Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1997

Fimmti sigur Sigmars í röð

Um áratugaskeið hefur Víðavangshlaup ÍR verið merki þess að vorið væri að koma í hugum áhugafólks um íþróttir. Með hækkandi sól hefur lundin léttst og lífsins gleði kallað menn og vorsins dísir út að skokka.

Víðavangshlaup ÍR hefur verið vorboði sumaríþróttanna í höfuðborginni í heila öld.Áður fyrr voru það einkum keppnismenn í íþróttum sem þátt tóku en á seinni árum hefur þátttaka heilsubótarskokkara og áhugahlaupara á öllum aldri aukist mikið. Hafa slíkir sett mikinn svip á hlaupið undanfarin ár þó keppnismennirnir skipi sér ávallt í fremstu sætin eins og eðlilegt er.

Vinsældir víðavangshlaupsins hafa ekki alltaf verið jafnmiklar og nú. Á sjöunda áratugnum var hlaupið í lægð en þá kom Guðmundur heitinn Þórarinsson frjálsíþróttaþjálfari til bjargar og tókst að byggja það upp á ný. Hlaupið í ár var hið fyrsta sem fram fór eftir andlát hans á síðasta ári. Eftir stendur að það er eitt vinsælasta keppnis- og almenningshlaup í borginni.

Í mildu veðri fór 82. hlaupið fram hinn fyrsta sumardag 1997. Í mark komu 246, 175 karlar og 71 kona. Höfðu keppendur aðeins tvisvar verið fleiri, 275 árið áður og 284 árið 1995. Og svipað því sem verið hafði á undanförnum árum kom Sigmar Gunnarsson úr Borgarfirði langfyrstur í mark. Var þetta fimmta árið í röð sem hann vinnur hlaupið. Og þar með stóð hann jafnfætis Kristleifi Guðbjörnssyni úr KR sem á sínum tíma vann Víðavangshlaup ÍR fimm sinnum á sjöunda áratugnum. Og innan seilingar virtist sá möguleiki blasa við honum að jafna og jafnvel slá met Ágústs Ásgeirssonar, sem sigraði sjö sinnum í hlaupinu á árunum 1972 - 1981. Var Sigmar í góðri æfingu og virtist eiga nokkur ár framundan á hlaupabrautinni.

Hvorugur þeirra Kristleifs og Ágústs unnu öll sín hlaup í röð og Sigmar því sá fyrsti í sögu hlaupsins sem vinnur fimm í röð. Fyrir hlaupið var Sigmar í hópi fimm annarra hlaupara sem allir höfðu sigrað fjórum sinnum í Víðavangshlaupi ÍR. Það voru þeir Geir Gígja KR, Sverrir Jóhannesson KR, Stefán Gunnarsson Ármanni, Kristján Jóhannsson ÍR og Halldór Guðbjörnsson KR.

Sigmar vann hlaupið sem áður segir með yfirburðum, kom í mark 25 sekúndum á undan næsta manni, Daníel Smára Guðmundssyni úr Ármanni. Gunnlaugur Skúlason UMSS, varð þriðji.

Í kvennaflokki urðu ÍR-konur í þremur efstu sætunum. Í því fyrsta varð Bryndís Ernstsdóttir. Systir hennar, Martha Ernstsdóttir, varð í öðru sæti og Gerður Guðlaugsdóttir hafnaði í því þriðja. Unnu þær því keppnina í 3ja kvenna sveit með lægstu mögulegu stigatölu en í sama flokki karla fóru Ármenningar með sigur af hólmi.

Ármenningar riðu feitasta hestinum frá sveitakeppni 82. Víðavangshlaups ÍR. Urðu þeir hlutskarpastir í bæði þriggja, fimm og 10 manna sveitum í karlaflokki auk þess að vinna þriggja meyja sveit einnig. Í þriggja manna sveitum hlutu þeir 13 stig gegn 20 stigum FH, 36 stigum UMSB og 47 stigum ÍR. Í fimm manna sveitakeppninni hlaut Ármann 59 stig gegn 78 stigum FH og 98 stigum ÍR. Og í 10 manna sveit höfðu þeir einnig öruggan sigur, hlutu 212 stig gegn 351 stig ÍR. ÍR-ingar unnu þriggja sveina sveit með 188 stigum og þriggja manna öldungasveit með 168 stigum gegn 273 stigum Fjölnis.

Með þremur fyrstu konum í mark var sigurinn í þriggja kvenna sveit ÍR-ingum öruggur en í öðru sæti varð sveit Fjölnis og í þriðja sveit Ármanns. Sveit Ármenninga vann svo þriggja meyja sveit og sveit Fjölnis keppni sveita þriggja kvenna 30 ára og eldri.

Úrslitin 1997


Leikskrá