Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1960-1969

1960 - Samvinnuskólamenn settu svip

Meðal þeirra sem fögnuðu sigri með Kristleifi 1960 var gamall hlaupagarpur, Magnús Guðbjörnsson. Hægra megin eru keppendur á fyrstu metrum hlaupsins.

Dagblöðin fjölluðu í ár meira um Víðavangshlaup ÍR fyrirfram en áður, að því er best varð séð. Tvo bestu mennina frá fyrra ári vantaði að vísu vegna veikinda en í staðinn beindist athyglin að sex nemendum af Samvinnuskólanum að Bifröst sem boðuðu þátttöku. Var það í fyrsta skipti, sem þessi skóli sendir þátttakendur í hlaupið og voru þeir tæpur helmingur þátttakenda, sem í heild voru 14.

Lesa meira >>

Kristleifur kemur langfyrstur í mark 1961.

1961 - Hlaut slæman skurð en vann samt yfirburðasigur

Eftir langvarandi velgengni og spennandi keppni datt þátttaka í Víðavangshlaupi ÍR nokkuð niður í byrjun sjöunda áratugarins. Sveifla sú varð sem betur fer tiltölulega skammvinn. En um tíma voru keppendur innan við tugur og þurfti næstum að grípa til ráða sem Helgi Jónasson frá Brennu lét sér detta í hug; að fara fremur í verkamannaskýlið við höfnina og ráða þar menn til að hlaupa heldur en láta Víðavangshlaupið niður falla.

Lesa meira >>

Kristleifur Guðbjörnsson KR slítur marklínuna 1962 ögn á undan félaga sínum Agnar Levý.

1962 - Lítil þátttaka og rislágt hlaup

Heldur þótti fjölmiðlum illa komið fyrir Víðavangshlaupi ÍR er aðeins sex keppendur frá fjórum félögum höfðu tilkynnt þátttöku í hlaupinu 1962. Höfðu skráðir keppendur aldrei verið færri. Árið áður voru þeir átta sem þótti afburða slakt og voru Reykjavíkurfélögin gagnrýnd þá fyrir að eiga aðeins þrjá keppendur. Að þessu sinni mætti aðeins ein þriggja manna sveit og gekk bikarinn fyrir sigur í fimm manna sveit því ekki út.

„Þátttaka í hlaupinu var óvenjulega lítil og má undarlegt kallast hversu Íslendingar eru daufir fyrir þátttöku í slíkri keppni, en erlendis skipta þátttakendur hundruðum í ámóta hlaupum,“ sagði Morgunblaðinu um keppendafæðina. Aðeins einu sinni áður höfðu jafn margir komið í mark, árið 1957.

Upphaf hlaupsins og endir var í Hljómskálagarðinum og hlaupaleiðin svipuð og undanfarin ár. Í upphafi tók Jón Guðlaugsson HSK forystu og hélt henni fyrstu mínúturnar. Þá komu KR-ingarnir Kristleifur Guðbjörnsson og Agnar Levý til sögunnar. Milli þeirra hófst hörð barátta og áhorfendur undruðust mjög hvað Agnari hafði farið fram.

Lesa meira >>

1963 - Samflot KR-inganna þótti skrýtið

Í umfjöllun sinni spurði Tíminn í fyrirsögn hvort Víðavangshlaupið hefði liðið undir lok sumardaginn fyrsta,  25. apríl 1963.

Víðavangshlaup ÍR vorið 1963 var ólíkt öllum öðrum. Komu þrír hlauparar úr KR hlið við hlið á léttu rúlli í mark, langt á undan öðrum keppendum, og freistuðu þess að deila sigrinum. Það gekk ekki eftir og uppátækið mæltist illa fyrir meðal áhorfenda við endamarkið og blöðin hirtu KR-ingana í skrifum sínum um hlaupið. Létu þeir nær ósagt um hlaupið sjálft en skrifuðu því meir um framkomu fyrstu manna.

Lesa meira >>

Þórarinn Arnórsson ÍR kemur í mark sem sigurvegari í 49. Víðavangshlaupi ÍR.

