Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1988

„Eygði sigur allan tímann“

„Ég taldi mig eiga mikla möguleika á sigri, eygði hann allan tímann. Ég réð hraðanum lengst af og lét Má ekki sleppa frá mér þegar hann tók forystuna og reyndi að hrista okkur af sér undir lokin. Sigurinn var ánœgjulegur,“ sagði Jóhann Ingibergsson FH eftir sigur sinn í Víðavangshlaupi ÍR, hinu 73. í röðinni. Hann sigraði eftir hörkukeppni við Keflvíkinginn Má Hermannsson og Bessa Jóhannesson, ÍR-ing í mikilli framför.

Frá ræsingunni í blíðunni í Hljómskálagarðinum á fyrsta sumardag 1988.Jóhann og Már hlupu síðustu 50 metrana hlið við hlið eins og fœtur toguðu en á síðustu skrefunum komst Jóhann aðeins fram úr.

„Mér finnst ég vera í betri æfingu en nokkru sinni áður og vonast til að bæta árangur minn í langhlaupum, einkum 5 km hlaupi, í sumar. Í hlaupinu skilaði tveggja vikna æfingadvöl í Portúgal um páskana sér mjög vel,“ sagði Jóhann. Hann bættist í hóp sigurvegara í hinu sögufræga hlaupi, en þann flokk skipa nú 37 hlauparar að honum meðtöldum. Jóhann er 27 ára trésmiður úr Garðabæ, en hefur keppt fyrir FH undanfarin ár. Hann varð í öðru sæti í hlaupinu 1987, fjórði 1986 og níundi árið 1985.

Strax eftir að Marteinn Guðjónsson hafði skotið hlaupurunum af stað röðuðu Már, Bessi og Jóhann sér í fremstu sæti. Daníel Smári Guðmundsson USAH fylgdi þeim svo eftir nær allt hlaupið. Már hafði forystu meðan inni í Hljómskálagarðinum, en Jóhann réði ferðinni næstu tvo kílómetrana. Þegar komið var að nýju inn í Hljómskálagarðinn, eftir rangsælis hring um Vatnsmýrina, greikkaði Már sporið. Um 200 metra frá markinu í Tjarnargötu að sjá var hann með þriggja til fjögurra metra forskot á Jóhann og Bessi var annað eins á eftir Jóhanni. En vart voru þeir komnir inn í Tjarnargötuna er Jóhann náði Má. Hlupu þeir eins og fætur toguðu síðustu metrana við góðar undirtektir fjölmargra áhorfenda sem spenntust upp yfir gífurharðri rimmunni sem lauk með því að Jóhann varð hársbreidd á undan í mark.

„Ég hélt ég væri öruggur með sigur þegar við vorum að koma inn í Tjarnargötuna í lokin. Það hefði óneitanlega verið skemmtilegra að vinna en ég er ekki óánægður. Nú sé ég betur hvar ég stend æfingalega,“ sagði Már Hermannsson, sem verið hafði einn besti langhlaupari landsins undanfarin ár. Hann vann Víðavangshlaup ÍR í fyrra.

Jóhann Ingibergsson FH átti í jafnri og harðri keppni við sigurvegara síðasta árs, Má Hermannsson UMFK, en komst fram úr á síðustu metrunum. Báðir fengu Jóhann og Már sama tímann, 13:28 mínútur og Bessi 13,34 mín. Hann náði sínum langbesta árangri í hlaupinu með þriðja sæti og Gunnlaugur Skúlason, sem varð fimmti, hafði einnig tekið miklum framförum. Hann hafði æft með ÍR-ingum um veturinn og átti eftir að láta að sér kveða síðar meir.

Fyrst 20 kvenna í hlaupinu varð Martha Ernstsdóttir ÍR og var í það góðri æfingu að hún varð númer 16 í mark, en allir keppendur eru ræstir samtímis af stað. Hafði Marta ekki látið barneignir aftra sér frá hlaupum og virtist jafnvel í betri æfingu en áður. Vann hún yfirburðasigur og hljóp á 15:06 mín. Önnur varð Fríða Rún Þórðardóttir UMFA á 16:51 og þriðja Rakel Gylfadóttir FH á 17:07 mín.

Þorbjörg Jensdóttir, ÍR, sigraði í flokki meyja, 16 ára og yngri, á 19:02 mínútum, Ísleifur Karlsson, Breiðabliki, í flokki sveina, 16 ára og yngri, á 16:39, og Ágúst Þorsteinsson, UMSB, vann öldungaflokkinn, 30 ára og eldri, á 14:16 mín.

ÍR-ingar voru aðsópsmiklir í sveitakeppninni, unnu fimm bikara af sjö, sem keppt var um. Gaf Morgunblaðið þá alla nema í tveimur yngstu flokkunum. Í sveitakeppni sveina var keppt um Rönning-bikarinn og um bikar gefinn af Júlíusi Hafstein, formanni Íþróttabandalags Reykjavíkur, í meyjaflokki. FH-ingar sigruðu í 3ja karla sveit og Borgfirðingar í sveit 30 ára og eldri, en ÍR-ingar unnu sveitakeppni 5 og 10 manna, 3ja kvenna sveit, 3ja meyja sveit og 3ja sveina sveit.

Veður var eins og best var á kosið fyrir hlauparana á sumardaginn fyrsta. Sól skein í heiði en þó var síst of heitt í veðri.

Sá elsti 61 árs


Vera við öllu búinn


KR-ingar oftast fyrstir


Herleg veisla


Heiðríkt yfir hátíðahöldunum


Úrslitin 1988