Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1985

Víðavangshlaupið sérkenni sumardagsins

Sumardagurinn fyrsti hefur lengi verið einn mesti hátíðisdagur Íslendinga. Þann dag fögnum við því að veturinn er að baki með skammdegi sitt, myrkur og klakabönd. [. . .] Öll fögnum við vori og sumri, þegar náttúra landsins vaknar til nýs lífs af vetrardvala. Upprisa lífríkis náttúrunnar umhverfis okkur kallar fram hliðstæðu innra með okkur sjálfum, vekur nýjar vonir og eykur á litadýrð tilverunnar. Sumarið er raunar hornsteinn byggðar á Íslandi. Ef veturinn spannaði allt árið væri landið óbyggilegt. Eitt af sérkennum sumardagsins fyrsta í höfuðborginni, Reykjavík, er víðavangshlaupið, sem nú nær sjötugsaldri. Það er fjöldaíþrótt sem sett hefur svip sinn á sumarkomu í höfuðborginni svo lengi sem elstu menn muna. Það er jafnframt áminning um að holl hreyfing er þáttur í langlífi Íslendinga.“

Sigurður Pétur Sigmundsson kemur fyrstur keppenda í mark í 70. Víðavangshlaupi ÍR.Þannig hljóðaði forystugrein í Morgunblaðinu sumardaginn fyrsta 1985, undir yfirskriftinni „Víðavangshlaupið 70 ára“, daginn sem Víðavangshlaup ÍR fór fram sjötugasta árið í röð. Inntak orða þessara eiga vel við um þær hugsjónir sem að baki hlaupinu standa og hafa lifað með því alla tíð. Lengstum var hann upphaf utanhússkeppni frjálsíþróttamanna þótt farið væri að draga úr því á afmælisárinu. En alltaf hefur hlaupið skipað sinn mikilvæga sess og var svo enn á ári sjötugasta hlaupsins.

Undanfarin þrjú ár höfðu jafn mörg ný nöfn bæst í hóp sigurvegara hlaupsins. Áður en dagurinn rann upp var útlit fyrir að á því yrði breyting og keppnin myndi helst standa milli þriggja landsliðshlaupara, sem allir höfðu unnið hlaupið einu sinni; milli FH-inganna Jóns Diðrikssonar og Sigurðar P. Sigmundssonar og Hafsteins Óskarssonar ÍR. Jón vann hlaupið 1978, Hafsteinn 1983 og Sigurður Pétur 1984.

Sigurður Pétur tók forystu í hlaupinu strax og hljóp nokkuð greitt. Á hæla honum komu Steinn Jóhannsson ÍR, Jón og Hafsteinn auk fleiri. Fljótlega losuðu Sigurður Pétur og Jón sig frá hópnum. Siguröur náði síðan forystu á Jón úti í Vatnsmýrinni og hafði mikilvægt forskot er hann kom inn í Hljómskálagarð á ný, og dugði þaö honum til sigurs. Hafsteinn var lengst af í þriðja sæti, en efnilegur Keflvíkingur, Már Hermannsson, náði honum undir lok hlaupsins. Hafsteinn var hins vegar sterkari á endasprettinum. Már hafði tekið miklum framförum og þar var framtíðarhlaupari á ferð.

„Þetta var talsvert erfitt. Ég er ekki í nógu góðri æfingu, en sigurinn var þó aldrei í hættu. Ég átti nóg eftir þegar í Hljómskálagarðlnn kom og ég stefni á að vera í toppþjálfun í lok maí,“ sagði Sigurður Pétur við DV eftir að hann hafði sigrað í 70. hlaupinu, en þetta var annað árið í röð sem hann vinnur Víðavangshlaup ÍR. Jón varð í öðru sæti og sjö sekúndum á eftir og Hafsteinn í því þriðja 25 sekúndum á eftir.

„Ég átti ekki möguleika í Sigurð Pétur, hann hafði forustuna allt hlaupið og var greinilega mjög sterkur lokakaflann. Hins vegar er ég nokkuð ánægður með annað sætið. Hef lítið sem ekkert æft, var við kennslu á Laugarvatni í vetur,“ sagði Jón Diðriksson.

Smellið hér til að sjá fleiri myndir

Hrönn ánægð


Loksins önnur sveit en ÍR


26. hlaup Jóns


Aftur við Alþingishúsið vegna afmælisins


20 sjónvarpsskokkarar


Úrslitin 1985


Leikskrá