Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1952

Fjórir fyrstu voru úr ÍR

ÍR-ingar báru glæsilegan sigur úr býtum í 37. Víðavangshlaupi félagsins, á sumardaginn fyrsta 1952. Skipuðu þeir fjögur fyrstu sætin og áttu auk þess 11. og 12. mann. Kristján Jóhannsson sigraði glæsilega, kom 25 sekúndum á undan næsta manni, hinum unga ÍR-ingi Sigurði Guðnasyni, í mark. Var þetta í fyrsta sinn sem ÍR-ingur vinnur hlaupið frá því Jón Kaldal og Ólafur Sveinsson unnu fyrstu fjögur hlaupin, 1916 til 1919.

Kristján Jóhannsson ÍR kemur fyrstur í mark 1952.Víðavangshlaupið er venjulega fyrsti vorboði í útiíþróttalífi borgarinnar og hressir huga allra þeirra, sem hafa áhuga á íþróttum. Veður var þó fremur kalsalegt á fyrsta sumardegi 1952, austan gjóla og slítingur úr lofti. Með ólíku veðri kvaddi veturinn því á síðasta degi hans var glampandi sólskin í bænum, logn allan daginn. Kuldinn, rigningin og næðingurinn daginn eftir gerði að verkum að áhorfendur á Víðavangshlaupinu voru færri en vant var.

Hlaupið hófst og lauk í Hljómskálagarðinum og var sú breyting til ánægjuauka fyrir áhorfendur. Það var nýbreytni að hefja hlaupið þar. Allir keppendurnir 13 sem hófu hlaupið luku því.

Kristján hljóp rúmlega þriggja kílómetra vegalengdina á 9:59,2 mín., annar varð Sigurður á 10:24,4 mín. og þriðji Torfi Ásgeirsson ÍR á 10:31,2 mín. Fjórði ÍR-ingurinn varð svo Guðmundur Bjarnason.

Kristján varð annar í mark tvö síðustu árin og þetta var því fyrsti sigur hans í hlaupinu. Hann virtist vera í mjög góðri æfingu og því var spáð eftir mikinn sigur hans, að hann myndi geta gert atlögu að bæta 5 km metinu þá um sumarið. Það var elst íslenskra frjálsíþróttameta, átti 30 ára afmæli á árinu. Kristján átti eftir að koma meira við sögu Víðavangshlaupsins og sigrarnir að verða fleiri.

Tvö félög, ÍR og Ármann, sendu þriggja manna sveit til keppninnar en aðeins ÍR tefldi fram fullskipaðri fimm manna sveit. Vann hún þar af leiðandi þá keppni, með 21 stigi. ÍR vann þriggja manna sveitarkeppnina með lægstu mögulegu stigatölu, 6 stigum. Sveit Ármanns hlaut 18 stig og b-sveit ÍR 23 stig. Unnu ÍR-ingar því bæði bikar Hallgríms Benediktssonar fyrir þriggja manna sveit og Pepsi-Cola bikarinn fyrir fimm manna sveit. Handhafar beggja voru Ármenningar. Þeir máttu muna fífil sinn fegurri í hlaupinu. Nú varð þeirra fyrsti maður aðeins sjötti í mark og næstu tveir í áttunda og níunda sæti. Lítt þekktur en ungur og efnilegur hlaupari frá ungmennafélaginu Vöku, Brynjólfur Ámundason, kom á óvart. Með fimmta sæti varð hann fyrstur keppenda sem ekki voru í ÍR.

Nokkuð eftirtektarvert þótti að í þessu hlaupi hljóp Oddgeir Sveinsson KR Víðavangshlaupið í 22. sinn, sem var vel af sér vikið. Aftur á móti virtist sem gamla veldi KR væri illa aftur farið því Oddgeir var eini liðsmaður þess í hlaupinu.

Hlaupaleiðin var önnur en undanfarin ár og um 3,2 km. Hófst hlaupið í Hljómskálagarðinum sem fyrr segir og lá leiðin síðan yfir íþróttasvæði Háskólans, austan við Nýja Stúdentagarðinn, þaðan til vesturs yfir Grímsstaðaholtið, milli Loftskeytastöðvarinnar og holtsins, síðan niður á Ægissíðu og þaðan til austurs á Þormóðsstaðaveginn og hlaupið eftir honum yfir holtið aftur sunnan prófessorsbústaðanna. Þegar komið var austur fyrir þá var stefnan tekin til norðurs um Vatnsmýrina og hlaupið í sjónhendingu á Hljómskálann.

Umhyggja Vöðvans Ó. Sigurs


Óþarfi að þakka


Hampa sínum


Úrslitin 1952