Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1946

Þórður spretti hart úr spori

Sex hlauparar blönduðu sér lengst af í keppnina um fyrsta sætið í 31. Víðavangshlaupi ÍR. Gegn fremur óhagstæðu veðri mest alla leiðina, frostköldum og hvössum vindi á móti, höfðu þeir skorið sig úr eftir einn kílómeter og skilið sig allverulega frá hinum hópnum.

Þórður Þorgeirsson kom á óvart með sigrinum í Víðavangshlaupi ÍR 1946, sínu fyrsta hlaupi í Reykjavík.Þessir sexmennignar voru Þór Þóroddsson, UMSK, sem leiddi hlaupið mestalla leið, Óskar Jónsson og Jón Bjarnason ÍR og KR-ingarnir Haraldur Björnsson, Þórður Þorgeirsson og Indriði Jónsson.

Þegar inn í Hljómskálagarðinn kom var Jón Bjarnason fyrstur en á hæl­um hans Þórður. En þegar um 350 metrar voru í mark spretti Þórður svo úr spori, að enginn hinna gat fylgst með, hvað þá dregið hann uppi. Á þessu stutta skeiði sem eftir var náði hann nokkurra tuga forskoti á annan mann og vann hlaupið óvænt og örugglega.

Um næstu sæti var hins vegar háð harðvítug barátta. Óskar náði Jóni og skildi hann eftir, og rétt við Hljómskálann náði Haraldur Jóni einnig og loks Indriði, nokkrum metrum frá marki. Eftir hetjulega baráttu í fylkingarbrjósti varð Jón að gera sér fimmta að góðu. Þór, sem hafði haldið uppi hraðanum mestan hluta hlaupsins, gat heldur ekki haldið í hina á endasprettinum og varð að láta sér lynda sjötta sætið. Af röðinni í mark að ráða var strax auðséð, að KR hefði unnið sveitakeppnina, þar sem félagið átti 3 af 6 fyrstu mönnunum.

Mesta athygli vakti frammistaða Þórðar, því að bæði var þetta fyrsti sigur hans í hlaupi í Reykjavík og auk þess var þetta í fyrsta skipti sem hann hljóp svona langa vegalengd, en leiðin var um 4,5 km. Þá keppti Þórður þarna í fyrsta sinn fyrir KR; hafði áður keppt fyrir UMF Vöku og staðið sig vel.

Hinir þrír næstu voru allt gamalkunnir þolhlauparar. Jón Bjarnason þótti eftirtektarverður því þetta var í fyrsta sinn sem hann tók þátt í hlaupakeppni. Þá hafði Þór Þóroddsson getið sér góðan orðstýr á skólamótum í Bandaríkjunum, þar sem hann keppti fyrir Ohio State háskólann. Meðal afreka hans þar var fjórða sæti af 40 í víðavangshlaupi á Big Ten mótinu, þar sem 10 stærstu háskólar Bandaríkjanna kepptu innbyrðis.

Stigakeppnin fór þannig, að sveit KR hlaut 8 stig og vann hlaupið. Á eftir Þórði í fyrsta sæti varð Haraldur í þriðja sæti og Indriði fjórði. Unnu KR-ingar Vísisbikarinn í fyrsta sinn en sveit ÍR vann hann árið áður. ÍR átti 2, 5 og 7 mann, eða þá Óskar, Jón og Aage Steinsson, og fékk 14 stig. Tvo úr sigursveitinni frá í fyrra vantaði. Jóhannes Jónsson hafði æft vel en fótbrotnaði rétt áður en hlaupið fór fram og Sigurgísli Sigurðsson var eigi í æfingu vegna þess að hann var að taka sveinspróf. Ármann varð síðan í þriðja sæti með 21 stig og B-sveit KR fékk 34 stig. UMSK fékk ekki fulla sveit þar sem einn keppandi hennar gafst upp á leiðinni.

Leiðin var svipuð og 1945, en þó byrjað á öðrum stað. Hlaupið hófst nærri Golfskálanum og fyrst var hlaupinn hring­ur um golfvöllinn, síðan niður norð­an við Þóroddsstaði og yfir veginn hjá Pólunum, í gegnum kálgarðana inn í Hljómskálagarð og gegnum hann inn á Fríkirkjuveg og endað hjá Bindindishöllinni. Keppendur voru alls 19 á skrá, og mættu 16 til leiks en 15 luku hlaupinu.

Fleiri sveitir árið eftir


Þunglamalegir og þreyttir


Boðaðir í læknisskoðun


Á blankskóm


Sektir vegna fjarvista


Sú saga má ekki endurtaka sig


KR kom fyrst fram á Víðavangshlaupi ÍR


Úrslitin 1946