Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1992

Toby Tanser sigrar annað árið í röð

Góður vorhiti, níu stig, var í miðborginni er 77. Víðavangshlaup ÍR fór fram, árið 1992. Eigi virtist þó svo ýkja hlýtt og kom þar til svöl norðaustanátt. Með engu móti drógu aðstæður, góðar eða slæmar, úr kjark hlauparanna því þriðja árið í röð varð metþátttaka í hlaupinu; alls luku 176 keppni, þar af 37 í yngri flokki.

Metþátttaka var í Víðavangshlaupi ÍR sem fram fór á sumardaginn fyrsta 77. árið í röð. Hér fer Sveinn Ernstsson ÍR fremstur en að baki honum er Toby Tanser (13) sem vann hlaupið annað árið í röð. Toby til hvorrar handar eru Daníel Smári Guðmundsson KR og Jóhann Ingibergsson FH  (l.t.v.)Toby Tanser úr KR hljóp víðavangshlaupið eins og flest önnur; tók fljótt forystu og var aldrei ógnað. Var einkennilegt að aðrir hlauparar skyldu ekki reyna að hanga í honum. „Það er megin forsenda þess að menn taki framförum í langhlaupum að þeir hangi fram í rauðan dauðann í sér betri mönnum,“ sagði Morgunblaðið um þetta atriði.

Toby sigraði annað árið í röð í Víðavangshlaupi ÍR. Úrslitin urðu annars nokkuð á þann veg sem gera mátti ráð fyrir. Í öðru sæti varð Daníel Smári Guðmundsson úr KR og þriðji Jóhann Ingibergsson úr FH. Toby var 15:57 mínútur á leiðinni, Daníel Smári 16:40 og Jóhann 16:55 mín. en tímar þessir endurspegla að það var engin keppni um einstök verðlaunasæti.

Athygli vakti góð tilraun Jóns Þórs Þorvaldssonar UMSB til þess að blanda sér meðal fremstu en hann var aðeins 17 ára gamall og varð sjötti.

Annar vaxandi hlaupari var Smári Guðmundsson úr KR sem varð sjöundi og tveir félagar Jóns Þórs úr UMSB, Guðmundur Valgeir Þorsteinsson og Þorsteinn Böðvarsson urðu í 12. og 13. sæti sem taldist gott hjá 16-17 ára nýliðum. Með dugnaði við æfingar gætu UMSB-hlaupararnir þrír því með tíð og tíma endurvakið það stórveldi sem Borgfirðingar voru í langhlaupum, en þeir voru um árabil ósigrandi í víðavangshlaupinu.

Þar sem KR-ingar áttu þrjá meðal sjö fyrstu sigruðu þeir örugglega í 3ja manna sveit karla, en þeir unnu einnig 5 manna sveit. Var langt um liðið frá því KR hafði unnið sveitakeppni Víðavangshlaupsins. Frammistaða þeirra var mjög góð að þessu sinni og átti félagið fyrstu tvo menn á mark. Þá hefur það ekki áður gerst að KR ynni 3ja meyja sveit í hlaupinu en það gerðist nú. ÍR-ingar unnu 10 manna sveitakeppni karla, 3ja kvenna sveit og sveitakeppni 40 ára og eldri karla og 30 ára og eldri kvenna.

Í keppni kvenna varð Hulda Pálsdóttir ÍR hlutskörpust á 20:23 mín. Kom hún í mark í 28. sæti af öllum og var mínútu á undan 16 ára stúlku úr Fjölni, Laufeyju Stefánsdóttur kvenna. Þriðja varð svo Anna Jeeves úr ÍR, aðeins sekúndu á eftir Laufeyju. Alls kom 41 kona í mark af 139 þátttakendum.

Reyndar voru þátttakendur fleiri en 139 þegar meðtalinn er hinn nýi unglingaflokkur 14 ára og yngri sem keppt var í fyrsta sinn í Víðavangshlaupi ÍR þetta ár. Að honum meðtöldum voru keppendurnir 176 en yngstu 37 keppendurnir hlupu helmingi skemur en aðrir og fór hlaup þeirra fram strax á undan aðalhlaupinu.

Sigurvegari úr hlaupinu frá því snemma á fjórða áratugnum var nú meðal þátttakenda, Oddgeir Sveinsson KR. Gekk hann að mestu enda á níræðisaldri, fæddur 1910. Jón Guðlaugsson HSK var elstur þeirra er hlupu, 66 ára að aldri. Varð hann í 55. sæti af 139 og hljóp á 22:21 mín.

Þrír til viðbótar fæddir fyrir seinna heimsstríðið voru meðal keppenda; Bergur Felixson úr Trimmklúbbi Seltjarnarness, fæddur 1937, í 65. sæti á 22:58 mín.; hinn sporlétti Höskuldur E. Guðmannsson úr Skautafélagi Reykjavíkur, fæddur 1932, 72. á 23:25 mín. og Haraldur Stefánsson úr ÍR, jafnaldri Bergs, á 33:09 mín.

Með 77. hlaupinu urðu viss tímamót í sögu þess. Ekki var þátttakendum lengur boðið til verðlaunaathafnar og veitinga í gamla ÍR-húsinu við Túngötu eins og verið hafði um minnst tveggja áratuga skeið. Með góðfúslegu leyfi borgaryfirvalda voru verðlaun að lokinni keppni í staðinn afhent í hinu nýja ráðhúsi Reykjavíkur. Var það fyrsti opinberi íþróttaviðburðurinn sem þar fór fram – svo viðeigandi sem það nú var fyrir Víðavangshlaup ÍR og sögu þess.

Unglingahlaup á undan


Úrslitin 1992