Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1977

Millimetrar á marklínunni

Metþátttaka var í hinni árlegu sumargjöf, Víðavangshlaupi ÍR, á sumardaginn fyrsta 1977 en þá fór hlaupið fram 62. árið í röð. Alls voru 110 skráðir til leiks, en hvorki fleiri né færri en 93 keppendur luku hlaupinu. Flestir höfðu þeir orðið 64 áður, árið 1972. Aldrei höfðu fleiri konur lokið hlaupinu, en þær urðu 30 að þessu sinni. Fjölmargir áhorfendur fögnuðu þátttakendunum 93 þegar þeir tóku sprettinn, flestir sporléttir, inn Austurstrætið í lok hlaupsins.

Allt í botni hjá Ágústi (t.v.) og Sigfúsi í byrjun Austurstrætis. Að baki þeim er skrifstofa Matthíasar Morgunblaðsritstjóra sem heimtaði sigur af Ágústi.Líkur þóttu vera á mikilli keppni og spennandi hlaupi, því allir bestu hlauparar landsins voru skráðir til leiks. Sigurstranglegastir voru að mati Morgunblaðsins þeir Jón Diðriksson UMSB, Sigfús Jónsson ÍR og Ágúst Ásgeirsson ÍR. Spáð var jafnharðri keppni um mörg fremstu sætanna í hlaupinu. Ágúst sigraði í hlaupinu 1972, ‘73, ‘74 og ’76 en Sigfús 1975 og Jón varð í öðru sæti í tveimur síðustu hlaupum. Og víst var, að keppnin um sigurinn að þessu sinni var eitilhörð og skildu aðeins millimetrar fremstu menn að á marklínunni.

Strax eftir að hlaupið hófst í Hljómskálagarðinum skáru þeir Sigfús, Ágúst, Jón og Gunnar Páll Jóakimsson ÍR sig frá megin hópnum. Hlupu þeir í hnapp, en Sigfús var þó yfirleitt fremstur. Er komið var út undir prófessorabústaðina sleppti Gunnar Páll. Hljóp hann síðan einangrað þar til að Ágúst Gunnarsson UBK og Hafsteinn Óskarsson ÍR nálguðust hann á síðustu metrunum.

Á sama stað seig Ágúst aftur úr þeim Sigfúsi og Jóni, og virtist um tíma vera að missa af lestinni. „En hann náði þeim aftur 200 metrum síðar, og voru þremenningarnir síðan sem negldir saman þar til að komið var í námunda við Ráðherrabústaðinn. Þá var hraðinn orðinn mjög mikill og sleppti Jón er komið var út á Tjarnargötuna. Á Tjarnargötunni var endaspretturinn kominn í algleyming og allt á útopnuðu, enda aðeins um ½ kílómetri í mark. Reyndi Sigfús allt hvað af tók að skapa sér forskot, og jók hraðann enn meira. En Ágúst fylgdi honum fast eftir. Þegar komið var inn í Austurstrætið voru þeir félagarnir hnífjafnir. Þá reyndi Sigfús að hrista Ágúst af sér, en er um 20 metrar voru í mark voru þeir aftur hnífjafnir, og tókst Ágústi að teygja sig fram úr Sigfúsi rétt er þeir fóru yfir marklínuna. Var þetta í fimmta sinn sem hann sigrar í hlaupinu, og jafnaði hann þar með met Kristleifs Guðbjörnssonar sem sigraði í hlaupinu á fyrstu árum sjöunda áratugarins,“ sagði m.a. í ítarlegri frásögn Morgunblaðsins af hlaupinu.

Sigfús og Ágúst hlutu báðir sama tímann, 12:54,7 mínútur. Jón Jón Diðriksson varð þriðji á 13:15,6 mín. og Gunnar Páll fjórði á 13:49,5 mín. Var hann skrefinu á undan Ágústi Gunnarssyni UBK og Hafsteini Óskarssyni ÍR sem báðir fengu 13:50,0 mín., en eins og nafni hans í fyrsta sæti varð Kópavogs-Ágúst sjónarmun á undan Hafsteini.

