Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1980-1989
Þrír fyrstu í 65. Víðavangshlaupi ÍR (f.v.): Steindór Tryggvason KA er varð þriðji, sigurvegarinn Ágúst Þorsteinsson UMSB og Mikko Häme ÍR sem varð annar.

1980 - Ágúst Borgfirðingur sigraði

Finnsk-íslenskt einvígi var háð um sigur í 65. Víðavangshlaupi ÍR, á sumardaginn fyrsta 1980. Skemmileg keppni var um flest sæti í hlaupinu og enginn öruggur með ákveðin sæti. Nutu fjölmargir áhorfendur á Austurvelli baráttu hlauparanna á lokasprettinum í Kirkjustræti en hlaupinu lauk við Alþingishúsið. Í sveitakeppni tókust ÍR og UBK á og skiptu þar með sér sigrum, sumum naumum.

Úrslit síðustu ára sýna að með hverju árinu sem líður eykst breiddin í röðum víðavangshlauparanna og gerir það keppnina skemmtilega. Af þeim sökum varð sveitakeppnin harðari og meira spennandi en oft áður.

Þrír hlauparar skáru sig þó nokkuð úr í byrjun og fóru geyst, þeir Ágúst Þorsteinsson UMSB, Mikko Häme ÍR og Steindór Tryggvason KA. Þeir Ágúst og Mikko fylgdust lengi að, en þar kom að sá fyrrnefndi opnaði á milli þeirra það bil sem dugði honum til síns fyrsta sigurs í þessu sögufræga hlaupi. Ágúst hinn borgfirski hljóp vel og ljóst að hann var að komast í góða æfingu, en hann hafði átt við meiðsli að stríða sumarið í fyrra og fram á haust.

Lesa meira >>

1981 - Ágúst sigraði í 7. sinn

Keppendur þjóta af stað í Víðavangshlaup ÍR 1981. Fremstir fara (f.v.): Ágúst Ásgeirsson og Agnar Steinarsson ÍR, Einar Sigurðsson UBK og Jón Guðlaugsson HSK.

Vetur og sumar frusu saman á sumardaginn fyrsta 1981, sem samkvæmt gamalli þjóðtrú veit á veðurfarslega góða sumartíð. Vöknuðu Reykvíkingar, og reyndar allir landsmenn, við skínandi sól og fagurt blíðviðri en eins stigs frost var á hádegi í höfuðborginni. Að venju var fjölmenni samankomið við Alþingishúsið þegar hlaupararnir komu í mark. Margir þar, sem ekki hafa misst úr hlaup í áratugi.

Lesa meira >>

1982 - „Kominn tími til að sigra“

ÍR-ingarnir Ágúst (t.v.) og Gunnar Páll sáttir við úrslitin og og ánægðir að hlaupi loknu.

Hann var hryssingslegur sumardagurinn fyrsti 1982 er menn risu úr rekkju í höfuðborginni, sunnan vindur og éljagangur. Vetur og sumar frusu saman víða um land annað árið í röð. Og þegar 67. Víðavangshlaup ÍR hófst við Tjarnarbrúna féll slyddusnjór til jarðar. Aðstæður í hlaupinu voru erfiðar framan af, en það létti til þegar á hlaupið leið og gott veður var komið í lokin.

Lesa meira >>

1983 - Hafsteinn sterkastur í lokin

Hafsteinn Óskarsson ÍR kemur fyrstur í mark í 68. Víðavangshlaupi ÍR, annar er Einar Sigðursson UBK. Grillir síðan í þriðja mann, Sighvat Dýra Guðmundsson ÍR, að baki Einars.

Ljóst var að í Víðavangshlaupi ÍR 1983 bættist nýtt nafn á sigurvegaraskrá hlaupsins því engir fyrrverandi sigurvegarar voru meðal þátttakenda. Mjög erfitt þótti að spá fyrir um líklegan sigurvegara því fleiri komu til greina en oft áður. Mestar líkur voru þó taldar á að barátta stæði milli ÍR-inganna Sighvats Dýra Guðmundssonar, Steinars Friðgeirssonar og Hafsteins Óskarssonar svo og Einars Sigurðssonar UBK.

