Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1945

Fyrsti sigur ÍR í aldarfjórðung

Það var hryssingslegt utandyra er Reykvíkingar vöknuðu sumardaginn fyrsta, er efnt var til þrítugasta Víðavangshlaps ÍR hinn 19. apríl 1945. Veður var óhagstætt, alskýjað og vindur hvass af norðvestan, um 6 vindstig. Lofthiti var 5,4 stig og slydduskúrir gengu yfir öðru hvoru. Þannig hélst það yfir daginn og höfðu hlaupararnir vindinn mest megnis í fangið. Mátti því telja tíma keppenda ágætan en vegalengdin var um 4 km.

Haraldur Björnsson KR og Óskar Jónsson ÍR koma að marki 1945 eftir jafna og harða keppni.[Í starfsbók ÍR var skráð um hlaupið: Veður og færð: Allan síðari hluta aðfararnætur hellirigndi og allt til kl. 10 árdegis. Færð því mjög þung og blaut. Varð því á kafla, t.d. byrja frá viðbragðsmerki, að fara hitageymaveginn að Reykjanesbraut. Færðist nú víða lítið norðar yfir há-vestur vindur mikill og það hvass að flögg stóðu. Meðan keppendurnir hlupu austur frá Golfskálanum gerði skarpa krapadembu og hélst hún á meðan þeir hlupu í norður og var svo á móti þeim eftir túnum og meðfram Miklubraut. Síðan var þurrt, en vindur hélst. Allir komu ómeiddir að marki, en síðasti maður virtist hafa tekið nokkuð nærri sér.“ ]

Fjórtán hlauparar boðuðu komu sína í þetta afmælishlaup og þrettán spreyttu sig. Náðu þeir allir að marki og var í fyrsta sinn tekinn tími á þeim öllum í stað aðeins þriggja fyrstu. Eins og að undanförnu var hlaupið sveitarkeppni. Upphaflega voru minnst fimm manna sveitir, en frá því árið 1937 hafa þær verið þriggja manna. Mest var þátttakan í hlaupinu árið 1922, en þá voru 38 keppendur.

Búist var við harðri og spennandi baráttu milli gömlu sigurvegaranna, Ármenninganna, og hins framsækna nýja liðs ÍR, sem þótti hafa mjög efnilegum hlaupurum á að skipa. Leikslok urðu þau, að Íþróttafélag Reykjavíkur vann hlaupið með 13 stigum, átti annan, fimmta og sjötta mann. Var það skemmtileg afmælisgjöf félaginu til handa í þessu afmælismóti. Var þetta í fyrsta sinn sem félaginu auðnast sigurinn frá 1920, eða eftir að önnur félög hófu þátttöku í hlaupinu. Fyrstu fimm árin var ÍR eina félagið, sem sendi keppendur til hlaupsins. Í ÍR-sveitinni voru Óskar Jónsson, Jóhannes Jónsson og Sigurgísli Sigurðsson.

Sigursveit ÍR í Víðavangshlaupinu 1945 (f.v.) Jóhannes Jónsson, Óskar Jónsson og Sigurgísli Sigurðsson.Sigur ÍR-inga var þó naumur því næst varð A-sveit Ármanns með 14 stig (3.,4. og 7. mann) og þriðja B-sveit Ármanns með 28 stig, (8., 9. og 11. mann). KR átti aðeins 2 menn í hlaupinu og því ekki fulla sveit. Tókst þeim því ekki að koma að óvörum og halda uppi fornri frægð félags síns í þessu hlaupi.

KR-ingar gátu þó státað af því að eiga fyrsta mann í mark því Haraldur Björnsson sigraði, eftir afar harða keppni við Óskar. Svo leit út, er keppendur nálguðust markið, að Óskar myndi vinna. Leiddi hann hlaupið þegar komið var á Fríkirkjuveginn af Sóleyjargötunni, en Haraldi tókst að skjótast fram úr honum á allra síðustu metrunum, rétt fyrir framan markið, og sigra. Eins og tímarnir bára með sér var keppnin afar hörð. Tími Haraldar var 13:10,8 mínútur, Óskars 13:11,0 mín.og Harðar Hafliðasonar Ármanni 13:13,2 mín.

Það var annar frumkvöðla hlaupsins, Helgi Jónasson frá Brennu, sem ræsti keppendur af stað við hitaveitugeymana á Öskjuhlíð, en þaðan lá svo leiðin og endað á móts við Miðbæjarskólann. Áhorfendur voru fjölmargir eins og venjulega þegar hlaup þetta hefur farið fram. Hafa bæjarbúar og gestir þeirra frá upphafi fylgst með hlaupinu af miklum áhuga. Komið hefur fyrir, að síðustu hlaupararnir hafa alls ekki getað komist að marki, því að mannfjöldinn þusti stundum út á götuna til að hylla þá sem sigur unnu.

Vísisbikarinn ekki tilbúinn


Undirbúningsnefnd


Löggunni þakkað


225 keppendur


Boðið ókeypis uppihald


Alveg ný leið


Breytilegar leiðir


Meistarakeppni í víðavangshlaupi


Keppendur silfraðir


Ánægja af fyrirhöfninni


Hlaupararnir týndust


Þeir mega ekki þegja


Hlaup fjöldans síðar meir?


Styrkja hjarta og lungu


Vorboði lífs og gleði


Úrslitin 1945


Leikskrá