1964 - Botninum náð

Það var fámennur hópur sem lagði upp í 49. Víðavangshlaup ÍR á sumardaginn fyrsta 1964. Keppendur voru aðeins 4 og höfðu aldrei verið færri. Tveimur dögum fyrir hlaup var aðeins vissa um þátttöku tveggja til þriggja. Aldrei voru horfur eins dökkar og eðlilegt að spurt væri hvort hlaupið væri að fjara út vegna áhugaleysis. Botninum var náð en innan nokkurra ára snerist dæmið við og margfaldaðist þátttakan á ný. Slæmt hefði það verið fyrir íþróttirnar og fyrir Reykjavíkurborg ef það hefði lagst niður vegna þátttökuleysis eftir 1964.

„Á næsta ári verður 50. Víðavangshlaupið háð, og vonandi verður þátttaka þá meiri, eins og verðugt er. Það er líka furðuleg ráðstöfun hjá íþróttaforystunni í nágrannabæjum Reykjavíkur að skipuleggja víðavangshlaup sín einmitt sama dag og þetta gamalkunna hlaup fer fram. Víðavangshlaup ÍR er opið fyrir þátttöku íþróttamanna af öllu landinu, og væri það tvímælalaust ávinningur fyrir þá, sem þátt taka í hlaupunum í nágrenninu, að fá einnig tækifæri til að keppa í því,“
sagði Þjóðviljinn að hlaupi loknu. Kvað að áhyggjum hjá þessu blaði sem öðrum um þátttökufæð síðustu ára.

Í samtali við Þjóðviljann sagði Reynir Sigurðsson, formaður ÍR, ekki annað koma til mála en að láta hlaupið fara fram þrátt fyrir þessa litlu þátttöku. Víðavangshlaup ÍR væri það íþróttamót sem ætti sér einna lengsta erfðavenju að baki. Og það ætti að vera kappsmál allra íþróttamanna og íþróttaunnenda að standa vörð um framtíð þess.

Lesa meira >>

1965 - Glæsibragur á 50. hlaupinu

Fimmtugasta Víðavangshlaupið að hefjast. Halldór Guðbjörnsson hefur tekið forystuna, þá koma Hafsteinn Sveinsson, Agnar Leví, Helgi Hólm og Kristleifur Guðbjörnsson.

Á ýmsu hafði oltið þau 50 ár sem liðin voru frá því Víðavangshlaup ÍR var háð í fyrsta sinn. Merkilegt hlýtur að teljast að hlaupið féll aldrei niður á því tímabili. Aðeins einu sinni reyndist nauðsynlegt að fresta hlaupinu vegna veðurs fyrsta sumardag. Á stundum gekk erfiðlega að fá menn til þátttöku í hlaupinu og fæstir hafa hlaupararnir orðið fjórir, eða í fyrra.

Lesa meira >>

1966 - Fararstjórinn skrapp úr fötunum

Halldór Guðbjörnsson KR sigrar í 51. Víðavangshlaupi ÍR, 1966. Agnar Leví er skammt undan.

Í 51. Víðavangshlaupi ÍR, 1966, settu Skarphéðinsmenn sterkan blæ á upphaflegan tilgang hlaupsins, þ.e, sveitakeppnina. Þeir einir áttu sveit í hverjum flokki hennar, 3ja, fimm og 10 manna. Stóð það þó mjög tæpt. Vegna slæmrar færðar mættu sumir þeirra ekki fyrr en á síðustu stund og voru þá 9 komnir af 16. En frekar en Skarphéðinn missti af 10 manna bikarnum sem félagið vann í fyrra, fór fararstjórinn Hafsteinn Þorvaldsson, lögreglumaður á Selfossi, úr fötum á síðustu stundu og hljóp vegalengdina. Varð hann að vísu síðastur að marki en var þó vel fagnað.

