Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1974

ÍR-ingar eignast sinn fyrsta bikar

Víðavangshlaup ÍR 1974 markar tímamót því nú unnu gestgjafarnir í fyrsta sinn bikar í sveitakeppni hlaupsins til eignar. Var það bikar Gunnars Ásgeirssonar hf. fyrir 3ja manna sveit. Í starfsskýrslu frjálsíþróttadeildar ÍR segir: „ Þar með er ísinn brotinn og það er von okkar að fleirri geti á eftir fylgt og að ekki þurfi að bíða önnur 59 ár eftir næsta bikar.“ Vonir félagsins um frekari sigra á ókomnum árum áttu heldur betur eftir að rætast.

Fyrstu þrír taka við verðlaunum sínum (f.v.) Sigurður Pétur Sigmundsson FH, sem varð þriðji, Sigfús Jónsson ÍR, sem varð annar, og Ágúst Ásgeirsson ÍR.Bikar fyrir bæði 5 og 10 manna sveit voru möguleikar á að vinna til eignar í 60. hlaupinu að ári, 1975, en að þessu sinni unnu ÍR-ingar þá annað árið í röð. Og hlaupið í ár var samfelld sigurganga ÍR-inga því þeir unnu allar sveitakeppnirnar í karlaflokki, og áttu auk þess tvo fyrstu menn að marki í hlaupinu.

„En þetta var því aðeins hægt að okkar bestu menn, Ágúst og Sigfús, yrðu teknir heim frá Englandi gagngert til að hlaupa og var það gert með talsverðum tilkostnaði. Þeir brugðust ekki vonum okkar en háðu grimmilegt einvígi um sigurinn í hlaupinu langt á undan keppinautunum og lögðu góðan grunn að sigrum ÍR í öllum sveitakeppnum karlanna,“ segir ennfremur í skýrslu deildarinnar.

Það voru félagarnir Sigfús Jónsson og Ágúst Ásgeirsson sem börðust jafnri baráttu um sigurinn í hlaupinu, og höfðu þeir algjöra yfirburði yfir aðra þátttakendur. Þegar komið var út úr Hljómskálanum hófst barátta þeirra fyrir alvöru, og tókst Ágústi að verða skrefinu á undan í mark.

Var þetta þriðji sigur Ágústs í Víðavangshlaupi ÍR í röð, en jafnframt sá naumasti. Þar með hefndi hann fyrir ósigurinn í Víðavangshlaupi Íslands, sem fram fór 24. mars sl., á fimmtugsafmæli Guðmundar Þórarinssonar þjálfara frjálsíþróttadeildar ÍR. Þá hrósaði Sigfús öruggum sigri og Ágúst varð annar.

Vegna prentaraverkfalls frá í mars og fram í maí var Morgunblaðið eini prentmiðillinn sem fjallaði um hlaupið. Það veitti meðal annars góðri frammistöðu ungra hlaupara úr Hafnarfirði athygli. „FH-ingar voru þeir einu sem veittu ÍR-ingum keppni í hlaup­inu, og munaði t.d. aðeins einu stigi á 5-manna sveitum félaganna, og reyndar líka litlu í 3ja manna keppninni. Vöktu hinir ungu FH-ingar óskipta athygli, en þar eru á ferðinni bráðefnilegir hlauparar. FH vann svo örugglega 3ja kvenna sveitarkeppnina, en Ragnhildur Pálsdóttir úr UMSK, sigraði í einstaklingskeppninni eins og í fyrra. Þó með minni yfirburðum en þá, þar sem Anna Haraldsdóttir fylgdi henni lengst af vel á eftir.“

Til keppni í Víðavangshlaup ÍR að þessu sinni voru skráðir 73, þar af 18 konur. Mæting þeirra var slæm en alls hlupu 47 og luku allir hlaupinu að einni stúlku undanskilinni. Elsti þátttakandinn, Jón Guðlaugsson, HSK, sem var 48 ára, var heiðraður sérstaklega af ÍR-ingum að hlaupinu loknu.

Smellið hér til að sjá fleiri myndir

 

Úrslitin 1974


Leikskrá