Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1960

Samvinnuskólamenn settu svip

Meðal þeirra sem fögnuðu sigri með Kristleifi 1960 var gamall hlaupagarpur, Magnús Guðbjörnsson. Hægra megin eru keppendur á fyrstu metrum hlaupsins.Dagblöðin fjölluðu í ár meira um Víðavangshlaup ÍR fyrirfram en áður, að því er best varð séð. Tvo bestu mennina frá fyrra ári vantaði að vísu vegna veikinda en í staðinn beindist athyglin að sex nemendum af Samvinnuskólanum að Bifröst sem boðuðu þátttöku. Var það í fyrsta skipti, sem þessi skóli sendir þátttakendur í hlaupið og voru þeir tæpur helmingur þátttakenda, sem í heild voru 14.

Hörður Haraldsson, einn helsti hlaupagarpur landsins um langt árabil, var kennari við skólann og til hans var rakinn sá mikli áhugi sem var fyrir hlaupum meðal nemenda. Þjálfaði hann þá fyrir hlaupið. Var þátttaka þeirra hin ánægjulegasta. Hins vegar þótti sú staðreynd sorgleg, að aðeins eitt Reykjavíkurfélag sendir þátttakendur í hlaupið, KR. Þótti það skammarlega lítil þátttaka frá hinum stóru Reykjavíkurfélögum. Meðal keppenda KR var hinn 21 árs gamli Kristleifur Guðbjörnsson, sem talin var sigurstranglegur. Haukur Engilbertsson úr Borgarfirði, sem sigraði í fyrra, gat ekki keppt sökum lasleika og sama var að segja um Kristján Jóhannsson ÍR.

HSK vann þriggja manna sveitakeppnina en sveitina skipuðu (f.v.) Guðjón Gestsson, Hafsteinn Sveinsson og Jón Gunnlaugsson.Hlaupið var úr Hljómskálagarðinum við Tjörnina, suður Vatnsmýrina að Tívólígarðinum og til baka um Njarðargötuna aftur inn í Hljómskálagarðinn og endað við Hljómskálann. Hlaupaleiðin var um það bil 3,4 km. Luku keppendur upp einum rómi um að hún hefði verið skemmtileg og góð, en Guðmundur Þórarinsson þjálfari ÍR-inga lagði hana.

Kristleifur beið ekki boðanna eftir ræsinguna og fór greitt. Er hlaupið var út úr garðinum mátti þegar greina nokkra yfirburði hans. Var hann var þá þegar búinn að ná um 30 metra forskoti á keppinauta sína. Jók hann bilið stöðugt og í hálfnuðu hlaupi var hann á að giska um 100 metra á undan næsta manni. Er hann kom í mark var hann yfir 200 metrum á undan næstu mönnum, eða 45 sekúndum. Sjaldan eða aldrei hefur sigurvegari haft eins mikla yfirburðí í Viðavangshlaupi ÍR. Sigur Kristleifs var mjög glæsilegur og mátti þakka hann miklum æfingum um veturinn. Var því mikils vænst af honum á sumrinu sem var að ganga í garð.

„Það var erfitt að hlaupa í dag,“ sagði Kristleifur við Tímann eftir hlaupið. „Kuldinn dró mjög úr árangri og vindurinn var á móti mestalla leiðina. Hins vegar var svæðið, sem hlaupið var um, ekki erfitt og skurðurinn og girðingin töfðu keppendur lítið. Ég er nú í mjög góðri æfingu – hef aldrei æft eins vel og í vetur, og vonast til að ná góðum árangri í sumar, þegar á hlaupabrautirnar kemur.“

 

Tryggði Skarphéðni sigur


Miklir yfirburðir


Rótgróin grein


Utanbæjarmenn unnu bikarana


Úrslitin 1960