf unnið hlaupið mjög glæsilega. Í tvö fyrri skiptin áttu þeir þrjá fyrstu mennina í mark og hlutu lægstu stigatölu, sem hægt er að fá. Í ár tókst hins vegar Óskari Jónssyni úr ÍR að rjúfa hið alþekkta „Ármanns-tríó“ en engu að síður mátti segja að félagið var vel að verðlaunum sínum komið.

Leikar fóru þannig, að fyrstur að marki varð Sigurgeir Ársælsson á 15:42,4 mínútum, annar Hörður á 15:43,0 mín. og þriðji Óskar á 15:45,8 mín. Sveit Ármanns hlaut 7 stig, átti 1. 2. og 4. mann. Sveit ÍR varð næst með 17 stig (3., 5. og 9. mann) og þriðja varð sveit KR með 23 stig (6.7. og 10. mann).

Skráðir keppendur voru 15. Fjórtán þeirra lögðu af stað og komu allir að marki nema einn.

Aldrei seinkað um mínútu


Skemmtilegir yfirburðir


Úrslitin 1944