Lesa meira >>

Sigurður Pétur Sigmundsson fyrstur í mark í Víðavangshlaupi ÍR 1984.

1984 - Sigurður Pétur í hóp sigurvegara

Rétt eins og árið áður var kalt og hvasst þegar 69. Víðavangshlaup ÍR fór fram á skírdag. Snjóaði meir að segja ögn þegar keppendur voru að koma í mark. Höfðu þeir vindinn í fangið seinni helming hlaupsins. Hlaupaleiðin var nú nokkuð breytt frá síðustu 10 árum, var um 500 metrum lengri en þótt endamarkið hefði verið flutt af Austurvelli út á Tjarnargötu, á þær slóðir sem það hefur verið síðan.

Þátttaka var mikil, 67 hlauparar á aldrinum 9 til 55 ára úr 14 félögum mættu til leiks og luku allir keppni utan einn. Þriðja árið í röð bættist nýr hlaupari í hóp sigurvegara í Víðavangshlaupi ÍR, Sigurður Pétur Sigmundsson FH.

Lesa meira >>

1985 - Víðavangshlaupið sérkenni sumardagsins

Sigurður Pétur Sigmundsson kemur fyrstur keppenda í mark í 70. Víðavangshlaupi ÍR.

Sumardagurinn fyrsti hefur lengi verið einn mesti hátíðisdagur Íslendinga. Þann dag fögnum við því að veturinn er að baki með skammdegi sitt, myrkur og klakabönd. [. . .] Öll fögnum við vori og sumri, þegar náttúra landsins vaknar til nýs lífs af vetrardvala. Upprisa lífríkis náttúrunnar umhverfis okkur kallar fram hliðstæðu innra með okkur sjálfum, vekur nýjar vonir og eykur á litadýrð tilverunnar. Sumarið er raunar hornsteinn byggðar á Íslandi. Ef veturinn spannaði allt árið væri landið óbyggilegt. Eitt af sérkennum sumardagsins fyrsta í höfuðborginni, Reykjavík, er víðavangshlaupið, sem nú nær sjötugsaldri. Það er fjöldaíþrótt sem sett hefur svip sinn á sumarkomu í höfuðborginni svo lengi sem elstu menn muna. Það er jafnframt áminning um að holl hreyfing er þáttur í langlífi Íslendinga.“

Lesa meira >>

Jón Diðriksson sigrar 1986 en það er öðru sinni sem hann kemur fyrstur í mark, fyrra skiptið árið 1978. Kemur hann í mark rétt á undan FH-félaga sínum Sigurði Pétri Sigmundssyni og snerist röð þeirra frá í hlaupinu í fyrra því við. Már Hermannsson UMFK er ekki langt á eftir í þriðja sæti.

1986 - Jón vann eftir harðan slag

Öll met voru slegin annað árið í röð í þátttöku í 71. Víðavangshlaupi ÍR, á sumardaginn fyrsta 1986. Í fyrsta sinn í sögu hlaupsins voru keppendur fleiri en hundrað. Í mark komu 121 karl og 32 konur en flestir voru keppendur árið áður, eða 94 samtals. Undanfarin ár hafði keppendum í Víðavangshlaupi ÍR fjölgað með ári hverju og hvert metið af öðru slegið. Var metið í ár þó bara forsmekkurinn að því sem síðar vildi verða með auknu heilsubótarskokki og vaxandi þátttöku skokkara í almenningshlaupum. Var nú svo komið, að trimmurum og heilsubótarskokkurum fannst þeir ekki geta talist hlauparar með meiru nema hafa tekið þátt í þessu sögufræga hlaupi. Meðal galvaskra hlaupara nú voru 22 starfsmenn Iðntæknistofnunar, um 15 starfsmenn sjónvarpsins og um tugur lögreglumanna svo og hópur trimmara af Keflavíkurflugvelli.

