Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1972

Enginn átti svar við lokaspretti Ágústs

Í byrjun áttunda áratugarins voru að koma fram ungir og efnilegir hlauparar sem þóttu líklegir til aukinna afreka í framtíðinni. Skari sá var að sumu leyti afrakstur Hljómskálahlaups ÍR sem hóf göngu sína í ársbyrjun 1969. Þar og í fleiri unglingahlaupum ÍR á næstu árum komu fyrst fram margir íþróttamenn af báðum kynjum sem áttu eftir að láta að sér kveða, bæði frjálsíþróttum og öðrum greinum.

Ágúst Ásgeirsson ÍR vinnur sinn fyrsta sigur af sjö í Víðavangshlaupi ÍR 1972.Meðal þessara nýju kynslóðar frjálsíþróttamanna má, að öðrum ólöstuðum, nefna Gunnar Pál Jóakimsson, Lilju Guðmundsdóttur, Ragnheiði Pálsdóttur, Óskar Jakobsson og Ágúst Ásgeirsson, sem vann drengjaflokkinn í Hljómskálahlaupinu 1969. Aðeins þremur árum seinna vann hann sinn fyrsta sigur af sjö í Víðavangshlaupi ÍR. Hann varð fimmti í hlaupinu árið 1970 og annar 1971.

„Þetta var ansi erfitt hlaup og það var mjög þungt að hlaupa í mýrinni. Við Jón H. Sigurðsson fylgdumst lengi vel að og aðrir voru skammt á eftir – en þegar á Fríkirkjuveginn kom herti ég sprettinn, fór fram úr Jóni og varð lítið var við aðra keppendur lokasprettinn,“ sagði Ágúst við dagblaðið Vísi eftir að hafa komið fyrstur í mark í 57. Víðavangshlaupi ÍR, en 64 keppendur luku hlaupinu, sem var metþátttaka.

Blaðið sagði að það hafi ekki verið að sjá á Ágústi, þegar hann spretti úr spori Fríkirkjuveginn og var fagnað sem sigurvegara af miklum fjölda áhorfenda, að hlaupið hefði verið erfitt fyrir hann. „Áreynslulaust hljóp hann í markið, en það sama var ekki hægt að segja um marga aðra í hlaupinu. Þar höfðu margir greinilega ætlað sér um of og komu örþreyttir í mark.

En ekki allir. Léttir voru þeir knattspyrnumennirnir „gömlu“ í Fram með Reyni Karlsson æskulýðsfulltrúa í broddi fylkingar; litlu bræðurnir tveir úr ÍR, Sigurður og Magnús Haraldssynir sem urðu nr. 39 og 40 og þó langt innan við fermingu; hlaupadrottningin Ragnhildur Pálsdóttir UMSK, sem var nr. 44; elsti keppandinn Jón Guðlaugsson HSK, sem 46 ára varð nr. 36 aðeins á eftir Guðmundi Óskarssyni, Fram, áður kunnum landsliðsmanni í knattspyrnu og sjónvarpsmaðurinn Rúnar Gunnarsson, sem var nr. 25.

Þessir keppendur hlupu fyrir ánægjuna að taka þátt í þessu sögufræga hlaupi – en hins vegar fæ ég ekki séð hvaða erindi miklir afreksmenn á öðrum sviðum frjálsíþrótta eins og Bjarni Stefánsson og Friðrik Þór Óskarsson eiga í slíkt hlaup. Þeir urðu nr. 31 og 32, þátttaka þeirra er aðeins til þess fallin að draga úr snerpu þeirra. En nóg um það.“

Múgur og margmenni fylgdist með endasprettinum á Fríkirkjuvegi. Hér fer fremstur Guðmundur Óskarsson fisksali.Jón H. Sigurðsson, HSK, sem nýlega varð sigurvegari í Víðavangshlaupi Íslands, varð nú að láta sér lynda annnað sæti. Hann fór villur vegar í mýrinni og tapaði nokkrum metrum, en hann hafði þó enga möguleika gegn Ágústi að þessu sinni. Sigurvegarinn hljóp vegalengdina, sem eru rúmir 3 km, á 11:09,3 mín., en Jón á 11:13,9 mín.

Þriðji í hlaupinu varð Einar Óskarsson UMSK, á 13:27,0 mín. Fjórði Sigfús Jónsson ÍR, á 11:28,5 mín. Fimmti Ragnar Sigurjónsson UMSK, á 11:35.8 mín. Sjötti Högni Óskarsson KR, á 11:53,4 mín. Sjöundi Gunnar Ó. Gunnarsson UNÞ, á 11:58,0 mín. Áttundi Vidar Toreid Ármanni, á 11:58,6 mín. Níundi Helgi Ingvarsson HSK, á 12 mín. og tíundi Niels Nielsson KR, á 12:04,0. Luku 64 hlauparar keppni.

ÍR sigraði í þriggja manna sveitakeppni, hlaut 18 stig gegn 10 stigum UMSK og hlaut Gunnars Ásgeirssonar-bikarinn að launum. UMSK sigraði hins vegar í bæði 5 og 10 manna sveitakeppni og hlaut fyrir það CocaCola-bikarinn og Silla & Valda-bikarinn. ÍR sigraði í þriggja manna sveit kvenna, en þar var keppt um Sportvalsbikarinn. Og elsta 5 manna sveitin reyndist vera frá Fram. Aldur hlauparanna var samtals 176 og hlaut sveitin bikar gefinn af Brunabótafélagi Íslands. Þá hlaut elsti þátttakandinn, Jón Guðlaugsson HSK bikar sem Vátryggingaskrifstofa Sigfúsar Sighvatssonar gaf. Jón var 46 ára gamall, en yngsti þátttakandinn í hlaupinu, Magnús Haraldsson ÍR, aðeins 10 ára.

Víðavangshlaupið fór fram í miklu blíðskaparveðri og var hið ánægjulegasta. „Réð þar miklu fjöldi þátttakenda, fólk af báðum kynjum, sprækir íþróttamenn og „öldungar“, eins og Morgunblaðið sagði. Bætti það við að mjög mikill fjöldi hafi fylgst með hlaupinu sem sannarlega hafi vakið verðskuldaða athygli. Alls voru 78 skráðir til keppni, en 64 lögðu af stað og luku hlaupinu. Var það fjölbreytilegur hópur, allt frá börnum innan við fermingu til þrælfullorðinna manna.

Hlaupið hófst eins og næstu ár á undan á vesturbakka miðtjarnarinnar við Skothúsveginm. Hlaupnir voru um 1000 metrar inni í Hljómskálagarðinum, síðan lá leiðin suður yfir Háskólavöllinn að Norræna húsinu. Sunnan þess var beygt í austur og hlaupið yfir mýrina og yfir Njarðargötuna, suður kálgarðana að gamla Tívolígarðinum. Þaðan lá leiðin í boga og vestur yfir mýrina að prófessorabústöðunum, en þaðan var svo stefnan tekin í norður eftir mýrinni, yfir Háskólavöllinn, gegnum Hljómskálagarðinn, norður Fríkirkjuveginm og endað við norðurhorn Menntaskólans við Tjörnina, gamla Miðbæjarskólann.

Smellið hér til að sjá fleiri myndir

Verður ekki betra


Sá elsti – þeir elstu


Fleiri flokka


Ragnhildur langfyrst


Úrslitin 1972


Leikskrá