Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1981

Ágúst sigraði í 7. sinn

Keppendur þjóta af stað í Víðavangshlaup ÍR 1981. Fremstir fara (f.v.): Ágúst Ásgeirsson og Agnar Steinarsson ÍR, Einar Sigurðsson UBK og Jón Guðlaugsson HSK.Vetur og sumar frusu saman á sumardaginn fyrsta 1981, sem samkvæmt gamalli þjóðtrú veit á veðurfarslega góða sumartíð. Vöknuðu Reykvíkingar, og reyndar allir landsmenn, við skínandi sól og fagurt blíðviðri en eins stigs frost var á hádegi í höfuðborginni. Að venju var fjölmenni samankomið við Alþingishúsið þegar hlaupararnir komu í mark. Margir þar, sem ekki hafa misst úr hlaup í áratugi.

Spurning var hvort samþelan vissi líka á gott fyrir ÍR-inginn Ágúst Ásgeirsson sem æft hafði vel um veturinn og ætlaði sér að brjóta blað í söguna í 66. Víðavangshlaupi ÍR. Þetta var í fyrsta sinn sem það fór fram í frosti á hans tíð í hlaupinu sem náði aftur til 1970. Ágúst lagði allt í sölurnar og lét snemma til skarar skríða gegn helstu keppinautum sínum, félögum sínum úr ÍR, Mikko Häme hinum finnska íslenskustúdent og Gunnari Páli Jóakimssyni. Um miðbik hlaupsins slapp hann frá þeim og jók bilið jafnt og þétt og var vel fagnað af áhorfendum við Alþingishúsið er hann kom langfyrstur í mark.

„Ég átti von á harðri keppni við þá Mikko og Gunnar Pál þar sem jafnan hafði verið um mikla innbyrðis baráttu milli okkar í vetrarhlaupunum. Ég hélt að gert yrði út um hlaupið á síðustu 100 metrunum, en eftir að ég náði nokkurra metra forystu um miðbik hlaupsins reyndi ég að auka bilið og lagði hart að mér. Sigurinn varð stærri en ég átti von á. Það skal tekið fram að Gunnar Páll hrasaði eftir einn kilómetra, missti við það nokkra metra og náði sér ekki á strik aftur. En sigurinn var sætur og kærkominn og ég vona að ég hafi ekki sagt mitt síðasta í þessu sögufræga hlaupi,“
sagði Ágúst við Morgunblaðið.

Ágúst Ásgeirsson á leið til sigurs í Víðavangshlaupi ÍR 1981, hins sjöunda en jafnframt þess síðasta.Finninn Mikko varð annar í hlaupinu,. Gunnar Páll þriðji, Einar Sigurðsson Breiðabliki fjórði og Stefán Friðgeirsson ÍR fimmti.

Hlaupararnir hófu hlaupið í Hljómskálagarðinum og skráðir þátttakendur voru 80. Þeir mættu ekki allir til leiks en alls luku 56 keppendur hlaupinu, þar af 15 konur. Af þeim kom fyrst í mark Guðrún Karlsdóttir Breiðabliki, önnur varð Laufey Kristjánsdóttir HSÞ og þriðja Unnur Stefánsdóttir HSK.

Dagblaðið fjallaði um metið sem í hlaupinu féll. „Þetta var miklu léttari sigur en ég hafði reiknað með. Bjóst við yngri strákunum sterkari,“ hafði blaðið eftir Ágústi. „Sjöundi sigur Ágústs í þessu fræga hlaupi. Hann hefur sigrað oftar en nokkur annar en næstur í röðinni er Kristleifur Guðbjörnsson, KR, með fimm sigra í víðavangshlaupi ÍR,“ sagði blaðið.

„Það var heldur kalt að hlaupa í dag en ég hef æft nokkuð vel síðustu mánuðina og setti stefnuna á sigur í hlaupinu,“ sagði Ágúst ennfremur. Hann keppti fyrst í víðavangshlaupinu fyrir 11 árum eða 1970. Sigraði fyrst 1972, síðan tvö næstu ár, 1973 og 1974. Í fjórða sinn sigraði hann 1976 og jafnaði sigramet Kristleifs 1977. Vann þá sinn fimmta sigur. Hinn sjötta vann hann 1979 og sjöunda í gær, sagði Dagblaðið.ÍR-ingar urðu sigursælir í sveitakeppni hlaupsins. Sigruðu í þriggja, fimm og tíu manna sveitunum í karlaflokki og einnig í sveinasveitinni. Vann sveinasveitin bikar sem Albert Guðmundsson, heiðursformaður ÍR, gaf til keppninnar fyrir tveimur árum. Þriggja manna sveitin vann nýjan Candy-bikar í fyrsta skipti, en ÍR-ingar hafa unnið síðustu tvo Candy-bikara til eignar. Fimm manna sveitin vann bikar sem heildverslunin Drif gaf til hlaupsins. Tíu manna sveitin vann Morgunblaðsbikarinn í þriðja sinn og þar með til eignar. Í kvennaflokki var keppt um Morgunblaðsbikarinn og vann sveit UBK eins og vænta mátti. Þá var keppt um ASEA-bikarinn meðal þeirra sem voru orðnir þrítugir eða þaðan af eldri. Unnu Ármenningar hann eftir hörkukeppni við ÍR-inga. Loks voru veittar viðurkenningar elstu keppendum í karla- og kvennaflokki. Hlutu Jón H. Guðlaugsson HSK og Unnur Stefánsdóttir HSK þær viðurkenningar.

„Skeggliðið“ sagði Vísir með þessari mynd og lagði út af hárvexti í andliti fyrstu þriggja manna í hlaupinu 1981. F.v.: Mikko Häme, Ágúst Ásgeirsson og Gunnar Páll Jóakimsson.Að methlaupinu loknu vaknaði sú spurning hjá Morgunblaðinu hvort Ágúst stefndi að því að gera enn betur. „Að sjálfsögðu stefni ég að því að sigra í áttunda skipti að ári, og fari yngri menn ekki að taka sig til hvað úr hverju, er ég öruggur um sigur! Ég er að vísu orðinn 29 ára, en einhvern veginn virðast ekki vera á leiðinni yngri strákar, er taka þessa íþrótt nægilega alvarlega. Það þarf að æfa mikið, og þetta reynir ekki hvað síst á andlegt úthald, auk þess líkamlegt. Menn eru að hlaupa einir í misjöfnum veðrum, tugi og hundruð kílómetra í viku hverri. Það eru ekki allir reiðubúnir til að leggja það á sig, en slíkt er nauðsynlegt til að ná árangri,“ svaraði Ágúst. Að ári, 1982, hljóp hann Víðavangshlaup ÍR í síðasta sinn en varð á endasprettinum að játa sig sigraðan fyrir félaga sínum Gunnari Páli Jóakimssyni sem hrasaði ekki í það sinn.

Metnaður stendur til sigurs


Stefnir á 50 hlaup


Ekki 25. hlaup


Þeir bestu jafnan sigrað


Úrslitin 1981


Leikskrá