Dagblaðið hafði samúð með Sigfúsi því þetta var í þriðja sinn sem hann varð sjónarmun á eftir sigurvegara hlaupsins. „Það var spenna í 62. Víðavangshlaupi ÍR í gær. Á marklínunni tókst Ágústi Ásgeirssyni, ÍR, að verða nokkrum millimetrum á undan Sigfúsi Jónssyni, ÍR, og tryggja sér sigur í fimmta sinn í hlaupinu. Það afrek hefur aðeins Kristleifur Guðbjörnsson, KR unnið áður – en hins vegar hefur maður mikla samúð með Sigfúsi. Hann hafði keyrt upp hraðann í hlaupinu og haft forustu lengstum. Var nokkrum metrum á undan Ágústi, þegar lokaspretturinn hófst í Austurstræti, en tapaði. Í þriðja sinn sem hann er sigraður á marklínunni í Víðavangshlaupi ÍR. Fyrr hefur Ágúst leikið þann leik – einnig Halldór Guðbjörnsson, KR.

Keppendur rjúka af stað í 62. Víðavangshlaup ÍR, 1977.Í kvennakeppninni fylgdust þær Aðalbjörg Hafsteinsdóttir HSK og Thelma Björnsdóttir UBK lengi að, en undir lokið tryggði hin 13 ára og mjög svo efnilega Breiðabliksstúlka sér sigurinn. Hrafnhildur Valbjörnsdóttir Ármanni, varð síðan þriðja. Thelma hljóp á 17:00,2 mín., Aðalbjörg á 17:18,8 mín. og Hrafnhildur á 18:20,0 mín. Allar þóttu þessar stúlkur mjög efnilegar hlaupakonur. Kvenfólkinu var startað nokkrum mínútum á undan karlmönnunum, og komu þær því í markið meðal karlmannanna.

ÍR-ingar endurtóku afrek sitt frá fyrra ári að sigra í öllum sveitakeppnum karla. Hlaupaveldi þeirra var mjög mikið því þeir sigruðu ætíð með yfirburðum, og b-sveitir þeirra urðu yfirleitt framarlega. Átti félagið hvorki fleiri né færri en 28 karlmenn og 8 kvenmenn meðal þeirra sem luku hlaupinu, en samt voru tvær bestu konur félagsins fjarverandi.

Í 3ja manna sveitakeppni sigraði ÍR. Hlaut 7 stig, B-sveit ÍR varð önnur með 27 stig. Þá Borgfirðingar með 31, KA 33, Breiðablik 44, Ármann 50 og HSK 54 stig. Hlutu ÍR-ingar Candy-bikarinn fyrir sigur sinn. Í 5 manna sveitakeppni hlaut ÍR 18 stig, KA 69, UBK 75, B-sveit ÍR 82 og HSK 92. Í 10 manna sveitakeppni var keppt um Morgunblaðsbikarinn og vann ÍR hann með 72 stigum. UBK fékk 169 stig og ÍR-b 227 stig. Loks átti ÍR svo elstu fimm manna sveit hlaupsins en þar munaði þó litlu á ÍR-ingum og Skarphéðsinsmönnum. ÍR-sveitin reyndist 152 ára en sveit HSK 150 ára. Til grundvallar var aldur hlauparanna lagður saman.

Í kvennaflokki vann HSK með 9 stigum en sveit UBK hlaut 18 stig og sveit ÍR 44. Í sveinaflokki fór UBK með sigur af hólmi, hlaut 89 stig en ÍR 131.

Smellið hér til að sjá fleiri myndir

 

„Þarft ekki að mæta í vinnu hér ef þú tapar“


Bönd vantaði á áhorfendur


Óhentugir skór


Elsti og sá yngsti


Hatrömm barátta


Æðisgengin barátta


Heiðraðir fyrir vinnuframlag


Á sínum stað


Gamall sigurvegari við markið


Úrslitin 1977