Hlaupið hófst sem fyrr í Hljómskálagarðinum og lauk í Tjarnargötu er keppendur höfðu lagt að baki 4 km hring sem lá meðal annars um Vatnsmýrina. Allir bestu millilengda- og langhlauparar landsins voru að sjálfsögðu með í hlaupinu og því var talið að um hörkukeppni gæti orðið um sigur, sem ætíð hefur verið mjög eftirsóttur í hugum keppnishlaupara. Undanfarin tvö ár hafði Sigurður Pétur Sigmundsson FH sigrað í hlaupinu og þótt ekki hafi verið hægt að bóka neinum sigur fyrirfram vegna jafnrar getu hlauparanna var hann talinn sigurstranglegur.

Lesa meira >>

1987 - Már vann fyrsta sigur Keflvíkings

Steinunn Jónsdóttir (t.v.) og Hulda Pálsdóttir gátu brosað breitt en þær urðu í fyrstu tveimur sætum í kvennaflokki.

Víðavangshlaup ÍR er jafn árvisst og jól og páskar. Það var í fyrradag, sumardaginn fyrsta, og alls mættu til leiks 85 keppendur,“ sagði Þjóðviljinn réttilega í stuttri og hnitmiðaðri frásögn af 72. hlaupinu, árið 1987. Þátttakendur voru öllu færri en síðustu ár en alls hlupu 19 konur og 66 karlar og komu allir í mark. Þar á meðal voru að minnsta kosti sex erlendir ríkisborgarar, fjórir bandarískir og tveir hollenskir. Hlaupin var um 4 kílómetra vegalengd, nær sú sama og undanfarin ár.

Lesa meira >>

1988 - „Eygði sigur allan tímann“

Frá ræsingunni í blíðunni í Hljómskálagarðinum á fyrsta sumardag 1988.

„Ég taldi mig eiga mikla möguleika á sigri, eygði hann allan tímann. Ég réð hraðanum lengst af og lét Má ekki sleppa frá mér þegar hann tók forystuna og reyndi að hrista okkur af sér undir lokin. Sigurinn var ánœgjulegur,“ sagði Jóhann Ingibergsson FH eftir sigur sinn í Víðavangshlaupi ÍR, hinu 73. í röðinni. Hann sigraði eftir hörkukeppni við Keflvíkinginn Má Hermannsson og Bessa Jóhannesson, ÍR-ing í mikilli framför.

Lesa meira >>

1989 - Már hljóp frá keppinautunum

Sigurvegarar síðustu ára strax orðnir fremstir á fyrstu metrum Víðavangshlaups ÍR 1989. Már Hermannsson (65) vann 1987 og hafði nú betur í viðureigninni við Jóhann Ingibergsson sem vann í fyrra. Aðrir eru (f.v.) Gunnlaugur Skúlason (74), Daníel Smári Guðmundsson (71), Steinn Jóhannsson, og Guðmundur Skúlason (6).

Búist var við harðri keppni í 74. Víðavangshlaupi ÍR, á sumardaginn fyrsta 1989. Árið áður háðu þeir Hafnfirðingurinn Jóhann Ingibergsson FH og Keflvíkingurinn Már Hermannsson einstaklega hart einvígi um sigurinn og báðir voru mættir til leiks á ný og í sínu besta formi. En eftir úrslitum vetrarhlaupanna að dæma þóttu margir fleiri líklegir til að blanda sér í baráttuna. Þar voru meðal annarra nefndir til sögunnar Guðmundur Skúlason FH, Hannes Hrafnkelsson KR, Steinn Jóhannsson FH, Daníel Guðmundsson USAH, Gunnlaugur Skúlason UMSS, Frímann Hreinsson FH og Kristján Skúli Ásgeirsson ÍR, en þeir höfðu allir staðið sig vel í vetrarhlaupunum.

Lesa meira >>