Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1984

Sigurður Pétur í hóp sigurvegara

Sigurður Pétur Sigmundsson fyrstur í mark í Víðavangshlaupi ÍR 1984.Rétt eins og árið áður var kalt og hvasst þegar 69. Víðavangshlaup ÍR fór fram á skírdag. Snjóaði meir að segja ögn þegar keppendur voru að koma í mark. Höfðu þeir vindinn í fangið seinni helming hlaupsins. Hlaupaleiðin var nú nokkuð breytt frá síðustu 10 árum, var um 500 metrum lengri en þótt endamarkið hefði verið flutt af Austurvelli út á Tjarnargötu, á þær slóðir sem það hefur verið síðan.

Þátttaka var mikil, 67 hlauparar á aldrinum 9 til 55 ára úr 14 félögum mættu til leiks og luku allir keppni utan einn. Þriðja árið í röð bættist nýr hlaupari í hóp sigurvegara í Víðavangshlaupi ÍR, Sigurður Pétur Sigmundsson FH.

„Þetta var auðveldari sigur en ég hafði reiknað með því Hafsteinn Óskarsson fylgdi mér alveg að Hljómskálanum. Ég bjóst við að hann mundi reyna að ná forustunni á Tjarnargötunni en til þess kom þó ekki. Hlaupið var erfitt, mjög hvasst á móti lokakaflann,“ sagði Sigurður Pétur við DV eftir hlaupið. Blaðið nefndi hann hagfræðinginn úr Hafnarfirði og sagði hann hafa sigrað mjög örugglega.

„Ég átti enga möguleika á endasprettinum því Sigurður Pétur var búinn að „sprengja“ mig með hraða sínum í hlaupinu. Ég var búinn þegar við komum á Tjarnarbrúna,“ sagði Hafsteinn aftur á móti við DV. Hann fór með sigur af hólmi árið áður, 1983. Í þriðja sæti varð gamalreyndur hlaupari og fyrrverandi sigurvegari í hlaupinu, Sigfús Jónsson ÍR.

Hlaupið í halarófu gegn svalri norðaustanáttinni 1984. Fremstur fer Sigurjón Andrésson ÍR, þá Einar Heimisson ÍR, Bjarni Svavarsson UBK, Kristinn Sigurðsson Skokk-klúbbi sjónvarpsins, og yst til hægri er Hannes Jóhannsson sjónvarpinu.„Þetta var frekar erfitt hlaup, það var kalt og vindur var mikill, en er ánægður því þetta er minn fyrsti sigur í Víðavangshlaupi ÍR,“ sagði Sigurður Pétur við Morgunblaðið. „Ég er að æfa af kappi undir London-maraþon, sem fer fram eftir mánuð. Því hef ég ekki mjög mikinn hraða eins og er.“

Í kvennaflokki sigraði Unnur Stefánsdóttir HSK, varð 0,4 sekúndum á undan Rakel Gylfadóttur FH. Þriða kona varð Kristín Leifsdóttir ÍR. Í heildina var Unnur í 38. sæti í sjálfu hlaupinu.

Fyrstu þremur konum og körlum í hlaupinu voru veittir verðlaunapeningar, en auk þess hlaut Sigurður P. Sigmundsson FH í 1. sinn bikar Morgunblaðsins fyrir 1. sæti í hlaupinu, og Unnur Stefánsdóttir HSK hlaut bikar Frjálsíþróttadeildar ÍR fyrir aö vera fyrst kvenna í mark. Um báða þessa bikara skal keppt 25 sinnum og vinnast þeir ekki til eignar.

ÍR átti flokkakeppnina


Tveir góðir heiðraðir


„Keppi til aldamóta“


Úrslitin 1984


Leikskrá