Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1971

Konur keppa í fyrsta sinn

Söguleg tímamót urðu í Víðavangshlaupi ÍR árið 1971. Konur, eða veikara kynið eins og Morgunblaðið sagði, kepptu í fyrsta sinn og stóðu sig með sóma. Þá var þátttökumet slegið með því að 61 keppandi hóf hlaupið og komu þeir allir í mark í hlýju sólarveðri. Vantaði þó 25 skráða, aðallega vegna flensufaraldurs. Halldór Guðbjörnsson, hinn kunni hlaupari úr KR, sigraði í hlaupi eftir mjög harða keppni við ungan ÍR-ing, Ágúst Ásgeirsson.

Konur kepptu í fyrsta sinn í Víðavangshlaupi ÍR árið 1971 er þrjár ungar stúlkur úr ÍR tóku þátt. Þær eru (f.v.) Bjarney Árnadóttir, Katrín Ísleifsdóttir og Lilja Guðmundsdóttir.Hlaupið hófst á sama stað og undanfarin ár, á vesturbakka Tjarnarinnar við Skothúsveg. Hlaupaleiðin var sú sama og í fyrra – um 3,3 km – en hlaupin rangsælis nú. Vegna fjöldans varð að stilla þátttakendunum upp í margar raðir í rásmarkinu. Var nokkur troðningur í hlaupinu fyrstu metrana, en fljótlega eftir að af stað var farið tók að greiðast úr hópnum. Áður en hlaupararnir yfirgáfu Hljómskálagarðinn hafði Norðmaðurinn Karl Olav Idland tekið forustuna og hljóp rösklega. Fast á eftir honum komu svo þeir Íslendingar sem búist var við að yrðu i fremstu röð í hlaupinu.

Hlaupinu lauk við Menntaskólann við Tjörnina, en þar hafði safnast saman margt manna til þess að fylgjast með úrslitunum. „Þegar hlaupararnir komu út úr Hljómskálagarðinum og hófu endasprettinn á Fríkirkjuveginum voru margir saman í hnapp. En fljótlega eftir að á götuna kom tóku þeir Halldór Guðbjörnsson og Ágúst Ásgeirsson forystuna, og var geysilega mikil keppni milli þeirra síðustu metrana. Hafði Halldór betur í þeirri viðureign og kom í markið sem sigurvegari í þessu skemmtilega hlaupi. Bendir afrek Halldórs til þess að hann sé nú i góðri æfingu og sé líklegur til afreka á hlaupabrautinni í sumar. Hið sama má segja um Ágúst Ásgeirsson sem er kornungur og sérstaklega efnilegur hlaupari. Hlaupararnir komu síðan í mark einn af öðrum og var mikil keppni um fimm fyrstu sætin, og reyndar flest hin, þar sem um sveitakeppni var að ræða, og því að miklu að keppa,“ sagði Morgunblaðið.

Í þriðja sæti og nokkrum metrum á eftir Halldóri og Ágústi varð Olav Idland eftir hörkukeppni við Sigvalda Júlíusson UMSE og Jón H. Sigurðsson HSK. Hann var annar tveggja norskra stúdenta sem kepptu í hlaupinu. Vísir lýsti rimmunni á Fríkirkjuveginum með þessum hætti: „Það voru fimm menn í hóp, sem komu saman út úr Hljómskálagarðinum og hörkukeppni var Frikirkjuveginn að lokamarkinu við gamla barnaskólann. Ágúst var fyrstur meginhluta – Halldór komst aðeins framúr honum um tíma – en Ágúst náði svo aftur forustu og það var ekki fyrrr en á lokametrunum, sem Halldóri tókst að tryggja sér sigur.“ Eins og sést á úrslitunum munaði ekki nema fimm sekúndum á fyrsta manni og þeim fimmta. Sýndir það glöggt hve jöfn og skemmtileg keppnin var.

Smellið hér til að sjá fleiri myndir

 

Þrjár ungar stúlkur úr ÍR


Skemmtilegt á hlaupinu


Flöggin hurfu jafnharðan


Samhliða í mark


Kornungir bræður


Sigraði naumlega


17 úr Stjörnunni


Vildi fá fleiri kaskara


Úrslitin 1971


Leikskrá