Lesa meira >>

1967 - Rislítið hlaup í sjö stiga frosti

Þrír fyrstu kasta mæðinni að loknu 52. Víðavangshlaupi ÍR. Frá vinstri: Gunnar Kristinsson HSÞ, Halldír Guiðbjörnsson KR og Agnar Levy KR.

Aðeins sjö hlauparar tókust á við heldur kuldalegt veður í Víðavangshlaupi ÍR á sumardagsins fyrsta 1967. Þrettán höfðu boðað þátttöku en kuldinn virtist hafa lagt sex þeirra að velli. Varð það Vísi tilefni til þeirrar spurningar í fyrirsögn hvort „víðavangshlauparar væru kuldakreistur“, en hlaupið var háð í 7 stiga frosti og nokkurri gjólu.

Lesa meira >>

1968 - Austfirðingurinn sigldi fram úr

Örn Agnarsson UÍA kom á óvart með sigri sínum.

Árið 1968 urðu þau kaflaskipti í Víðavangshlaupi ÍR, ef svo mætti orða það, en þá fór Austfirðingur í fyrsta sinn með sigur af hólmi – og það mjög óvænt. Og hann var ungur í þokkabót, á 19. aldursári. Þessi ungi maður var Örn Agnarsson og var þetta í fyrsta sinn sem hann tók þátt í laupinu.

Örn var Norðfirðingur og stundaði nám í skrifvélavirkjun í Reykjavík. Hann hafði æft hjá ÍR og vakið athygli fyrir ágætan árangur í innanhússmótum um veturinn. Af þeim sökum og vegna sigursins í Víðavangshlaupinu var þess vænst að hann sýndi miklar framfarir á hlaupabrautinni um sumarið.

Breiðablik í Kópavogi (UBK) átti þrjá næstu menn. Annar varð Þórður Guðmundsson, kom í mark rúmum átta sekúndum á eftir Erni; Þriðji varð Gunnar Snorrason og fjórði Trausti Sveinbjörnsson. UBK átti einnig áttunda til fjórtánda mann og var eina liðið sem tefldi fram í sveitakeppni hlaupsins. Sneru hlauparar félagsins því heim í Kópavog með þrjá bikara, fyrir sigur í 3ja, 5 og 10 manna sveitum. Er óhætt að segja, að Kópavogsmenn hafi sett mikinn svip á hlaupið. Þeir mættu 10 til leiks en aðeins fjórir keppendur voru frá jafn mörgum félögum öðrum; UÍA, KR, ÍR og HSK.

Er hlaupararnir birtust á bakaleiðinni í Hljómskálagarðinum hvað frá þuli hlaupsins „Þórður Guðmundsson kemur fyrstur“. Og þeir, sem stóðu við endamarkið hjá Miðbæjarskólanum, sáu Þórð hlaupa út úr Hljómskálagarðinum og inn á Fríkirkjuveginn. En skyndilega birtist annar hlaupari við hliðina á honum og fór greiðlega fram úr. Hér var kominn Austfirðingurinn fljúgandi, Örn Agnarsson. Engin snúra var við endamarkið til að slíta og þegar Örn nálgaðist markið vissi hann ekki nákvæmlega, hvar hann átti að hætta. Guðmundur Hermannsson, yfirlögregluþjónn og Íslandsmethafi í kúluvarpi, var við endamarkið og vísaði hinum unga Austfirðingi í mark.

Lesa meira >>

1969 - Kópavogsmenn sigursælir

Frá upphafi Víðavangshlaupsins 1969. Fremstir fara (f.h.) Kristján Magnússon Ármanni, Jón Guðlaugsson HSK og Jórdaninn Jamit Jamie.

Allt þar til nú, eða alla vega fram til síðustu ára, hefur Víðavangshlaup ÍR verið fyrsti umtalsverði viðburður frjálsíþróttaársins. Gott upphaf þar gat boöað gott sumar og verið góð auglýsing fyrir þá sigursælu; einstaklinga sem félög. Því meiri metnað sem félög lögðu í hlaupið þeim mun sterkari gat sú auglýsing orðið sem þau hlutu með uppskeru sinni.

Lesa meira >>