Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1998

Fyrstu menn dæmdir úr leik

Spurningin sem brann á margra vörum sumardaginn fyrsta 1998 var hvort Sigmar Gunnarsson úr Borgarfirði myndi vinna Víðavangshlaup ÍR sjötta árið í röð. Varð hlaupið all sögulegt og ekki reyndust þeir sigurvegarar sem fyrstir komu á mark. Sigmar varð þriðji og því virtist sigurganga hans hafa verið stöðvuð.

Bræðurnir Sveinn og Björn Margeirssynir, með keppnisnúmer 4 og 5, voru dæmdir úr leik fyrir að hlaupa ekki alveg rétta leið. Svo fór þó ekki því eftir ábendingar um að fremstu menn hefðu ekki hlaupið alveg rétta leið var málið grannskoðað. Þegar öll kurl voru til grafar komin var það niðurstaðan, að Sigmar væri sigurvegari hlaupsins.

Sigur Sigmars var óvæntur og varð reyndar ekki ljós fyrr en nokkru eftir að hlaupinu lauk. Við komuna í mark benti hann á að bræðurnir Sveinn og Björn Margeirssynir úr UMSS hefðu ekki hlaupið alveg rétta leið undir lok hlaupsins. Þegar það var kannað ofan í kjölinn reyndist svo rétt vera; þeir hefðu óafvitandi farið rangan stíg í blálokin og stytt sér leið um einhverja tugi metra. Dómarar hlaupsins töldu sig því ekki eiga annarra kosta dvöl en dæma bræðurna úr leik þótt slæmt þeim þætti og ljóst hafi mátt vera, að þeir hefðu engu að síður orðið í sömu sætum hefði þá ekki rekið ögn af réttri leið.

Atvik sem þetta hafði aldrei átt sér stað í sögu Víðavangshlaups ÍR og keppandi aldrei verið dæmdur úr leik. Sveinn Margeirsson kom fyrstur í mark á 14:55 mínútum, Björn bróðir hans varð næstur á 15:02 mín. og tími Sigmars var 15:24 mín. Við brottfall bræðranna kom annað sætið í hlaupinu í hlut Toby Benjamins Tanser sem hljóp á 15:50 og þriðja sætið áskotnaðist Daníeli Smára Guðmundssyni á 16:02 mín.

Í kvennaflokki varð Martha Ernstsdóttir úr ÍR hlutskörpust, í sjötta sinn. Til þess var tekið að einungis fimm mánuðum áður hafði hún fætt barn. Bryndís systir hennar úr ÍR varð önnur og þriðja Laufey Stefánsdóttir FH. Martha vann einnig sigur árin ,1988, 1989, 1990 og 1991.

Eins og undanfarin ár hófst hlaupið við Ráðhús Reykjavíkur og lauk þar einnig eftir að keppendur höfðu lagt að baki 5 km leið umhverfis Tjörnina og Hljómskálagarðinn.

Auk einstaklingskeppninnar var keppt í nokkrum flokkum íþróttafélaga, skokk-klúbba og í opnum flokki. Allir sem luku hlaupi fengu verðlaunapening um hálsinn er í mark var komið. Einnig voru veitt verðlaun fyrsta keppanda í hverjum aldursflokki. Eftir hlaupið bauð ÍR til kaffihlaðborðs í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur eins og jafnan frá 1993.

Óhætt er að segja að ÍR hafi riðið feitum hesti frá hlaupinu vegna úrslita í sveitakeppni hlaupsins. Félagið vann stigakeppni 3ja og 7-manna sveita, 3ja manna öldungasveita, 3ja kvenna sveita og sveinasveit. Ármann vann keppni meyjasveita og trimmhópur Fjölnis vann keppni 7 manna sveita skokkklúbba.

Minnstur var munurinn í sveitakeppnunum í keppni þriggja manna sveita. ÍR hlaut 20 stig, FH 27 og b-sveit ÍR 34 stig. ÍR-sveitina skipuðu Daníel Smári Guðmundsson, Burkni Helgason og Stefán Ágúst Hafsteinsson. Sjö manna sigursveitina skipuðu þessir þrír auk Halldórs Guðjóns Jóhannssonar, Pálma Steinars Guðmundssonar, Gunnars Karls Gunnarssonar og Örnólfs Oddssonar. Sigursveit í sveinaflokki skipuðu Eyþór Helgi Úlfarsson, Diðrik Steinsson og Arnfinnur Finnbjörnsson og öldungasveit þriggja manna 40 ára og eldri þeir Örnólfur Oddsson, Sighvatur Dýri Guðmundsson og Guðmann Elísson.

Í þriggja kvenna sigursveit ÍR voru systurnar Martha og Bryndís Ernstsdætur og Gígja Gunnlaugsdóttir. Í meyjasveit Ármanns voru Berglind Gunnarsdóttir, Lilja Smáradóttir og Anna Heiða Gunnarsdóttir. Loks voru í trimmhópi Fjölnis Ólafur Dan Hreinsson, Bjarki Már Sveinsson, Gautur Þorsteinsson, Jens Viktor Kristjánsson, Stefán Stefánsson, Erla Gunnarsdóttir og Magnús Þór Jónsson.

Met hjá Sigmari


Úrslitin 1998